Fréttablaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 8
Vísindamenn vonast eftir því
að geta brátt skilið til fulln-
ustu mótefnasvar líkamans
við Covid-19. Björn Rúnar
Lúðvíksson, yfirlæknir á
ónæmisfræðideild Land-
spítalans, segir rannsókn-
irnar hluta af „lyklakippunni“
að sigrinum gegn Covid-19,
frekar en lykilinn.
odduraevar@frettabladid.is
COVID-19 Rannsókn sem birtist í
New England Journal of Medicine í
gær er það fréttnæmasta sem fram
hefur komið í báráttunni gegn
veirunni sem veldur Covid-19, að
mati Björns Rúnars Lúðvíkssonar,
yfirlæknis á ónæmisfræðideild
Landspítalans. Hún sýni fram á
mikið gagn bóluefna Pfizer og Astra-
Zeneca gegn sjúkdómseinkennum
sem Delta-afbrigðið veldur, þvert á
niðurstöður frumrannsókna.
„Auðvitað hefði maður viljað að
bóluefnin hefðu komið í veg fyrir
meira smit en megintilgangurinn
með bóluefnunum er fyrst og fremst
að koma í veg fyrir sjúkdóma, ekki
endilega smit,“ segir Björn. Rann-
sóknin sýni ótvírætt að bólusettir
smiti margfalt minna en óbólusettir.
„Það útilokar hins vegar ekki að
í ákveðnum aðstæðum, eins og í
margmenni og ef fólk er að öskra
mikið eða syngja upp í hvert annað,
eykst dreifingin á veirunni og hún
getur smitað f leiri,“ segir Björn.
Bólusettir geti smitað aðra í slíkum
aðstæðum, þótt þeir hafi lítið magn.
„Þessi rannsókn sýnir að munur-
inn er minni en við héldum fyrst,“
segir Björn og vísar til virkni bólu-
efnanna gegn Delta. „Núna er
virknin 94 prósent ef þú ert með
Pfizer, fullbólusettur gegn sjúkdóms-
einkennum. Ekki af því að smitast,
heldur að fá Covid-sjúkdóminn. En
88 prósent fyrir Delta-af brigðinu.
Þannig að munurinn er ekki nema
sex prósent. Það eru sláandi niður-
stöður,“ segir hann. Niðurstöðurnar
séu töluvert betri en vísindamenn
hafi þorað að vona vegna Delta.
Aðspurður segir Björn leitina enn
standa yfir að hinu rétta mótefna-
svari Covid-19, sem þá getur nýst
til að breyta bóluefnum með litlum
fyrirvara eins og gert er með flensu-
sprautu ár hvert.
Lyklakippa en ekki lykill
„Það er hinn heilagi kaleikur í þessu,“
segir Björn. Leitin hafi staðið í langan
tíma en þetta sé meðal annars rann-
sakað, á ónæmisfræðideild Land-
spítalans, í þeim sem smitast hafa af
veirunni.
„Svo eru stórar rannsóknir í gangi
núna á bólusettum til að bera saman
þessa þætti. Það er að segja: Eru
einhver ákveðin mörk eða tegund
ónæmissvars sem segir til um það
hversu mikla vernd þú hefur gegn
sjúkdómnum, ef þú lendir í smiti?“
útskýrir Björn.
„Það er byrjuð að detta inn ein og
ein lítil grein, þar sem það eru byrj-
aðar að koma fram vísbendingar
um eitthvað af þessu, þannig að við
vitum í dag að það eru ákveðnar
tegundir af mótefnum í blóði fólks,
svokölluð hlutleysandi mótefni
eða „neutralising antibodies“ sem
þeir eru farnir að kalla á enskunni
„neauts“, sem skipta máli,“ segir
Björn.
Þetta hafi verið vitað í meira en ár.
„Og við erum hægt og rólega að læra
meira um hver af þeim eru mikil-
vægust. Þannig að mótefni og mót-
efni eru ekki það sama.“
Björn útskýrir að svo séu til mis-
munandi tegundir af mótefnum í
blóðinu. „Þú getur verið með frum-
svarið, ónæmissvarið, sem er alltaf af
svokallaðri IGM-gerð, en svo þegar
það kemur minni, og þess vegna er
svo mikilvægt að bólusetja, og sér-
staklega í endurbólusetningunni, þá
erum við að styðja við að það verði
langvarandi minni í ónæmiskerfinu.
Þá breyta þessi mótefni sér, þannig
að við förum að fá svokallaða IGG-
gerð eða IGA-gerð.“
Björn segir IGG-tegund mótefnis
vera í blóðinu og almennt í líkam-
anum. „Á meðan IGA er meira á
yfirborði slímhúðarinnar eins og í
öndunarveginum. Og þú getur verið
með svo mismunandi mótefni sem
beinast gegn mismunandi svipgerð
veirunnar, út af því að hún er með
svo mörg andlit. Mótefnin kannski
þekkja bara hluta af nefinu á meðan
annað þekkir bara eyrun og svo
framvegis,“ útskýrir Björn.
„Og það sem menn eru að reyna
að kortleggja er hvaða tegund af
mótefni og hvaða undirflokkar og
sértæka mótefni skipta máli eða er
það eitthvert hlutfall þarna á milli?
Það eru menn að reyna að sortera og
við erum farin að fá meiri svör þar.“
Björn segir þetta ekki einu spurn-
inguna. „Er það þá ákveðið magn
af þessum tilteknu mótefnum sem
skiptir máli og er það samanlagt
magn allra þessara mismunandi
mótefna? Vegna þess að ónæmis-
kerfið er svo klárt að það býr til
margar tegundir af mótefnum þegar
við erum bólusett og þegar við erum
sýkt. Þannig að það er ekki bara ein-
hver ein tegund. Við þessu erum við
að reyna að fá svör,“ segir Björn. Það
séu ekki komin afgerandi svör við
þessum spurningum en myndin
skýrist þó hægt og rólega.
„Við vitum það samt að þeim sem
eru lágir á þessum skala virðist vera
hættara við að fá sýkingu en þeim
sem eru með mikið magn. Við vitum
ekki nákvæmlega hvar mörkin eru.
Það er vandinn.“
Aðspurður hvort svörin við þessu
verði lykillinn að lausninni segir
Björn:
„Sigurinn gegn Covid er heil lykla-
kippa, ekki einhver einn lykill.“
Hann bendir á gríðarlegan árangur
af bólusetningum hér á landi. „Við
sjáum það í því hvernig fjöldi dauðs-
falla hefur minnkað og spítalainn-
lögnum þótt búið sé að opna svona
mikið. Við sjáum það líka hérna
heima, við erum að fá fjölgun í sýk-
ingum, að það er fólk sem er veikt
en er ekki jafn lasið og það var áður.
Það sýna þessar rannsóknir.“
T-frumurnar skipta líka máli
Björn býðst svo til að flækja málið
enn meira með T-frumum sem hafa
verið hans rannsóknarefni alla tíð.
Svar T-frumnanna gegn smiti sé
frumubundna svar ónæmiskerfis-
ins. Það er jafn mikilvægt og mót-
efnasvarið að sögn Björns. „Frétta-
flutningurinn hefur fyrst og fremst
varðað mótefnasvörin en við vitum
að T-frumusvarið skiptir jafn miklu
máli og þessi tvö svör þurfa að tala
saman.“
Björn segir kostinn við bóluefnin
þann að þau leiði til mjög öf lugs
svars á báðum vígstöðvum. Ekki
bara mótefnasvars heldur líka T-
frumusvarsins. „Það sem er nýjast
í þessu er þessi styrkleiki í frumu-
bundna svarinu, T-frumunum,“
útskýrir Björn.
Hvenær lýkur þessu?
„Lærifaðir minn, Anthony Fauci, er
búinn að vera að vara heimsbyggð-
ina í rúm tuttugu ár við hættunni
af mismunandi sýklaaf brigðum
sem eru á ferðinni, bæði nýjum
af brigðum eins og við erum að sjá
í þessum faraldri og fjölónæmum
bakteríum sem eru hægt og rólega
að breiðast út og valda gríðarlegum
vanda,“ segir Björn. Það sem Fauci
varaði við hafi því miður raungerst
í Covid.
„Ég held að við séum bara að upp-
lifa núna breyttan heim og þurfum
að hafa varann á og hegða okkur
aðeins öðruvísi og af meiri skyn-
semi, passa almennt upp á sótt-
varnir alls staðar, í fjölmenni sér-
staklega og lokuðum rýmum. Þetta
þurfum við að tileinka okkur.“
Björn segir góðu fréttirnar þær að
vísindin hafi enn og aftur sannað
gildi sitt með þróun bóluefnanna
og samstarfi vísindamanna um
heim allan. „Við erum að ganga í
gegnum algjörlega nýjan heim af
virkni bóluefna og notkun bólu-
efna. Ekki bara sýklum heldur
líka öðrum sjúkdómum. Þessar
framfarir munu hjálpa okkur í
baráttunni gegn krabbameini,
sjálfsof næmissjúkdómum, of-
næmissjúkdómum og ýmsu öðru.
Þannig að það er það sem er að
raungerast núna frammi fyrir
augum okkar, sem er algjörlega
stórkostlegt.“
En lykillinn er kannski þessi,
segir Björn: „Fólk á að njóta þess
að vera fullbólusett en við megum
ekki gleyma því samt að þó að
vörnin sé núna 88 prósent gegn
Delta-af brigðinu, hjá fullbólu-
settum gegn því að fá alvarlegan
sjúkdóm, þá þýðir það að það eru 12
af hverjum 100 sem fá sjúkdóminn.
Það eru þá 120 af hverjum 1.000,
þannig að þetta er ekki lítil tala. En
þetta er samt verulega góður árang-
ur og miðað við önnur bóluefni.“ n
Skilningur á mótefnasvarinu alltaf að aukast
Ný bylgja er hafin í faraldrinum á Íslandi og gríðarlangar biðraðir voru í skimun á Suðurlandsbraut í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir.
MYND/ARNÞÓR BIRKISSON
thorgrimur@frettabladid.is
KÍNA Blaðamenn Associated Press
fengu nýlega aðgang að stærstu
fangabúðunum í kínverska hérað-
inu Xinjiang, Urumqi nr. 3, þar sem
fjölda fólks af þjóðerni Úígúra er
haldið föngnum. Var þetta í fyrsta
skipti sem fulltrúum vestræns fjöl-
miðils var hleypt inn í fangabúðir
Kínverja í héraðinu.
Kínverskir embættismenn neit-
uðu að greina frá því hve margir
fangar eru í búðunum en frétta-
mönnunum taldist svo til að hægt
væri að vista þar að minnsta kosti
10.000 manns út frá gervihnattar-
myndum og stærð fangaklefanna
sem þeir sáu.
„Það voru engin tengsl milli vist-
unarbúðanna okkar og þjálfunar-
búðanna,“ sagði Zhao Zhongwei,
framkvæmdastjóri öryggisskrif-
stofunnar í Urumqi, við frétta-
menn AP. „Þær hafa aldrei verið
hér um slóðir.“ Hinar svokölluðu
þjálfunarbúðir Kínverja í Xinji-
ang eru fangabúðir þar sem fólk af
minnihlutaþjóðerni, sérstaklega
Úígúrar, hefur verið fangelsað
án ákæru eða málsmeðferðar og
sætir endurhæfingu til þess að gera
það tryggara kínverskum stjórn-
völdum.
Samkvæmt frétt AP báru fanga-
búðirnar þess merki að hafa áður
verið þjálfunarbúðir þrátt fyrir að
embættismenn þar hafni því að
svo hafi verið. Meðal annars sáust
gömul skilti þar sem hugtakið
„þjálfunarbúðir“ var notað.
Fréttamennir nir sáu eng in
ummerki um pyntingar eða bar-
smíðar í búðunum en tóku fram
að f leiri byggingar hefðu verið í
kringum búðirnar og að embættis-
mennirnir hefðu ekki sagst vita
hvað þar væri. n
Vestrænir blaðamenn gægjast inn í fangabúðirnar
Úígúrar krefjast upplýsinga um fangelsaða ættingja við kínverska sendiráðið
í Istanbúl í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
8 Fréttir 23. júlí 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ