Fréttablaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s
1 4 3 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 3 . J Ú L Í 2 0 2 1
HVAR & HVENÆR SEM ER
Vefsýningarsalurinn okkar er alltaf opinn!
www.hekla.is
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is Í sumar er opið alla virka daga hjá HEKLU á Laugavegi og Kletthálsi en lokað er á laugardögum.
Škoda Enyaq iV
Verð frá 5.790.000 kr.
Ungir fimleikapiltar léku listir sínar í veðurblíðunni á Akureyri þegar þeir gengu á höndum niður kirkjutröppurnar. Þeir voru léttklæddir við gönguna enda ekkert lát á veðurblíðunni fyrir norðan.
Þetta var þó ekki aðeins sýning því piltarnir voru um leið að safna styrkjum fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. MYND/RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Yfirlæknir á ónæmisfræðideild
Landspítalans segir nýja rann-
sókn sýna að vernd bóluefna
gagnvart Delta-afbrigðinu sé
mun betri en í fyrstu var talið.
Hann segir að aukin þekking
á mótefnasvari líkamans
gegn Covid-19 geti nýst til að
breyta bóluefnum með litlum
fyrirvara eins og gert er með
flensu sprautu ár hvert.
odduraevar@frettabladid.is
COVID-19 Rannsókn sem birtist í
New England Journal of Medicine
í gær gefur til kynna að mikið gagn
sé að bóluefnum Pfizer og Astra-
Zeneca gegn sjúkdómseinkennum
sem Delta-afbrigðið veldur, þvert á
niðurstöður frumrannsókna.
„Auðvitað hefði maður viljað að
bóluefnin kæmu í veg fyrir meira
smit en megintilgangurinn með
bóluefnunum er fyrst og fremst að
koma í veg fyrir sjúkdóma, ekki
endilega smit,“ segir Björn Rúnar
Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmis-
fræðideild Landspítalans. Rann-
sóknin sýni ótvírætt að bólusettir
smiti margfalt minna en óbólusett-
ir.
„Þessi rannsókn sýnir að munur-
inn er minni en við héldum fyrst,“
segir Björn og vísar til virkni bólu-
efnanna gegn Delta. „Núna er virkn-
in 94 prósent ef þú ert með Pfizer,
fullbólusettur gegn sjúkdómsein-
kennum. Ekki af því að smitast,
heldur að fá Covid-sjúkdóminn.
Virknin er 88 prósent fyrir Delta-
afbrigðinu,“ segir Björn. Munurinn
sé ekki nema sex prósent. „Það eru
sláandi niðurstöður,“ segir hann.
Niðurstöðurnar séu töluvert betri
en vísindamenn hafi þorað að vona
vegna Delta.
Aðspurður segir Björn leitina enn
standa yfir að hinu rétta mótefna-
svari gegn Covid-19, sem þá geti
nýst til að breyta bóluefnum með
litlum fyrirvara eins og gert er með
flensusprautu ár hvert. „Það er hinn
heilagi kaleikur í þessu,“ segir Björn.
Leitin hafi staðið í langan tíma en
þetta sé meðal annars rannsakað, af
ónæmisfræðideild Landspítalans, í
þeim sem smitast hafa af veirunni.
„Svo eru stórar rannsóknir í
gangi núna á bólusettum til að bera
saman þessa þætti. Það er að segja:
Eru einhver ákveðin mörk eða teg-
und ónæmissvars sem segir til um
það hversu mikla vernd þú hefur
gegn sjúkdómnum, ef þú lendir í
smiti?“ útskýrir Björn. SJÁ SÍÐU 8
Vörnin gegn Delta meiri en talið var
Þessi rannsókn sýnir
að munurinn er minni
en við héldum fyrst.
Björn Rúnar
Lúðvíksson,
yfirlæknir á
ónæmisfræði-
deild Land-
spítalans.
adalheidur@frettabladid.is
COVID-19 Búist er við að ráðherra-
nefnd innan ríkisstjórnarinnar
fundi um hertar aðgerðir innan-
lands nú fyrir hádegi. Ekki lá fyrir
hvernig fundi ríkisstjórnarinnar um
aðgerðir yrði nákvæmlega háttað,
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir skilaði minnisblaði með til-
lögum til heilbrigðisráðherra í gær
og gert er ráð fyrir að tilkynnt verði
um hertar aðgerðir í dag.
Í fyrradag greind ust 78 Co vid-smit
inn an lands og 56 daginn þar á
undan. Faraldurinn er í veldisvexti.
Landspítalinn er nú á hættustigi.
Þar liggja tveir á smitsjúkdómadeild
og 301 einstaklingur er í eftirliti á
göngudeild, þar af 25 börn. n
Herða á aðgerðir
innanlands í dag