Fréttablaðið - 22.07.2021, Side 6

Fréttablaðið - 22.07.2021, Side 6
Covid-19 tilfellum hefur fjölgað verulega í Ísrael á síðustu vikum vegna Delta- afbrigðis kórónaveirunnar. Flestir sem hafa sýkst alvar- lega eru fullbólusettir og eldri en 60 ára. thorgrimur@frettabladid.is ÍSRAEL Fyrir um mánuði nam Ísrael úr gildi allar sóttvarnareglur, þar á meðal grímuskyldu og fjölda- takmarkanir. Covid-19 tilfellum fór aftur að fjölga í landinu á síð- ustu vikum vegna Delta-af brigðis kóróna veirunnar, fyrst með óbólu- settum skólabörnum sem síðan smituðu fullorðna. Samkvæmt frétt The Washington Post er meðalfjöldi þeirra sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús í hverri viku nú um 120 manns. Meðalfjöldi daglegra smita í síðustu viku var 775, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur í landinu frá því í mars. Ísraelska fréttastöðin Keshet 12 greindi frá því á sunnudaginn að flestir sem lagðir hefðu verið inn á sjúkrahús undanfarnar vikur væru fullbólusettir. Aftur á móti væri aðeins einn 61 Ísraela sem veikst hafa alvarlega bæði fullbólusettur og yngri en 60 ára. Sá var í aldurs- hópnum 50-59 ára. Samkvæmt gögnum ísraelska heilbrigðisráðu- neytisins sem unnið var upp úr voru 24 þeirra sem voru alvarlega veikir óbólusettir en 37 fullbólusettir. Var þó tekið fram að þar sem mikill meirihluti Ísraela í þessum aldurs- hópum er bólusettur gefur hlutfall bólusettra í hópnum ekki endilega rétta mynd af þeim hópum sem lík- legastir eru til að veikjast alvarlega. Þrátt fyrir aukningu smits í land- inu er enn langt í að faraldurinn nái fyrri hæðum í Ísrael. Í janúar, á hápunkti faraldursins, voru rúmlega 1.000 alvarleg smit virk í landinu. Tíðni smits og dauðsfalla hríðféll í landinu eftir að bólu- setningaherferð ríkisstjórnarinnar komst á skrið og er enn aðeins brot af því sem var þegar ástandið var verst. Samkvæmt frétt Haaretz fylgjast ísraelsk stjórnvöld nú grannt með Bretlandi, þar sem flestum höftum var aflétt á mánudaginn þrátt fyrir að Delta-af brigði veirunnar hafi náð verulegri útbreiðslu þar. „Ef áhættan sem Bretar taka borgar sig getur Ísrael hagað sér á svipaðan hátt,“ sagði Ran Balicer, leiðtogi sérfræðingaráðs sem veitir ísraelska heilbrigðisráðuneytinu ráðgjöf. „Ef ekki mun landið þó hafa verkfærin sem þarf til að það spjari sig.“ n Flestar alvarlegar sýkingar hjá bólusettu eldra fólki Meirihluti fullorðinna Ísraela er bólusettur, sem kann að skekkja nokkuð hlutföll bólusettra sem nú greinast með alvarlegt Covid-smit. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ef áhættan sem Bretar taka borgar sig getur Ísrael hagað sér á svipaðan hátt. Ef ekki mun landið þó hafa verkfærin sem þarf til að það spjari sig. Ran Balicer, leiðtogi sérfræðinga- ráðs hjá heilbrigðisráðuneyti Ísraels. SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS LOKADAGAR ÚTSÖLU ENN MEIRI VERÐLÆKKUN N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið kristinnpall@frettabladid.is UNGVERJALAND Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, hefur tilkynnt að umdeild löggjöf ríkis- stjórnar hans, þar sem aðför er gerð að réttindum hinsegin fólks, fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Óvíst er hvenær þjóðaratkvæða- greiðslan fer fram en á dögunum hótaði framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins refsingum gagnvart ríkisstjórn Ungverjalands ef lögin yrðu tekin í gildi. Í lögunum eru ákvæði um að bannað sé að sýna fólki undir átján ára aldri efni sem gæti talist ýta undir samkynhneigð eða kynleið- réttingu. Því var bætt við lagasetn- ingu um barnaníð. Fyrir vikið hefur lagasetningin mætt harðri gagnrýni víðs vegar um Evrópu. n Umdeild lög í þjóðaratkvæðagreiðslu Viktor Orban, forsætisráð- herra Ungverja- lands. svava@frettabladid.is SAMFÉLAG Ester Ingvarsdóttir sál- fræðingur segir mikilvægt að ræða við börn sín af yfirvegun og forð- ast ekki umræðuefnið eða beita hræðsluáróðri ef barn upplifir að átrúnaðargoð hafi brugðist ímynd- inni sem það hafði. Best er að halda sig við staðreyndir og muna að við höfum ekki svör við öllu. Að sögn Esterar eiga börn það til að hetjugera einstaklinga og það getur kallað fram ýmsar tilfinn- ingar, þar á meðal sorg, ef börnum finnst hetjan þeirra á einhvern hátt hafa brugðist. Börn geta fengið mis- vísandi upplýsingar og átt erfitt með að vita hverju þau geta treyst þegar svona umræða fer í gang. „Við þurf- um að passa okkur hvað við segjum og halda ró okkar,“ segir Ester. Farsælast sé að foreldrar nálgist umræðuna á hlutlausan hátt og byrji á því að spyrja börnin opinna spurninga til að komast að því hvað þau vita nú þegar og miða fram- haldið svolítið út frá því og þroska barnsins. „Börnin vita oft mun meira en foreldrarnir gera sér grein fyrir og við þurfum að leyfa þeim að líða eins og þeim líður, en sýna að við erum til staðar.“ „Hetjur barna birtast í lífi okkar í ýmsum myndum,“ segir Viðar Hall- dórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar segir að útskýra þurfi fyrir börnum að þær séu ekki heilagar heldur séu þær venjulegt fólk með gríðarlega hæfileika á afmörkuðu sviði eða þráhyggju en eigi einnig við sín vandamál, kvíða eða óöryggi að etja líkt og aðrir. „Þetta er bara ákveðið yfirborð sem er búið til fyrir okkur,“ segir Viðar sem kveður börnin geta dregið mikilvægan lærdóm af umræðunni, ekki síst þau sem skorti sjálfstraust. Enginn sé fullkominn, ekki heldur þau sem hafa staðið sig vel og náð árangri. n Hetjur eiga líka við vanda að stríða Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Ester Ingvars- dóttir, sálfræð- ingur. 6 Fréttir 22. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.