Fréttablaðið - 22.07.2021, Page 10
Mann-
kynið
getur ekki
lengur litið
undan og
látið eins
og ekkert
sé meðan
náttúran
gerir upp-
reisn.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Tæki-
færin til að
minnka
losun kol-
díoxíðs
eru mörg
í endur-
heimt
votlendis
og mikið
hefur verið
rætt um
þann þátt
hennar.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Það var átakanlegt að hlusta á þýska konu segja með tárin í augunum við fréttamann á hamfarasvæði í Þýskalandi: „Maður á ekki von á að fólk deyi í f lóðum í Þýskalandi, það gerist í fátækum löndum. Ekki hér.“
„Ekki hér!“ höfum við Vesturlandabúar lengi sagt,
enda talið okkur örugg í umhverfi sem við teljum
nærri útilokað að muni snúast gegn okkur. Nú erum
við enn einu sinni minnt á að öryggið er ekki svo
mikið.
Á íhaldssamri en um leið afar hressilegri breskri
sjónvarpsstöð var nýlega verið að ræða hamfara-
f lóðin á meginlandi Evrópu. Einn álitsgjafanna sá
ástæðu til að taka fram að ekki væri sannað að f lóðin
stöfuðu af loftslagsbreytingum. Hann vildi þó greini-
lega ekki vera f lokkaður sem algjör afneitunarsinni
og bætti við að það gæti svo sem vel verið að lofts-
lagsbreytingum af mannavöldum væri um að kenna.
Þetta var greinilega harðlínu íhaldsmaður, af þeirri
tegund sem fyrir einhverjum árum hefði alfarið
hafnað kenningu um loftslagsbreytingar af manna-
völdum. Nú virðist hann vera kominn nokkuð á veg
með að endurskoða fyrri afstöðu. Hann er ekki einn
um það. Mannkynið getur ekki lengur litið undan og
látið eins og ekkert sé meðan náttúran gerir upp-
reisn.
Það líður vart sá dagur að ekki berist fréttir af
veðurhamförum. Hitamet eru slegin og gróðureldar
geisa með eignatjóni og mannfalli. Í Las Vegas var
hitinn svo mikill að vatn sem sprautað var á skógar-
elda gufaði upp áður en það komst að þeim. Flóðin
á meginlandi Evrópu hafa kostað nokkur hundruð
manns lífið og eignatjón er gríðarlegt.
Áhrifafólk í þýskum stjórnmálum, þar á meðal
Angela Merkel, segir að efla verði baráttuna gegn
loftslagsáhrifum og þjóðarleiðtogar víða um heim
taka undir. Hversu oft höfum við ekki heyrt svipuð
orð sögð? Stundum er sagt að orð séu til alls fyrst, en
ef litlar sem engar aðgerðir fylgja þeim þá breytist
nákvæmlega ekki neitt. Það getur vissulega verið gott
að funda til að vekja athygli á loftslagsógninni og fá
sem flesta til að ganga til liðs við málstaðinn, en lyk-
ilatriðið er að gripið sé til aðgerða. Ekki aðgerða sem
felast í því að gera áætlun um hvað gera skuli eftir
tíu ár, tuttugu ár eða þrjátíu ár. Við þurfum aðgerðir
núna. Af einhverjum ástæðum virðist það ekki hægt.
Kannski erum við búin að koma okkur upp svo
f lóknum kerfum og lífsmynstri að ómögulegt þykir
að stokka það upp. Hugsanlega myndi slík upp-
stokkun valda stórkompaníum miklum fjárhags-
skaða – og það á víst að vera óbærileg tilhugsun.
Þvermóðska ríkja eins og Kína og Brasilíu setur síðan
strik í reikninginn. Þess vegna eru einungis stigin
hænuskref á hverju ári í baráttunni gegn loftslags-
breytingum. Allt of margir freistast síðan til að
hugsa: „Ég hef það alveg ágætt, þetta loftslagsdæmi
allt er mál seinni kynslóða. Ég nenni ekki breyta
neinu hjá mér, það tekur því heldur ekki úr þessu.
Þetta er ekki mitt mál.“
Þegar kemur að loftslagsbreytingum og aðgerðum
gegn þeim þá verður sú hugsun æ áleitnari að mann-
kynið sé einfaldlega fallið á tíma. n
Ekki hér
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Um áramótin hófst Áratugur endurheimtar vistkerfa
undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Hér á Íslandi
er verkefnið leitt af Landgræðslunni en endurheimt
vistkerfa snýst um að stuðla að því að röskuð vistkerfi
nái aftur fullri virkni samhliða því að vernda óröskuð
vistkerfi.
Öll endurheimt votlendis á vegum Votlendis-
sjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna
sem mælir og metur verkefnin fyrir og eftir fram-
kvæmd. Landgræðslan vinnur matið út frá viður-
kenndum stöðlum IPCC, milliríkjanefndar Sam-
einuðu þjóðanna, um loftslagsmál. Þannig eru
verkefni sjóðsins unnin með hliðsjón af alþjóðlegum
viðmiðum. Landgræðslan færir svo öll endurheimtar-
verkefni Votlendissjóðs í landsbókhald.
Tækifærin til að minnka losun koldíoxíðs eru mörg
í endurheimt votlendis og mikið hefur verið rætt um
þann þátt hennar. En það má ekki horfa fram hjá því
að með endurheimt votlendis eykst náttúrulegur
fjölbreytileiki og fuglum og fiskum fjölgar á endur-
heimtum svæðum. Öflugri vistkerfum fylgir meiri líf-
fræðileg fjölbreytni, frjórri jarðvegur, meiri uppskera,
aukin kolefnisbinding og meiri kolefnisforði.
Það eru einkum þessir þættir sem lögð er áhersla á
nú á áratugi endurheimtar vistkerfa en auk þess getur
endurheimt votlendis stuðlað að betri vatnsbúskap og
eflt fiskgengd í ám og vötnum.
Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun
hafs og vatna, hefur skoðað áhrif endurheimtar vot-
lendis á vatnsbúskap veiðiáa. Í erindi sem hann flutti
á málstofu á vegum sjóðsins haustið 2019 kom það
meðal annars fram að veruleg miðlun yfirborðsvatns
væri frá votlendi í ár og vötn og það bætti lífsskilyrði
vistkerfanna á svæðunum.
Áratugur endurheimtar vistkerfa er mikilvægur
vettvangur til að efla umræðu um gildi hennar fyrir
líffræðilegan fjölbreytileika. Votlendissjóðurinn
leitar að áhugasömum landeigendum til samstarfs
um endurheimt á votlendi. Endurheimt stöðvar losun
gróðurhúsalofttegunda, eflir líffræðilega fjölbreytni,
fuglalíf og styrkir vatnsbúskap í veiðiám. n
Áratugur endurheimtar
Einar Bárðarson
framkvæmda-
stjóri Votlendis-
sjóðs.
toti@frettabladid.is
Rauður vilji
Blikur eru á lofti í Covid-málum
og útlitið virðist orðið svo dökkt
að alþýðufræðarinn í veiru-
málum, Björn Ingi á Viljanum,
hjó aftur í sama knérunn á
Facebook í gær og blés nánast
af allar fyrirhugaðar fjöldasam-
komur. „Miðað við smittíðnina
undanfarið sem er í veldisvexti
og tengist ekki síst næturlífinu,
held ég að flestir geri sér grein
fyrir því að óbreytt skemmtana-
hald á skipulögðum hátíðum
um verslunarmannahelgina
sé afar óskynsamlegt,“ skrifaði
Björn Ingi og bætti við að sótt-
varnayfirvöld geti ekki annað en
brugðist við til þess að reyna að
koma í veg fyrir að landið verði
rautt.
Waage-vöxtur
Sveinn Waage, leiðbeinandi við
HR og fyrrum fyndnasti maður
Íslands, er sannur Eyjamaður
og bregður sér hvorki við sár né
bana. Vart var búið að upplýsa
að hann yrði kynnir Þjóðhátíðar
þegar Björn Ingi byrjaði að vara
við fjöldagleði. Sveinn setur þá
tvísýnu stöðu sem upp er komin
hins vegar í persónulegt og létt
samhengi með vísan til þess að
óhöppin hafi elt hann og fjöl-
skyldu undanfarið. Á Akureyri
fylgdi þeim aurskriða og í kjöl-
farið kviknaði í Álsey. „Waage
ráðinn sem kynnir á Þjóðhátíð =
Veldisvöxtur í Covid!?“ n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. júlí 2021 FIMMTUDAGUR