Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 22. júlí 2021 Soffía Dögg er þekkt fyrir að klæðast fallegum blómakjólum. Henni finnst engin ástæða til að hafa kjóla til spari heldur um að gera að nota þá dagsdaglega. MYNDIR/KRISTÍN VALDIMARSDÓTTIR Þekkt fyrir blómakjóla Soffía Dögg Garðarsdóttir klæðist kjólum allt árið um kring og blómakjólar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hún segist vera svakalegur krummi inn við beinið því hún gleðst yfir öllu sem glitrar og á erfitt með að standast fagurt skart og fallega fylgihluti. 2 Rapparinn Kanye West gefur út nýja plötu á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY oddurfreyr@frettabladid.is Bandaríski rapparinn Kanye West gefur út tíundu breiðskífu sína, sem nefnist Donda, næsta föstudag. Þetta var tilkynnt í sjónvarpsauglýsingu á þriðjudags- kvöld. Platan heitir eftir látinni móður rapparans og átti upprunalega að koma út á síðasta ári. Hlauparinn Sha’Carri Richardson lék í sjón- varpsauglýsingunni, sem var sýnd í útsendingu frá leik í NBA-deild- inni, og í bakgrunni mátti heyra nýtt lag af plötunni sem heitir No Child Left Behind. Hlustunarpartí á fimmtudag Í auglýsingunni er tilkynnt að það verði hlustunarpartí fyrir plötuna á fimmtudagskvöld á Mercedes Benz-leikvangnum í Atlanta, sem verður streymt um allan heim í gegnum Apple Music. Eftir að auglýsingin var sýnd birti útgáfufyrirtæki West, Def Jam, færslu á Twitter þar sem það var staðfest að platan kæmi út á föstudaginn. Sögusagnir um útgáfu plötunnar fóru á kreik í síðustu viku eftir að West sást í hljóðveri með rapparanum Tyler, the Creator. Platan fylgir í kjölfar gospel-plötunnar Jesus Is King, sem kom út árið 2019. n Ný plata frá Kanye á föstudag KOMIN AFTUR! Góður liðsfélagi í dagsins önn Heilsan er dýrmætust www.eylif.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.