Fréttablaðið - 22.07.2021, Page 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@
frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Soffía Dögg er mörgum að góðu
kunn fyrir sjónvarpsþættina
Skreytum hús á Stöð 2, þar sem
hún fegrar og frískar upp á hin
ýmsu heimili. Hún heldur úti sam-
nefndri vefsíðu, Facebook-hópi og
Insta gram-reikningi þar sem hún
gefur góð ráð og hugmyndir að fal-
legri híbýlum, án þess að það kosti
hálfan handlegg. Soffía hefur vakið
athygli fyrir smekklegan klæðnað,
enda hefur hún mikinn áhuga á
tísku.
„Stíllinn minn einkennist fyrst
og fremst af blómakjólum, þeir
eru mitt aðalsmerki. Mér finnst
líka geggjað að vera stundum í
gallabuxum við kjól og dressa
hann aðeins niður. Satt að segja er
ég með endalaust kjólablæti, sem
ekki sér fyrir endann á. Ég er eins
og prinsessan sem átti 365 kjóla,
nema ég hlæ bara að henni að láta
það duga,“ segir hún með bros á
vör.
Þægindin í fyrirrúmi
Soffía kýs helst að klæðast
þægilegum fötum og nennir ekki
að vera í gallabuxum sem henni
finnst þröngar og stífar. „En ef
þær eru góðar þá elska ég að vera
í þeim. Ég er líka mjög hlynnt því
að nota fötin mín og „trúi ekki“ á
sparikjóla. Þegar ég er í vinnunni
verða blómakjólar oft fyrir valinu,
en þegar ég sit fyrir framan
tölvuna, sem er þá iðulega seint á
kvöldin, er ég gjarnan í kósíbuxum
og peysu,“ segir Soffía, sem kaupir
sér oft föt fyrir sérstök tilefni.
„En þegar því tilefni er lokið þá
fer flíkin yfirleitt bara í almenna
notkun. Lífið er of stutt til þess að
nota ekki fötin sín og njóta þess
bara.“
Soffía brosir þegar hún er
spurð hvort hún eyði miklum
peningum í föt á mánuði. „Ég
áskil mér rétt til þess að svara
ekki þessari spurningu til þess að
vernda hjónabandið,“ svarar hún
glettnislega.
Eins og krummi
Soffía á sér ekki neinn sérstakan
uppáhaldshönnuð og er almennt
opin fyrir því sem henni þykir
Soffía Dögg
klæðist gjarnan
þægilegum
gallabuxum
við hina ýmsu
kjóla. Með henni
á myndinni er
hundurinn Moli.
MYNDIR/KRISTÍN
VALDIMARSDÓTTIR
Soffía Dögg segist vera með endalaust kjólablæti, sem ekki sér fyrir endann
á. „Ég er eins og prinsessan sem átti 365 kjóla,“ segir hún.
„Ég á mikið af skarti, til dæmis undurfagra skartinu
hennar Lovísu, hjá ByLovisa.is. Svo eru flott stígvél, belti
og töskur alveg þarna líka á listanum,“ segir Soffía Dögg.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa
@frettabladid.is
Hraðaspurningar
Blúnda eða leður?
Blúnda. Hef bara ekki hitt
blúndu sem mér líkar ekki
við.
Gull eða silfur?
Gull og nóg af því, festar og
armbönd.
Háir hælar eða flatbotna
skór?
Hvað eru flatbotna skór?
Þröngt eða vítt snið?
Þröngt að ofan sem víkkar út.
Gloss eða varalitur?
Gloss, svona almennt, helst
Sensai-glossin.
fallegt, óháð hönnuði eða
tískumerki. „En ég er nokkuð
viss um að Habanera-kjólarnir
hennar Andreu í Hafnarfirðinum
séu þannig að þær sem fari í þá fíli
sig eins og skvísur og það kann ég
svo sannarlega að meta. Í gegnum
árin hef ég verslað mikið í Vila og
Vero Moda. Cocos í Grafarholti
er dásamleg og einnig Motivo
á Selfossi. Brá verslun er með
ofsalega fallega kjóla. Svo kíki ég
alltaf rúntinn í Smáralindinni og
sér hvað er til.“
Fylgihlutir eru henni að skapi,
enda segist Soffía bókstaflega elska
bling og skartgripi. „Inni í mér býr
svakalegur krummi og ef eitthvað
glitrar þá er ég kát. Ég á mikið
af skarti, til dæmis undurfagra
skartinu hennar Lovísu, hjá
ByLovisa.is. Svo eru flott stígvél,
belti og töskur alveg þarna líka á
listanum,“ segir hún.
Brúðarkjól breytt í
fermingarkjól
Þegar Soffía er spurð hvort hún eigi
flík sem hún hafi ekki getað látið
frá sér því hún tengist minningum
kemur í ljós að svo er. „Já, þær eru
nokkrar. Ég er með brúðarkjólinn
minn í kassa úti í bílskúr og kem
seint til með að geta látið hann frá
Ég er með
brúðar-
kjólinn
minn í
kassa úti í
bílskúr og
kem seint
með að
geta látið
hann frá
mér.
mér. Það getur stundum komið
sér vel að geyma föt, sem eiga
sér sögu. Sem dæmi geymdi ég
brúðarkjólinn hennar mömmu
minnar og dóttir mín fermdist í
honum í fyrra, næstum sextíu ára
gömlum kjól. Svo á ég ómerkilegri
hluti sem ég geymi og tek stundum
upp og fæ hláturskast, eins og
gallapilsið sem ég notaði og er svo
stutt að ég myndi eflaust nota það
sem belti í dag.“
Flestöll föt sem Soffía er hætt að
nota ganga í endurnýjun lífdaga.
„Ég byrja á að bjóða fötin á línuna
dóttir-frænkur-vinkonur. Eftir
það fara fötin beint í Konukot,
Rauða krossinn eða á einhverja
staði þar sem þau nýtist áfram.
Eins er sniðugt að hafa í huga að
Konukot og fleiri staðir taka líka
við snyrtivörum og öðru slíku,“
segir Soffía. n
2 kynningarblað A L LT 22. júlí 2021 FIMMTUDAGUR