Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s 1 2 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 . J Ú L Í 2 0 2 1 Karrýgangi! Krydd sem fá bragðlaukana til að dansa! Koma böndum á fasteignaverð Við erum að setja girðingu til þess að koma í veg fyrir ástand þar sem fasteignakaup- endur gera ráð fyrir að markaðurinn búi til eigið fé úr engu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri segir hækkun fasteignaverðs í sam- ræmi við efnahagsaðstæður en lækkun á hámarki veð- setningarhlutfalls sé nauð- synlegt til að afstýra bólu- myndun. thorsteinn@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri segir að lækkun á veð- setningarhlutfalli fasteignalána sé forvarnaraðgerð, sem ætlað sé að koma í veg fyrir bólumyndun þar sem kaupendur gera ráð fyrir að fasteignamarkaðurinn búi til eigið fé úr engu. „Fasteignaverð hefur hækkað töluvert en það má segja að hækk- unin sé í samræmi við þær aðstæður sem eru til staðar. Ráðstöfunar- tekjur heimilanna hafa hækkað í kófinu, eiginfjárstaða þeirra er góð og vextir eru mun lægri en áður hefur verið. Við erum að setja tak- markanir til þess að hækkunarfas- inn verði ekki að bólu,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd tók ákvörðun um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteigna- lána til neytenda úr 85 prósentum í 80 prósent. Hámarkshlutfall fyrir fyrstu kaupendur verður hins vegar óbreytt í 90 prósentum. „Lækkun veðsetningarhlutfalls- ins er ekki hamlandi eins og staðan er í dag, enda viljum við ekki hindra eðlileg viðskipti á fasteignamarkað- inum. Þetta er forvarnaraðgerð,“ segir Ásgeir og bendir á að aðgerð sem þessi hefði getað komið í veg fyrir fasteignabóluna sem var blásin út eftir árið 2003. Mikilvægt sé að grípa til aðgerða áður en það er um seinan. „Við erum að setja girðingu til þess að koma í veg fyrir ástand þar sem fasteignakaupendur gera ráð fyrir að markaðurinn búi til eigið fé úr engu. Það er mikilvægt að fasteignamarkaðurinn þjóni fyrst og fremst almenningi, en ekki spá- kaupmönnum.“ Þá segir Ásgeir ljóst að stefna Reykjavíkurborgar í skipulags- málum hafi stuðlað að hækkun fasteignaverðs. „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkur- borgar, að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fast- eignaverð í allri borginni. En vita- skuld er nægjanlegt rými fyrir nýtt húsnæði til staðar á þéttingarreit- um innan borgarinnar – það bara tekur lengri tíma að koma þeim í gagnið. Við gætum horft fram á eitt eða tvö ár þar sem heldur hægir á framboði af nýjum eignum,“ segir Ásgeir. – SJÁ SÍÐU 8 N1-mótið á Akureyri hófst með pompi og prakt í gær og stendur þar til á laugardaginn. Metþátttaka er á mótinu í ár og þátttakendurnir orðnir 2.144, en liðin 216. Margir verðandi atvinnumenn og landsliðsmenn koma til með að taka sín fyrstu skref á mótinu. Eins og sjá má gefa tilþrif strákanna fyrir norðan þeim köppum sem nú spila á Parken og Wembley ekkert eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN thorarinn@frettabladid.is SAMFÉLAG Lafði Díana, prinsessa fólksins, væri sextug í dag hefði hún lifað. „Hún skilur gífurlega arfleifð eftir sig og þótt hún hafi nú ekki verið lengi í konungsfjölskyldunni þá hafði hún alveg rosalega mikil áhrif “ segir Guðný Ósk Laxdal, sem fjallaði um nútímavæðingu konungsfjölskyldunnar í BA-ritgerð sinni 2016. Fréttablaðið minnist ævi og áhrifa Díönu á síðu 22 í dag. ■ Díana sextug Diana prins- essa þótti ekki aðeins fögur og hjartahlý heldur róttæk í stjorn- málaskoðunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.