Fréttablaðið - 01.07.2021, Page 12

Fréttablaðið - 01.07.2021, Page 12
12 Íþróttir 1. júlí 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. júlí 2021 FIMMTUDAGUR kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Streymisþjónustan DAZN og YouTube komust að samkomu- lagi við UEFA um kaupin á sýning- arrétti frá Meistaradeild kvenna til næstu fjögurra ára. Um er að ræða einn stærsta útsendingarsamning í sögu kvennaboltans og verður hægt að sjá alla leiki í beinni eftir að riðlakeppnin hefst. Fyrstu tvö árin verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum, 61, í beinni á YouTube frítt, en seinni tvö ár samningsins verða nítján leikir í opinni dagskrá. Meistaradeildin fer fram með breyttu sniði í kvennaflokki þetta árið. Í undankeppninni er keppst um að komast í sextán liða riðla- keppni, þar sem átta lið fara áfram í útsláttarkeppni. Dregið verður í fyrsta stig undankeppninnar á morgun og eru tvö íslensk lið í pott- inum, Valur og Breiðablik, ásamt fjórum liðum með Íslendingum innanborðs. Á seinna stigi undan- keppninnar koma inn þrjú Íslend- ingalið til viðbótar og er Bayern München með Karólínu Leu Vil- hjálmsdóttur innanborðs búið að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Gylfi Sigurðsson, umboðsmaður hjá Total Football sem er með fjöl- margar íslenskar landsliðskonur á sínum vegum, þar af nokkrar sem koma til með að gera atlögu að sæti í Meistaradeild Evrópu, tekur undir að þetta sé hluti af jákvæðri þróun kvennaknattspyrnunnar undanfarin ár. „Það var áður búið að samþykkja að auka fjármagnið í tengslum við keppnina. Sú breyt- ing telur verulega fyrir félögin og þetta er jákvæð þróun í framhaldi af því. Með þessu eykst sýnileiki á leikjum liðanna, um leið og liðin eiga auðveldara með að leita á nýja markaði eftir leikmönnum. Um leið er fagnaðarerindi að þetta auð- veldar aðgengi almennings að leikj- unum,“ segir Gylfi, aðspurður hvaða þýðingu þessi samningur hefur. n Meistaradeildin verður sýnilegri Sara Björk vann Meistaradeildina fyrst íslenskra kvenna í fyrra. Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is 3 sinnum hafði leikmaður fengið rautt spjald í framlengingu, þegar Svíinn Marcus Danielson var rekinn í snemm- búið bað fyrir fólskubrot gegn Úkraínu. Sá næstsíðasti sem fékk rauða spjaldið var Nuno Gomes, leikmaður Portúgals árið 2000. 1966 var síðast þegar Eng- land hélt hreinu í fyrstu fjórum leikjum á stór- móti. Þá unnu þeir HM á heimavelli. 67 ár eru síðan Sviss fór í átta liða úrslit. Síðast þegar það gerðist var árið 1954 þegar Svisslendingar voru á heimavelli. 8 mörk í leik Króatíu og Spánar, er annar marka- hæsti leikur EM frá upp- hafi. Aðeins viðureign Frakklands og Júgóslavíu árið 1960 var með fleiri mörk eða níu talsins, í 5-4 sigri Júgóslava. 49 metrar voru í mark Spánar þegar Pedri gaf til baka á Unai Simon sem gerir það að fyrsta sjálfs- marki í sögu keppninnar fyrir utan teig. 9 sjálfsmörk hafa verið skoruð á EM, sem er meira en á öllum öðrum EM til samans. Merih Demiral, Mats Hum- mels, Ruben Dias, Rap- hael Guerreiro, Wojciech Szczęsny, Lukas Hra- decky, Martin Dubravka og Juraj Kucka höfðu einnig skorað sjálfsmörk. 120:37 mældist tíminn á marki Artem Dov- byk. Aðeins Semih Senturk hefur skorað síðar á EM, þegar hann skoraði árið 2008 á 121. mínútu. 25 ár og 12 dagar liðu á milli marka feðganna Enrico og Federico Chiesa á EM. Federico skoraði gegn Austurríki og Enrico gegn Tékkum 1996. 115 mínútur af 360 hefur Jack Grealish spilað fyrir England, en hann er samt stoðsendinga- hæstur og hefur unnið flestar aukaspyrnur fyrir liðið á mótinu. Aðeins átta lið eru eftir á EM í fótbolta. Stóru þjóðirnar eru dottnar út og leið Englendinga greið í úrslitaleikinn, samkvæmt veðbönkum. Þó fótbolti sé ekki tölfræðiíþrótt er hægt að fletta upp alls konar tölfræði um mótið og 16 liða úrslitin, en þeim lauk með frábærum leik Úkraínumanna og Svía. Sturlaðar staðreyndir um 16 liða úrslitin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.