Fréttablaðið - 01.07.2021, Side 14
Lögn frá sjó þyrfti að
leggja vestan garðs, þann-
ig að trukkar með dælur
gætu keyrt eftir garðinum
og tengst við lögnina, ef
dæla þyrfti á hraunið.
1992 Aðskilnaður er gerður á milli dómsvalds og um-
boðsvalds sýslumanna á Íslandi.
1996 Ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
taka gildi á Íslandi. Þau fela meðal annars í sér af-
nám æviráðningar opinberra starfsmanna.
1997 Ný lögreglulög taka gildi á Íslandi og embætti Ríkis-
lögreglustjóra er búið til.
2000 Eyrarsundsbrúin milli Danmerkur og Svíþjóðar er
opnuð.
2000 Kristnihátíðin er sett á Þingvöllum. Færri mæta þar
en búist hafði verið við.
2001 Strætó bs. er stofnað með sameiningu Strætis-
vagna Reykjavíkur og Almenningsvagna.
2003 Íslenskar orkurannsóknir taka til starfa.
2005 Samkeppniseftirlitið tekur við hlutverki Sam-
keppnisstofnunar á Íslandi.
2008 Hitaveitu Suðurnesja er skipt upp í HS Orku og HS
Veitur.
2008 Tækniskólinn er stofn-
aður í Reykjavík með
sameiningu Fjöltækni-
skólans og Iðnskólans í
Reykjavík.
2008 Kennaraháskóli Íslands
verður Menntavísinda-
svið Háskóla Íslands.
2013 Samgöngustofa tekur
formlega til starfa.
Merkisatburðir
Bróðir minn og frændi okkar,
Axel Thorarensen
Lindasíðu 47, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 20. júní.
Útför hans fór fram 30. júní í kyrrþey, að ósk hins látna.
Helga Katrín Thorarensen
Kai Þórður Thorarensen
Sara Dögg Thorarensen
Linde Marie Thorarensen
Róbert Heiðar Thorarensen
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ólafur Kristinn
Hermannsson
Marteinslaug 7, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans 23. júní.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ragnheiður Bryndís Brynjólfsdóttir
Brynja Guðbjörg Harðardóttir Daði Kristjánsson
Ólöf Ragnhildur Ólafsdóttir Kári Arnórsson
Jóna Margrét Ólafsdóttir Hjalti Björnsson
Bjarney Herdís Ólafsdóttir Daníel Thor Helgason
Hermann Jónatan Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Kær bróðir okkar og frændi,
Sigurður Valgeirsson Þormar
Furugrund 34, Kópavogi,
varð bráðkvaddur 27. júní sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 7. júlí, kl. 15.00.
Sigmar Þormar Alfa Kristjánsdóttir
Anna Þormar Auðunn Guðmundsson
Pétur Þormar
frændsystkini
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Steinunn Helgadóttir
Þverási 20, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, þann
18. júní síðastliðinn. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni, 1. júlí kl. 13.
Anna Ingvarsdóttir Arnór Stefánsson
Gunnbjörn Þór Ingvarsson
Steinunn Arnórsdóttir Hjörtur Logi Dungal
Pétur Arnórsson Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Ingi Steinn Arnórsson Sólveig Sigurðardóttir
og barnabarnabörn.
Elskuleg frænka okkar,
Kristín Guðmundsdóttir
áður til heimilis að
Hörðalandi 14,
lést laugardaginn 19. júní sl. á Höfða,
hjúkrunar- og dvalarheimili.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Þökkum auðsýndan hlýhug og vináttu.
Sérstakar þakkir fá þeir sem komu að umönnun hennar
síðustu mánuði.
Sigurbjörg Ragnarsdóttir
Bryndís Ragnarsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þórgunnur Þórarinsdóttir
Kristnibraut 8,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi
24. júní. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 15.
Róbert Árnason
Gerður Róbertsdóttir Óðinn Jónsson
Þóra Björk Róbertsdóttir
Róbert Róbertsson
Bryndís, Hrefna, Elvar Snær, Hjörtur Ingi, Haukur Erik
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Stefanía Guðrún
Andrésdóttir
lést á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Hólmavík, 19. júní.
Útför fer fram í Hólmavíkurkirkju
laugardaginn 3. júlí kl. 14. Athöfn verður streymt á
facebook-síðu Hrannar Jónsdóttur.
Jón Loftsson
Hrönn Jónsdóttir Halldór Sigurjónsson
Andrés Jónsson Ester Kristinsdóttir
Haraldur V. A. Jónsson Hrafnhildur
Guðbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Höskuldur Erlendsson
húsgagnasmíðameistari
og tollvörður,
andaðist 17. júní á
Landspítalanum við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, föstudaginn 2. júlí
kl. 11.
Ásta Kröyer
Hilmar Höskuldsson Ástrós Guðlaugsdóttir
Erlendur Höskuldsson Sunneva Svavarsdóttir
Ásta Rún
Jón Ingi
Svavar
Hrafnhildur Fjóla
Sigurður
fylgist vel með
Reykjanesi og
ígrundaði varnir
mannvirkja, ári
fyrir gos.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ÓTTAR GEIRSSON
Ári áður en eldgosið hófst við
Fagradalsfjall í mars, birti Sigurð
ur Oddsson verkfræðingur grein
í Bændablaðinu um viðbragðs
aðgerðir vegna goss á Reykjanes
skaga, líkt og hann sæi það fyrir.
gun@frettabladid.is
„Jarðskjálftahrinur í upphafi síðasta
árs á Reykjanesi og fjögurra sentimetra
landris við fjallið Þorbjörn, fóru ekki
framhjá mér. Jarðvísindamenn voru
sammála um að tími væri kominn á
gos, sem gæti komið hvar sem væri, en
líklegast norðan Grindavíkur,“ segir Sig
urður Oddsson, verkfræðingur og sver af
sér alla spádómsgáfu, þó hann hafi strax
í febrúar 2020 ritað grein í Bændablaðið
með yfirskriftinni: Björgum Grindavík.
„Mér varð hugsað til eldgossins á
Heimaey 1973 sem kom fyrirvaralaust
– og í framhaldinu til dælingar sjávar á
hraunið. Sú framkvæmd skipti sköpum
í að verja mannvirki í Eyjum, meðal
annars höfnina, því hraunið storknaði
og myndaði vegg. Ég sá fyrir mér að hægt
væri að byggja á þessari reynslu ef hætta
steðjaði að Grindavík og beina hugsan
legum hraunstraumi frá henni, eins og
niðurlag greinarinnar í Bændablaðinu
lýsir:
„Garður gæti komið norðan og ofan
við Grindavík með stefnu suðaustur til
sjávar. Ofan á garðinum þyrfti að vera
akvegur fyrir trukka. Þá væri hægt að
dæla sjó niður á fljótandi hraunið. Jarð
vegi austan garðsins væri einfaldlega ýtt
upp í hann. Í leiðinni lækkar yfirborðið
austan garðsins og myndar farveg fyrir
hraunrennsli til sjávar. Það gæti borgað
sig fyrir tryggingafélög og sjóði sem
bæta náttúruhamfarir að láta hanna
svona varnargarð og fjármagna bygg
ingu hans.“
Síðustu mánuði hefur Sigurði, að
eigin sögn, oft verið hugsað til fyrir
lesturs frá námsárunum fyrir 60 árum,
um stíf lur. „Prófessorinn sagði: „Þið
getið slökkt eld en ekki stíflað á. Stíflan
fyllist og skemmist nema yfirfall sé sem
leiðir vatn úr henni, eða framhjá í farveg
neðan við hana.“ Nú voru byggðir stíflu
garðar til að reyna að hindra hraun
flæðið á Reykjanesi. Staðan er þannig
að hraunið hefur myndað náttúrulegt
yfirfall og stefnir til sjávar, sem lengi
tekur við þó dalirnir fyllist. Á sama tíma
hefur verið sett fram hugmynd um brú
yfir, eða jafnvel undir, hraunána. Hver
vill keyra fyrstur undir eða yfir?“
Sigurður telur fjármunum betur varið
í að dýpka farveg fyrir hraunrennslið
til suðurs og ýta upp traustum leiði
garði í þá stefnu. „Lögn frá sjó þyrfti að
leggja vestan garðs, þannig að trukkar
með dælur gætu keyrt eftir garðinum
og tengst við lögnina, ef dæla þyrfti á
hraunið. Storknað hraun styrkir garða,“
bendir hann á og bætir við: „Einhvern
tíma hættir hraunrennslið, þá er hægt
að tengja Suðurstrandarveg aftur,
enda hefur vegur verið lagður gegnum
hraun víða á Íslandi.“ n
Storknað hraun styrkir garða
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 1. júlí 2021 FIMMTUDAGUR