Fréttablaðið - 29.06.2021, Side 15

Fréttablaðið - 29.06.2021, Side 15
Við erum með mikið lóðafram- boð og uppbygging hefur verið mikil í sveitarfélaginu. Mest er byggt af rað- og parhúsum. Ungt fjöl- skyldufólk hefur verið að sækja hingað því fasteignaverð er mun lægra en á höfuðborg- arsvæðinu. Í júní 2018 sameinuðust Garður og Sandgerði í eitt sveitarfélag undir nafninu Suðurnesjabær. Magnús Stefánsson bæjarstjóri segir öfluga uppbyggingu hafa verið síðan og mikil eftir- spurn eftir húsnæði. Magnús segir að margt sé að sækja í Suðurnesjabæ. „Hér er falleg náttúra umvafin ströndinni og allt til alls fyrir fjölskyldufólk. Mjög gott er að vera með börn hér enda stutt í alla þjónustu sem er í göngufæri. Umferðin er því lítil og Suðurnesjabær streitulaust umhverfi,“ segir hann. Magnús, sem er uppalinn á Snæfellsnesi og kannski þekktastur fyrir að syngja lagið Traustur vinur með Upplyftingu, segir að það sé gott að búa á þessum slóðum og hann er alls ekki hættur að syngja. „Maður hættir því aldrei. Hins vegar hefur Upplyfting ekki verið að spila mikið frekar en aðrir á Covid-tímum. En, við sendum frá okkur nýja plötu fyrir ári síðan og ekki ólíklegt að við tökum upp þráðinn og stígum á svið núna í framhaldinu,“ upplýsir hann. Mikil uppbygging Magnús var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2018 og segir starfið mjög fjölbreytt. Áður hafði hann verið bæjarstjóri í Garði. „Hér er aldrei neinn dagur eins. Við erum með mikið lóðaframboð og uppbygging hefur verið mikil í sveitarfélaginu. Mest er byggt af rað- og parhúsum. Ungt fjöl- skyldufólk hefur verið að sækja hingað því fasteignaverð er mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Hér hefur orðið töluverð fjölgun, fólk sækir í ódýrara húsnæði. Einnig er hreyfing á fólki milli sveitarfélaganna hér á Suður- nesjum. Það er mikið verið að byggja og nú eru um eitt hundrað íbúðir á byggingarstigi. Við erum að stækka Gerðar- skóla í Garði, sem er grunnskóli og verður tilbúinn í haust. Auk þess erum við að undirbúa byggingu nýs leikskóla í Sandgerði. Það er stutt síðan leikskólinn í Garði var stækkaður. Við erum með tvennt af mörgu í sveitarfélaginu, skóla og leikskóla í báðum bæjar- kjörnum og sömuleiðis íþrótta- miðstöðvar með sundlaugum og líkamsræktaraðstöðu,“ segir Magnús en það eru rúmir 4 km á milli bæjarkjarnanna. „Hér er mikill sjávarútvegur og margir sem starfa við þá atvinnugrein. Það er landvinnsla bæði í Sand- gerði og Garði. Hér er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, Nesfiskur, og Samherji er til dæmis með vinnslu á eldisbleikju.“ Golf og ný gönguleið „Á síðasta ári tókum við í notkun göngu- og hjólastíg á milli Garðs og Sandgerðis sem hefur verið mjög mikið notaður. Hann er upplýstur og f lottur. Ekki má gleyma að það eru tveir 18 holu golfvellir hér sem margir nýta sér, annars vegar í Leirunni og hins vegar Kirkjubólsvöllur Golfklúbbs Sandgerðis.“ Magnús segir að Garðskaginn dragi alltaf fjölda ferðamanna til sín. „Það komu um 300 þúsund manns þangað á ári fyrir Covid, jafnt heimafólk sem gestir. Fyrir- hugað er að halda veglega bæjar- hátíð í ágúst en hún féll niður í fyrra. „Hátíðin er í fullum undir- búningi og við hlökkum mikið til. Þetta verður sameiginleg hátíð fyrir alla íbúa Suðurnesjabæjar. Það er margt skemmtilegt að skoða hér á svæðinu fyrir gesti. Þetta er ævintýralegt svæði með vitum og fallegri strönd, má þarf nefna Hvalsneskirkjusvæðið og Stafnes. Í Suðurnesjabæ eru alls 5 vitar og það væri skemmtilegt verkefni fyrir ferðafólk að finna þá alla. Hér eru merktar herminjar, sérstaklega í Garði þar sem voru braggabyggðir og varðskýli. Fyrsti herflugvöllurinn var sunnan við Garðskaga, en á Garðskaga er byggðasafn auk tveggja vita sem draga að sér ferðafólk. Sömuleiðis erum við með mjög spennandi safn í Þekkingarsetrinu í Sand- Íbúum fjölgar ört í Suðurnesjabæ Nýr göngu- og hjólastígur á milli Garðs og Sandgerðar er vinsæll hjá íbúum. Garðskaginn er vinsæll áningastaður ferðamanna. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Garðskaginn hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. MYNDIR/AÐSENDAR gerði þar sem skoða má uppstopp- aða sjófugla og önnur dýr en þar er í gangi sýningin Heimskautin heilla,“ segir Magnús, en tæplega 3.700 íbúar búa í Suðurnesjabæ sem er umtalsverð fjölgun frá því sveitarfélagið var sameinað. „Hér er friðsælt, öll þjónusta en samt svo stutt í allar áttir,“ segir Magnús og bendir á að Leifsstöð og f lugvöllurinn séu í landi Suður- nesjabæjar. Magnús sat á þingi í 14 ár og var félagsmálaráðherra. Hann segir að sá tími sé búinn. Hann kunni mjög vel við sig í sveitarstjórnarstörf- unum. n VELKOMIN Í SUÐURNESJABÆ Sælureitur við sæinn Suðurnesjabær tekur vel á móti þér. Náttúran er einstök, fjörurnar fallegar og sólarlagið er óvíða fegurra. Þekkingarsetur Suðurnesja skartar einstakri náttúrugripasýningu með yfir 70 uppstoppuðum dýrum og ýmsum lifandi sjávardýrum og á Byggðasafninu á Garðskaga má sjá ýmsa muni sem tengjast búskaparháttum til sjós og lands ásamt einstöku vélasafni Guðna Ingimundarsonar. Í Suðurnesjabæ eru tvær sundlaugar, tveir 18 holu golfvellir, veitingahús og gistiaðstaða sem hentar öllum. Kjörinn og óvenjulegur áfangastaður, bæði fyrir stuttar heimsóknir og lengri dvöl. Við erum á Facebook! sudurnesjabaer.is ALLT kynningarblað 3ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2021

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.