Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 2
Búast má við mestum fjölda í lok júlí og byrjun ágúst. Friðsæld í hjarta borgarinnar Fyrir þá sem vilja njóta sumarblíðunnar úti við en kjósa frekar næði og ró í stað þeirra ærsla sem búast má við á flestum útivistarsvæðum borgarinnar geta kíkt við í Hólavallakirkjugarði. Þótt starfsmenn sinni garðslætti og öðru viðhaldi og fjölmenni heimsæki garðinn daglega, er hann alltaf jafn friðsæll. Þar er líka skjólbetra en á flestum öðrum útivistarsvæðum borgarinnar. Svo er hann eins og minjasafn undir berum himni og ekkert kostar inn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Djammþyrstir Íslendingar fjölmenntu í miðbæ Reykja- víkur og skemmtu sér vel. Sprittuðu sig og það var bros á hverjum gesti – jafnvel þó það þyrfti að bíða í smástund í röð. Akureyringar glöddust einnig í blíðunni fyrir norðan. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Við áttum nóg brenni- vín og bjór en það mátti ekki tæpara standa. Ég hef ekki heyrt annað en að helgin hafi gengið vel og gleðin hafi verið mikil og gestir alveg svakalega kurteisir,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski bars, Kalda bars, Enska barsins, The Irishman Pub og Dönsku kráarinn- ar í miðbæ Reykjavíkur. Dagbók lögreglunnar telur aðeins fjögur atvik úr miðbænum á laugar- dag. Þá var bongóblíða og þeir sem voru þyrstir settust út í sólina og fengu sér drykk. Öllum samkomu- takmörkunum var aflétt á föstudag nokkuð óvænt og gátu skemmti- staðir og barir haft opið án nokk- urra takmarkana í fyrsta sinn í 15 mánuði. Arnar segir að það hafi verið góð mæting í miðbæ borgarinnar og gleðin svo sannarlega við völd. „Fólk mætti með bros á vör á krár og bari og hélt áfram að spritta sig nánast án undantekninga, sem er gott. Við erum með gott starfsfólk og það var hægt að kalla út aukafólk án vandkvæða. Sumt var jafnvel til í að vinna lengur enda langt síðan að það var svona gaman,“ segir hann. Arnar bætir við að hann hrósi ríkisstjórninni fyrir að af létta á föstudag enda reyndist þessi helgi vera risastór, þökk sé veðr- inu. „Það hefði verið gríðarlegt tjón að missa þessa helgi og mér dettur ekki í hug að væla yfir stuttum fyrirvara á af léttingum. Í raun skipti sköpum að við fengum þessa risahelgi rétt fyrir mánaða- mót, annars hefðu þau orðið mun erfiðari. Mér heyrist að fólk hafi verið extra ánægt að fá sér bjór hjá okkur til að styðja okkur – enda vita allir hvað þetta er búið að vera erfitt,“ segir hann. Ívar Sigurbjörnsson, einn af eig- endum Götubarsins á Akureyri, tekur í svipaðan streng. Segir að það hafi komið sér í opna skjöldu að öllu hafi verið aflétt á föstudag. „Það var samt nóg til hjá okkur. Veðrið var gott, eins og alltaf hér fyrir norðan, og fólk fjölmennti. Gestir voru kurteisir og glaðir að vera komnir út á lífið og ég held að þetta hafi gengið vonum framar,“ segir Ívar. ■ Drukku bikarinn í botn fyrstu haftalausu helgina Það var mikið fjör víða um bæ alla helgina. Hér fyrir utan skemmtistaðinn Röntgen. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fólk mætti með bros á vör á krár og bari og hélt áfram að spritta sig nánast án undan- tekninga, sem er gott Arnar Þór Gíslason Beint morgunflug Tenerife í sumar Marylanza 10. júlí í 7 nætur 2 fullorðnir og 2 börn Frá 114.900 kr www.aventura.is Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík Sími: 556 2000 kristinnhaukur@frettabladid.is LÍFRÍKI Náttúrufræðistofnun hafa borist nokkrar tilkynningar um bit lúsmýs í sumar. Matthías Alfreðs- son skordýrafræðingur segir grannt fylgst með þróuninni. Júní hefur verið kaldur en Matthías segir að það eigi eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif það hafi á lúsmý, sum- arið og flugutíminn sé rétt að byrja. „Flugtíminn er frá júní og til loka ágúst. Það er ekki vitað hvort um er að ræða eina eða tvær kynslóðir en langur flugtími gæti bent til tveggja kynslóða,“ segir hann. „Talin voru eintök sem veidd voru í gildru eitt árið og þá var fjöldinn mestur í lok júlí og byrjun ágúst.“ Fólk er farið að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum, útsteypt af biti. Samkvæmt óformlegri könnun blaðsins virðist Suðurlandið mesta hættusvæðið um þessar mundir. Matthías segist ekki geta fullyrt að einstaka staðir séu verri en aðrir en útbreiðslan sé að aukast og gera megi ráð fyrir að lúsmýið leggi allt Ísland undir sig. „Skráðum fundar- stöðum hefur fjölgað og já, ég held að það megi gera ráð fyrir því,“ segir hann. ■ Lúsmýið er byrjað að bíta landsmenn Ekki varð aukning í sölu hjá Vínbúð- inni þrátt fyrir þjóðhátíðarstemn- inguna í landinu fyrir helgina. thorgrimur@frettabladid.is VERSLUN Íslendingar þyrptust á skemmtanalífið og léku við hvern sinn fingur þegar sóttvarnarreglum var aflétt í byrjun helgarinnar. Þrátt fyrir þetta nýfengna frelsi varð hins vegar ekki aukning í sölu áfengis hjá Vínbúð ríkisins. Raunar dróst salan lítillega saman, bæði miðað við síðustu viku og sömu viku árið 2020. „Það sést engin hrópandi breyt- ing,“ sagði Sigrún Ósk Sigurðar- dóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. „Í þessari viku seldust 555.000 lítrar af áfengi.  Í síðustu viku seldust 582.000 lítrar, en þá var reyndar líka rosalega mikið af útskriftarveislum. Salan á föstudaginn var ögn minni en vikuna á undan og heilt yfir er júnímánuður aðeins minni en í fyrra, en hann er auðvitað ekki búinn.“ ■ Engin aukning í vínsölu þrátt fyrir endurheimt frelsi 2 Fréttir 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.