Fréttablaðið - 29.06.2021, Side 14
„Stóra málið er að unga fólkið
geti sótt það nám sem það kýs
héðan úr heimabyggð og þurfi
ekki að f lytja í burtu til þess að
mennta sig. Með fjarvinnu aukast
atvinnumöguleikarnir líka enn
frekar,“ segir Björn.
Í Múlaþingi eru einnig öflugir
framhaldsskólar. „Við erum með
menntaskóla í sveitarfélaginu,
Menntaskólann á Egilsstöðum.
Á Seyðisfirði er LungA-skólinn,
sem er nýbúinn að fá stað-
festingu sem fyrsti listalýðskóli
á Íslandi. LungA er alþjóðlegur
skóli með nemendur alls staðar
að úr heiminum með áherslu á
allt sem tengist list og listsköpun.
Þá er Hallormsstaðaskóli kominn
með viðurkenningu sem skóli á
háskólastigi. Það þýðir að nem-
endur fá einingar sem gilda á
háskólastigi. Hallormsstaðaskóli
býður upp á fjölbreytt og hagnýtt
nám,“ bætir Björn við.
Eins árs börn fá leikskólapláss
Til að koma til móts við barna-
fjölskyldur er stefna Múlaþings að
börn sem hafa náð eins árs aldri fái
pláss á leikskóla. „Við tökum inn
eins árs börn á haustin, en miðað
er við að þau séu orðin eins árs í
ágúst. Það er ljóst að við verðum
að auka við þessa þjónustu. Við
erum að fara í framkvæmdir við
að byggja nýjan leikskóla í Fella-
bæ, sem verður tekinn í notkun
árið 2022, og fleiri leikskólar eru á
teikniborðinu.“
Atvinnulífið í fullum gangi
Einn af kostunum við að búa í
Múlaþingi er að atvinnulífið er
margbreytilegt. „Mörg störf hafa
til dæmis skapast í kringum fisk-
vinnslu Búlandstinds og fiskeldi
Austfjarða í Berufirði, en það
hefur vaxið mikið á undanförnum
árum. Fiskeldið gefur af sér afleidd
störf innan sveitarfélagsins alls.
Sem dæmi hefur það jákvæð áhrif
á starfsemi Egilsstaðaflugvallar
þegar kemur að fraktflutningum.
Hér er Síldarvinnslan með öfluga
starfsemi í sveitarfélaginu. Á
Fljótsdalshéraði eru starfandi
verkfræðistofur, lögfræðistofur,
arkitektastofur, enduskoðunar-
fyrirtæki og öflug verktakafyrir-
tæki,“ segir Björn.
Ferðaþjónustan er í miklum
vexti í sveitarfélaginu og fjöldi
veitingastaða, gistihúsa og hótela
hefur aldrei verið meiri. „Íslenskir
ferðalangar voru duglegir að
heimsækja okkur í fyrrasumar
og ég á fastlega von á að margir
leggi leið sína til okkar aftur í
sumar, enda náttúrufegurðin
óviðjafnanleg og veðurspáin góð.
Hér er fjöldi tjaldsvæða með góðri
aðstöðu. Erlendir ferðamenn eru
farnir að koma aftur til landsins.
Ég reikna með að ferðaþjónustan
verði komin á fulla ferð upp úr
miðju sumri,“ segir Björn.
Í sveitarfélaginu er einnig öfl-
ugur landbúnaður. „Hér er bæði
mikill kúabúskapur og sauðfjár-
rækt. Skógræktin hefur líka sótt
í sig veðrið og hafin er vinnsla í
kringum hana, en það er lang-
tímaverkefni. Við erum ekki með
öll eggin í sömu körfunni, sem
þýðir að við búum ekki við eins
miklar sveif lur í atvinnulífinu
og þau svæði sem byggjast upp í
kringum stórfyrirtæki,“ greinir
Björn frá.
Hugur í fólki
Múlaþing nær yfir stórt landsvæði
og að mörgu er að huga við að sam-
eina rótgróin sveitarfélög. Björn
segir það vissulega áskorun, en það
hafi gengið vonum framar og hann
er bjartsýnn á framtíðina.
„Þessi sveitarfélög hafa verið í
nánu samstarfi undanfarin ár, til
dæmis voru þau með sameigin-
legar brunavarnir og félagsþjón-
ustu. Skriðuföllin á Seyðisfirði
hafa óneitanlega sett mikinn svip á
starfið þetta ár en hreinsunarstarf
hefur gengið vel og fram undan er
mikil uppbygging,“ segir Björn.
Planið er að færa byggðina á
Seyðisfirði og er undirbúningur
fyrir það þegar hafinn. „Við ætlum
að byggja hluta af bænum upp á
nýjum stað, þar sem íþróttavöllur-
inn er núna, og erum að vinna
í að finna vellinum nýjan stað.
Á Borgarfirði er búið að byggja
tvö parhús sem verið er að taka í
notkun og búið að úthluta fleiri
lóðum. Íbúðabygging er í farvatn-
inu á Djúpavogi og á Egilsstöðum
og í Fellabæ er uppbygging á fullri
ferð. Það er hugur í fólki hér fyrir
austan,“ segir Björn að lokum. n
„Fjölbreytileikinn og tæki-
færin í atvinnulífi, menntun og
menningarmálum er gífurlegur
í Múlaþingi, sem gerir svæðið að
eftirsóttum stað til að búa á. Við
höfum lagt mikla áherslu á að
byggja upp góða grunnþjónustu,
skóla og leikskóla, íþróttaaðstöðu
og menningarlíf. Eitt aðalmálið er
að koma upp góðum möguleikum
til menntunar. Múlaþing er því
alvöru valkostur fyrir ungt fólk
sem vill mennta sig og /eða stofna
fjölskyldu,“ segir Björn Ingimars-
son, en hann er fyrsti sveitarstjóri
Múlaþings.
Sveitarfélagið varð til á síðasta
ári við sameiningu Borgarfjarðar-
hrepps, Djúpavogshrepps, Fljóts-
dalshéraðs og Seyðisfjarðarkaup-
staðar.
Samningur við háskóla
Múlaþing er, ásamt fleiri sveitar-
félögum á Austurlandi, í góðu sam-
starfi við Háskólann á Akureyri og
Háskólann í Reykjavík, sem íbúar
sveitarfélagsins munu njóta góðs
af. Í haust bætist við nýr og spenn-
andi valkostur.
„Nýlega var gerður samningur
við UHI, eða University of the
Highlands and Islands í Skot-
landi, til að íbúar sveitarfélags-
ins hafi möguleika á enn fleiri
leiðum til náms. Skoski háskólinn
notar spennandi aðferðafræði í
sinni kennslu og er með margar
starfsstöðvar, ekki endilega svo
stórar heldur allt niður í þriggja
til fjögurra manna stöðvar sem
hafa gengið vel. Við viljum gjarnan
reyna þetta líka og vonumst til að
þetta samstarf geti farið af stað
með haustinu,“ segir Björn og
bætir við að fjarkennsla og -vinna
hafi sýnt sig og sannað síðustu
misserin.
Regnbogagatan
vekur ávallt
mikla athygli.
MYND/AÐSEND
Frá Seyðisfirði. Mikil uppbygging er fram undan í bænum. MYND/AÐSEND
Björn Ingimars-
son sveitar-
stjóri.
KOMDU
AUSTUR
www.visitegilsstadir.is
www.borgarfjordureystri.is
www.visitseydisfjordur.is
www.visitdjupivogur.is
. i it il t i .i
. fj t i.i
. i it i fj .i
. i it j i .i
Mulathing A4 KOMDU AUSTUR augl.indd 1 27/05/2021 18:15
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn
Víglundsson
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.
is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergs-
dóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
2 kynningarblað A L LT 29. júní 2021 ÞRIÐJUDAGUR