Fréttablaðið - 17.06.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 17.06.2021, Síða 18
Enda afar viðeigandi á þjóð- hátíðar- daginn að minna þjóðina á mestu auðlindina sem hún á, sem er náttúra landsins. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Eftir endur- gerð reglu- verks og stofnana og áratug af efna- hagslegri endurreisn er löngu tímabært að afmarka hlutverk ríkisins upp á nýtt. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Ráðamenn þjóðarinnar hafa í ávörpum sínum á tyllidögum iðulega vitnað í ljóð þjóðskálda og á 17. júní verða náttúruljóð oft fyrir valinu. Enda afar viðeigandi á þjóð-hátíðardaginn að minna þjóðina á mestu auðlindina sem hún á, sem er náttúra landsins. Hún er sannur fjársjóður sem ber að vernda og með öllum ráðum verður að koma í veg fyrir að gróðasjónar- mið grandi henni. Í hrekkleysi kynnu einhverjir að halda að miðað við þungann í umræðu um náttúru- vernd þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að náttúru- perlum verði fórnað fyrir peninga, öllum ætti að vera ljóst að þær eru ómetanlegar. Því miður er það ekki þannig. Það bregst ekki að í hvert sinn sem barátta fyrir friðun á náttúrugersemum hefst þá byrjar virkjanakórinn að gaula af miklum móð og nýtur þar aðstoðar aðila sem fullir eru af græðgishugsun og telja sig verða af miklum fjármunum verði friðunin að raunveruleika. Hvað eftir annað sjáum við virkjanakórinn þenja sig. Það gerðist í umræðum um virkjanir á Vest- fjörðum þar sem fórna átti fögrum fossum, eins og ekkert væri. Ótrúlegt var að sjá þá firrtu hugsun sem opinberaðist í málflutningi virkjanasinna. Náttúru- verndarsinnar gáfust hins vegar ekki upp heldur börðust með kjafti og klóm fyrir náttúruna. Nú upplifum við andstöðu við hálendisþjóðgarð. Þar er eins og hökt hafi verið aftur til fortíðar. Hug- myndin um hálendisþjóðgarð er framfarasinnuð og háleit. Samt ólmast menn gegn þessu mikilvæga máli. Sérhagsmunir og peningar skipta þá miklu meira máli en náttúruvernd. Hálendisþjóðgarður væri glæsilegur áfangi í umhverfisvernd og íslenskri þjóð til mikils sóma. Getið er um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmálanum. Hér er um að ræða áherslu- og baráttumál Vinstri grænna, en innan Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hefur blygðunarlaust verið barist gegn þessum áformum. Var það kannski svo að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks litu allan tímann á þessa áherslu í stjórnarsátt- málanum sem innihaldslaust blaður sem aldrei yrði að raunveruleika? Ætla Vinstri græn virkilega að una þessu og endurnýja samstarfið við þessa tvo flokka eftir kosningar, vitandi að á þeim bæjum er ekki áhugi fyrir þessu framfaramáli? Þjóðhátíðardagurinn 17. júní minnir ekki einungis á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hann minnir einn- ig á allt það besta sem þjóðin á og þar er ekki hægt að gleyma hinni fögru og voldugu náttúru. Um leið verður á þessum degi að horfast í augu við þá nötur- legu staðreynd að frumvarp um hálendisþjóðgarð var ekki afgreitt á þessu kjörtímabili vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Vinstri græn ættu hugsanlega að fara út í komandi kosningabaráttu með orð skáldsins í huga: „Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti“. Ef það er stað- föst ætlun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að svæfa hugmyndir um hálendisþjóðgarð, þá eru aðrir flokkar sannarlega tilbúnir að leggja Vinstri grænum lið. Stór hópur kjósenda er einnig tilbúinn að fylgja þeim flokkum sem skilja mikilvægi náttúruverndar og eru tilbúnir að berjast fyrir henni, án alls hiks. n Mesta auðlindin Eitt af viðvarandi viðfangsefnum stjórnmálanna er að afmarka hlutverk ríkisins. Hvar skiptir máli að ríkið komi að málum og á hvaða sviðum er rétt að eftir- láta hinum frjálsa markaði að sinna verkefnum. Það eru engar fréttir að hér er armur ríkisins víða langur samanborið við nágrannaríki okkar. Þetta sést ekki síst í bankakerfinu, þar sem eignarhaldið er það lang umfangsmesta í Evrópu. Aftur á móti vill oft gleymast að það þurfti eiginlegar hamfarir á fjármálamörkuðum heimsins til að valda því að ríkið endaði sem helsti eigandi íslenska fjár- málakerfisins að nýju. Það stóð heldur aldrei til að það yrði raunin til lengdar. Eftir endurgerð regluverks og stofnana og áratug af efnahagslegri endurreisn er löngu tímabært að afmarka hlutverk ríkisins upp á nýtt. Í upphafi kjörtímabilsins sögðumst við ætla að draga úr áhættu skattgreiðenda í bankarekstri og koma á heilbrigðara samkeppnisumhverfi, í betri takti við Norðurlöndin og önnur nágrannaríki okkar. Í gær lauk fyrsta áfanganum í því verki með sölu á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka í opnu útboði. Níföld umframeftirspurn var í útboðinu og hlut- hafar verða um 24 þúsund, fleiri en í nokkru öðru skráðu félagi á íslenskum markaði. Þátttaka almenn- ings var áberandi mikil, en við heimiluðum kaup allt niður í 50 þúsund krónur og létum áskriftir fólks allt að einni milljón óskertar. Við það bætast sterkir horn- steinsfjárfestar; íslenskir lífeyrissjóðir auk stórra og traustra erlendra aðila. Salan fer fram á hagstæðum tíma á markaði og söluandvirðið upp á um 55 milljarða króna mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu næstu misseri. Óhætt er að fullyrða að útboðið hafi tekist vel. Það sést ekki aðeins í mikilli þátttöku, dreifðu eignarhaldi og góðu verði. Ein mikilvægasta áminningin liggur annars staðar. Niðurstaðan sendir skýr skilaboð um að okkur er óhætt að sleppa í einhverjum tilfellum takinu og hleypa samkeppnisrekstri úr alltumlykjandi faðmi hins opinbera. Ríkið er ekki upphaf og endir alls. Fyrir- tækjarekstri er óhætt í höndum fólks úti í samfélaginu, en ekki bara í Stjórnarráðinu. n Skýr skilaboð Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins. Höfnun Bætt hefur verið við verkefni Neytendastofu. Meðal nýrra verkefna stofnunarinnar er að ákveða hverjir eru áhrifavaldar og hverjir ekki. Í þessu felst mik- ilvæg réttarbót og hafa Samtök verðandi áhrifavalda barist árum saman fyrir meira starfs- öryggi í stéttinni og jafnvel að tekin verði upp lögverndun starfsheitisins enda hafa ýmsir skreytt sig með starfsheitinu án þess að hafa nokkuð til brunns að bera né hafa áhrif á nokkurn mann. Fyrst til að fá úthlutað starfsheitinu frá stofnuninni var Kristín Pétursdóttir. Bömm- er samt að hún skyldi hafna nafnbótinni. Kim litli Erlendir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint þyngdartap Kim Jong-un, sem er af hinni frægu Kim ætt ásamt Kim Kardashian, Kim Larsen og Kim Cattrall. Áhyggjurnar beinast að því að fallþungi einræðisherrans hafi fallið svo skarpt að til vandræða horfi. Miðlarnir birta myndir sem eiga að sýna „fyrir og eftir“ áhrif. Gallinn er sá að engin leið er að sjá út hvor myndin er fyrir og hvor eftir. Foringjanum alræmda verður allt að vopni, hann missir gríðarlegan fall- þunga en grennist ekki neitt. Hann er þekktur fyrir að spila ekki golf án þess að fara allar átján holurnar í einni og leikur ekki skák án þess að máta í fyrsta leik. n Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.