Fréttablaðið - 17.06.2021, Side 19
Forseti Íslands blandar
sér að sjálfsögðu í
pólitík telji hann það
nauðsynlegt. Þegar það
gerist er þó æskilegt að
hann sé skýrmæltur en
ekki loðinn.
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Það er fremur súrt í broti fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsæt-isráðherra að koma á þessum
þjóðhátíðardegi fram fyrir þjóðina
og skýra hvers vegna fjögurra ára
vinna við áfangaskipta endur-
skoðun stjórnarskrárinnar undir
hennar forystu fór út um þúfur.
Undirbúningurinn var góður og
Alþingi hafði nægan tíma. Að auki
fékk almenningur að segja álit sitt í
sérstakri rökræðukönnun.
Ábyrgð stjórnarmeirihlutans
Þegar til kastanna kom treysti
forsætisráðherra sér ekki til þess
að láta málið koma til atkvæða á
Alþingi. Einnig var fallið frá fyrri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
sérstakt þinghald í ágúst til þess að
fjalla um stjórnarskrána.
Enginn fær því að vita hver raun-
veruleg afstaða Alþingis er.
Það er stjórnarmeirihlutinn sem
ræður því hvort mál komast úr
þingnefnd til umræðu og atkvæða-
greiðslu á Alþingi. Hann kaus að
drepa málið í nefnd.
Fyrir lá að Framsókn studdi
frumvarpið óbreytt, en afstaða
Sjálfstæðisflokksins var já, já og
nei, nei. Ef Sjálfstæðisflokkurinn
hefði verið með hefði forsætisráð-
herra ekki aðeins haft einfaldan
meirihluta heldur aukinn meiri-
hluta, því að Miðflokkurinn gat
stutt málið og Viðreisn, að auð-
lindaákvæðinu frátöldu.
Tímaskorti var ekki um að kenna
því að fyrir lá að stjórnarandstaðan
ætlaði ekki að beita málþófi.
Ábyrgð ríkisstjórnarmeirihlutans á
strandsiglingunni er því alveg skýr.
Gagnrýni undir rós
Forsætisráðherra talar samt eins
og óljós og óskilgreind andstaða á
Alþingi hafi stöðvað málið. Engir
aðrir en hún og stjórnarmeirihlut-
inn bera þó ábyrgð á því að Alþingi
fékk ekki að taka afstöðu.
Það var ánægjulegt að sjá forseta
Íslands stíga fram á umræðusviðið.
Hann átaldi Alþingi fyrir sleifarlag.
Það var réttmæt gagnrýni.
Forseti þekkir vel lögmál þing-
ræðisskipulagsins og reglur þing-
skapa. Hann veit því að villandi
er að saka Alþingi í heild um að
hlaupast undan merkjum þegar
stjórnarmeirihluti kemur í veg fyrir
að mál sé afgreitt úr nefnd og komi
til atkvæða.
Ekki verður því annað ráðið en
forseti sé undir rós að setja ofan í
við forsætisráðherra sinn og sam-
starfsflokka hans.
Málsmeðferð og efnisatriði
Gagnrýni forseta virðist fyrst og
fremst beinast að málsmeðferðinni
á Alþingi, sem forsætisráðherra ber
ábyrgð á.
En það var líka efnislegur ágrein-
ingur, einkum um eitt grundvall-
aratriði. Fyrir síðustu kosningar
boðuðu sex flokkar að nýtingar-
réttur auðlinda í þjóðareign skyldi
vera tímabundinn. Þeir fengu tvo
þriðju atkvæða.
Framsókn og VG féllu frá þessari
stefnu til að koma til móts við sam-
starfsflokkinn. Flokkur fólksins,
Píratar, Samfylking og Viðreisn
hvikuðu hins vegar ekki frá henni.
Afar ósennilegt er að forseti hafi
ætlað að áfellast stjórnarflokkana
fyrir þessa málamiðlun. Og fjar-
stæðukennt væri að gefa í skyn að
hann hafi ætlast til að stjórnar-
andstöðuflokkarnir fjórir ættu
að svíkja afdráttarlaus loforð við
kjósendur um slíkt prinsippmál.
Forseti Íslands blandar sér að
sjálfsögðu í pólitík telji hann það
nauðsynlegt. Þegar það gerist er þó
æskilegt að hann sé skýrmæltur en
ekki loðinn.
Ólafur Ragnar Grímsson tætti
í sig fyrirliggjandi stjórnarskrár-
tillögur í þingsetningarræðu 2015.
Hvað sem um þá ræðu má segja var
afstaða hans til einstakra efnisat-
riða klár og ekki fór á milli mála
hverja hann gagnrýndi.
Hvers vegna fær þjóðin
ekki að taka afstöðu?
Spurningin, sem forsætisráðherra
skuldar þjóðinni svar við, er þessi:
Hvers vegna leyfði stjórnarmeiri-
hlutinn ekki Alþingi að greiða
atkvæði? Það var eina leiðin til að
ljúka málinu með lýðræðislegum
hætti.
Vel hefði farið á því að forseti
hefði með berum orðum mælst til
þess við forsætisráðherra sinn að
leyfa lýðræðinu að hafa eðlilegan
framgang.
Skýringin á afstöðu meirihlut-
ans blasir þó við:
Stjórnarskrárbreytingar kalla
á endurstaðfestingu á nýju þingi.
Kosningarnar hefðu því jafnframt
orðið þjóðaratkvæði um inni-
hald auðlindaákvæðis, sem veitir
einni atvinnugrein undanþágu frá
meginreglunni um tímabundinn
nýtingarrétt.
Í reynd hefðu þær orðið þjóð-
aratkvæði um stjórnarskrárvarða
almannahagsmuni eða sérhags-
muni?
Á endanum virðast ríkis-
stjórnarflokkarnir ekki hafa treyst
kjósendum til að fylgja sérhags-
munalínunni.
Um leið voru kjósendur sviptir
tækifæri til að gera út um mál, sem
fyrir löngu er komið á tíma. n
Forseti snuprar forsætisráðherra sinn
Skoðun 17FIMMTUDAGUR 17. júní 2021