Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 44
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Í dag verða þættirnir Katla
frumsýndir á Netflix. Það er
stórskotalið sem stendur að
baki myndinni, sem er leik-
stýrt af Baltasar Kormáki.
Söngkonan Guðrún Ýr, einnig
þekkt sem GDRN, fer með eitt
af aðalhlutverkunum.
steingerdur@frettabladid.is
Þáttaraðarinnar Kötlu frá Net-
flix í leikstjórn Baltasars Kormáks
hefur verið beðið með óþreyju. Með
hlutverk í þáttunum fara margir af
okkar fremstu leikurum: Íris Tanja
Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson og
Þorsteinn Bachman. Það vakti þó
forvitni margra þegar tilkynnt var
að söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð,
GDRN, færi með eitt aðalhlutverk-
anna, en fram að því hafði hún ekki
leikið neitt að eigin sögn, ekki einu
sinni í skólaleikritum í æsku.
„Nei, ég lék ekki. Þetta er alveg í
fyrsta skipti, algjör frumraun,“ segir
hún.
Dóttir Baltasars þekkti til Guð-
rúnar og benti á að það væri kannski
sniðugt að athuga með hana.
„Ég veit ekki alveg af hverju
henni datt þetta í hug. Svo var
Selma Björnsdóttir ein af þeim
sem var í því að finna leikara í hlut-
verk myndarinnar. Hún leikstýrði
Shakespeare verður ástfanginn og
þar var ég að flytja tónlistina, þann-
ig að hann hefur mögulega fengið
nokkrar ábendingar frá hinum og
þessum. Síðan hefur hann ákveðið
að bara tékka,“ segir Guðrún.
Missti andlitið
Hún segir það hafa verið skýrt frá
fyrsta degi að hún var samt ekki
fengin í verkið vegna þess að hún
væri með einhvern söngferil að
baki sér.
„Þetta snerist meira um að tékka á
hvort það kæmi eitthvað áhugavert
út úr þessum prufum. Ég fer í þær og
fæ svo aðra símhringingu þar sem
mér var sagt að þetta liti rosalega vel
út og ég beðin um að koma aftur.“
Hún segist ekki beint hafa gert sér
grein fyrir því hve vel eða illa gekk,
og hvort hún myndi fá annað símtal.
„Ég var svo stressuð í prufunum,
ég bjóst ekki við neinu. Ég bjóst
alveg við að þau myndu ekki hringja
aftur en svo hugsaði ég: „Vá hvað
það væri gaman ef þetta myndi
ganga upp.“ Ég vonaði það, en var
engan veginn viss. Það kom mér
líka á óvart þegar þau heyrðu í mér
eftir nokkrar prufur og sögðust hafa
ákveðið að fá mig í hlutverkið. Ég
eiginlega bara missti andlitið.“
Þessar gleðilegu upplýsingar fékk
hún sama dag og hún var að fara að
spila á Airwaves 2019.
„Ég var svo glöð, ég var alveg í
ruglinu,“ segir hún og skellihlær.
Fór leynt með þátttökuna
Guðrún ákvað að segja engum frá
gleðifregnunum, enda hvílir mikil
leynd yfir verkefnum sem þessum.
„Ég hélt því leyndu alveg ótrú-
lega lengi. Ég fékk leyfi til að segja
mömmu og pabba frá þessu. Það er
svo í apríl 2020 sem Katla er fyrst til-
kynnt. Þá birtist nafnið mitt, en þá
fór ég samt ekkert strax að spangóla
um það að ég væri í stóru hlutverki.
Mér fannst eiginlega skemmtilegra
að það kæmi svolítið á óvart.“
Nafn Guðrúnar kom fram í fyrstu
tilkynningu um leikara í þáttaröð-
inni.
„Ég held að margir hafi séð nafnið
mitt og haldið að ég væri í litlu hlut-
verki. En kannski ekki neinn áttað
sig á því að þetta væri svona mikið.“
Hún segir þetta hafa komið fólk-
inu í kringum hana mjög á óvart.
„Og margir spurðu mig hvort
ég hafi verið að leika, sem ég auð-
vitað svara neitandi,“ segir Guðrún
hlæjandi. „Þetta er eitthvað sem
kom á óvart og kemur í raun sjálfri
mér mikið á óvart. Ég held að ég hafi
ekki gert mér grein fyrir því sjálf
hversu stórt þetta væri fyrr en við
vorum byrjuð í tökum. Þá fattaði
ég bæði stærðargráðu verkefnisins
og líka hlutverksins, sem ég átti að
gera góð skil,“ segir Guðrún Ýr, sem
fer með hlutverk Grímu í þáttunum.
Sterkur karakter
„Hún býr í Vík í Mýrdal og hefur lent
í alls konar áföllum í gegnum lífið.
Svo byrja dularfullir hlutir að gerast
og þættirnir sýna hvernig hún tekur
á þeim. Gríma er flottur og sterkur
kvenkarakter.“
Guðrún viðurkennir að vera svo-
lítið stressuð fyrir frumsýninguna
í dag, en að sama skapi sé hún líka
ótrúlega spennt.
„Það er svo erfitt að horfa á sjálfan
sig og átta sig á því hvort eitthvað
var f lott eða ekki. Maður getur
verið svo gagnrýninn á sjálfan sig.
Svo erum við búin að vera í talsetn-
ingu, þegar það er mikið rok þá þarf
kannski að talsetja hlutina upp á
nýtt. Svo tala allir fyrir sitt hlutverk
í ensku talsetningunni, en þetta er
tekið upphaflega upp á íslensku,“
segir hún.
Hún segir það hafa verið sérstak-
lega gaman að fá að tilheyra hópi
flottustu leikara landsins.
„Það var líka svo æðislegt að fá að
vera partur af þessu af því maður
lærir svo mikið af öðrum. Þá fékk
ég tækifæri til að sjá hvað þau gerðu
og unnu, líka bak við tjöldin. Þetta
var rosalega lærdómsríkt ferli í alla
staði, það er hægt að taka hvern ein-
asta hlut, stúdera hann og læra af.“
Katla er aðgengileg á Netflix frá
og með deginum í dag. ■
Lærdómsríkt ferli í alla staði
Guðrún hélt því heillengi leyndu fyrir sumum af sínum nánustu hve umfangsmikið hlutverkið var. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ég var svo stressuð í
prufunum, ég bjóst
ekki við neinu. Ég
bjóst alveg við að þau
myndu ekki hringja
aftur en svo hugsaði ég:
„Vá hvað það væri
gaman ef þetta myndi
ganga upp.“
BARÓNSTÍGUR
KEFLAVÍK OG AKUREYRI
8-24
24/7
WWW.EXTRA.IS
1299kr.stk.
Helíumblöðrur
!!
VINSÆL VARA
!!
VINSÆL VARA
399 kr.stk.
Sleikjósnuð
399 kr.stk.
Íslenski fáninn
Frá
Hæ, hó jibbí jei
það er komin 17. Júní
!!
VINSÆL VARA
34 Lífið 17. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ