Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2021, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 17.06.2021, Qupperneq 46
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Ég á grill. Ég á grill alveg eins og pabbi minn og tengdapabbi minn, og mágur minn og báðir svilar mínir. Og ef ég býð vinum mínum í mat þá grilla ég, sama hvort sólin skín, hvort það rignir eða snjóar. Ég er jafn áreiðanlegur og bandaríska póstþjónustan. Ég fer í sandalana mína yfir sokkana og út í garð, Hófí, kærastan mín, réttir mér hráa matinn út um gluggann og ég henni grillaða matinn inn. Þetta finnst okkur sniðugt fyrirkomulag – við tölum oft um það. Svo stend ég þarna úti, á skyrtunni, í sand­ ölunum, í snjónum og stari á grillið mitt. Alveg eins og pabbi minn í garðinum sínum í Vesturbænum, alveg eins og ég. Þegar nágranni minn sér mig grilla hlær hann kannski og kallar mig brattan. „Maður lætur eitthvað svona smott­ erí ekkert stoppa sig,“ segi ég. Hann kallar mig góðan og horfir aðeins á mig grilla. „Flott grill.“ „Takk.“ Þetta var auðvitað aldrei planið, ekki þegar ég var unglingur. Ég ætlaði ekki að eiga garð í Vestur­ bænum eins og pabbi. Ég ætlaði ekki að grilla og fá matinn út um gluggann og tala um hversu sniðugt þetta system er eða segja að svona smotterí stoppi mig ekkert í því að grilla í snjónum á skyrtunni eða horfa á grillið með nágranna mínum eftir að hann kallar mig góðan. Þetta var auðvitað aldrei planið, ekki þegar ég var unglingur. Ég ætlaði ekki að búa í þægilegu fjölbýli, í fallegri götu, með garð sem við þurfum að fara að vinna í, tíu mínútur frá foreldrum mínum. Ég man ekki hvað planið var, það hefur drukknað í bottomless brönsum, steypujárnspönnum og streymisveitum. Þægindin gleypa draumana. Stundum reyni ég að rifja það upp, oft á kvöldin þegar ég get ekki valið á milli HBO og Net­ flix. Síðan skín sól og ég kveiki upp í grillinu mínu. Ég á grill. n Ég á grill Stefáns Ingvars Vigfússonar n Bakþankar Sumarið er komið og þú finnur alla réttu fylgihlutina hjá Nova. Hvort sem það eru sumarstjörnurnar frá Samsung og Apple, renningarleg rafskúta eða ferðafélagar á folfvellina og í grillveisluna. www.nova.is Hæ hó og jibbí græjur! 5G Kaup- auki Galaxy Buds Pro Andvirði 44.990 kr. 20% afsl. Samsung Galaxy A12 64GB 34.990 kr. Austin and Barbeque Ferðagrill 14.990 kr. Samsung Galaxy S21 128GB 149.990 kr. 5G Apple iPhone 12 Pro 128GB 199.990 kr. Apple Watch SE LTE 40mm 69.990 kr. Nova Folf diskósett 3.992 kr. 4.990 kr. eSIM DÍLL NOVA Power Rafskúta Zero 8 82.990 kr. Frí heimsending Úrlausn frítt í 4 mán MARKAÐURINN.IS NÝR VETTVANGUR VIÐSKIPTALÍFSINS Nýr og endurbættur markaðurinn.is er kominn í loftið með öllum helstu upplýsingum úr fjármálaheiminum. • Gengi hlutabréfa í rauntíma • Gengi gjaldmiðla • Daglegar viðskiptafréttir • Nýjasta tölublað Markaðarins

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.