Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 1

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 1
 1950 V. ár, 1. tbl. BANDALAG - OTGEFANDI: BANDALAGSTARFSMANNA RlKIS OG BÆJA. - RIKIS OG BÆJA Hvernig má tryggja kaupmátt launanna? Þótt talsverður ágreiningur væri á nýafstöðnum bandalagsþingi um nokk- ur innri málefni bandalagsins, verður eigi annað sagt, en að einhugur hafi ríkt um afstöðu samtakanna til hinna mikilvægu hagsmunamáli þar sem dýrtíðarmálin eru. Allar ályktanir er máli skiptu í þeim efnum voru sam- þykktar einróma eða því sem næst. Kröfur þingsins í þeim efnum, er birt- ar eru á öðrum stað hér í blaðinu, fólust í stuttu máli í því, að skorað var á stjórnarvöldin að hefjast þegar í stað handa um það að stöðva verðbólguþróun þá, er átt hefur sér í stað að undanförnu, þannig að núverandi kaupmáttur laun- anna rýrðist ekki frekar, og yrði auk- inn er frá liði. Ef þeim kröfum yrði ekki fullnægt, myndi B.S.R.B eins og önnur launþegasamtök verða að krefjast fullrar uppbóta á laun, samkvæmt vísi- tölu framfærslukostnaðar. I ályktunum þingsins var hinsvegar ekki unnt að gera því máli fullnægjandi skil, að gera grein fyrir þeim ráðstöf- unum, er að haldi mættu koma í þessu efni, þótt gerðar væru nokkrar ábend- ingar einnig um það atriði. Af þeim ástæðum tel ég viðeigandi, að formað- ur bandalagsins geri því efni nokkur skil frá sínum bæjardyrum, ekki sízt þar sem ég hefi nokkuð um þessi mál fjallað á opinberum vettvangi undan- farið. Áður en lengra er haldið, verður að gera sér nokkra grein fyrir því, hvaða mœlikvarða skuli nota á kaup- mátt launanna, því að ekki er hægt að gera neinar skynsamlegar ráðstafanir í þeim efnum, nema einhver slíkur mæli- kvarði sé til. Sá mælikvarði, sem hing- að til hefur verið miðað við, er vísi- tala framfærslukostnaðar. Kaupmáttur tímakaupsins, mánaðarkaupsins o. s. frv., og breytingar sem á honum verða er þá fundið á þann hátt, að fundið er hlutfall milli kaupsins og vísitölu fram- færslukostnaðar, þannig að hafi orðið

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.