Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 9
STARFSMANNABLAÐIÐ 9 útreikningnum, svo og þeirri ákvörðun ríkistjórnarinnar að ákveða kaupgjalds- vísitölu án samráðs við samtök laun- þega. Kauplagsnefnd og ríkisstjórn voru sendi mótmæli þessi, og skorað á báða aðila að leiðrétta mistök þessi. Næstu daga barst stjórninni bréf frá A.S.Í., þar sem óskað var eftir sam- starfi milli samtaka þessara til þess að lmekkja þeim rangindum og þeirri kjaraskerðingu, er stjórn A.S.Í. taldi launþega beitta af hálfu stjórnarvald- anna með þessum ráðstöfunum. Stjórn- in skipaði þegar 3 menn úr sínum hópi formann, ritara og framkvæmdastjóra til þess að ræða við stjórn Alþýðusam- bandsins um sameiginlega baráttu. Nokkiu síðar ítrekaði bandalagið bréf- lega við ríkisstjórnina fyrri kröfur um leiðréttingu vísitöluútreikningsins, og var í tilefni af því óskað eftir viðræð- um við ríkisstjórnina með þátttöku fuli- trúa frá A.S.Í. Varð sá árangur af viðræðum þeim, er upp úr því hófust milli stjórnar bandaiagsins og Alþýðusambandsins annarsvegar og ríkistjómarinnar hins- vegar, að ríkisstjórnin féllst á það, að gefa út ný bráðabirgðalög, þar sem á- kveðið var að vísitalan skyldi reiknuð út að nýju á sama hátt og verið hafði, en án tillits til hinna nýju húsaleigulaga. Samkvæmt þeim útreikningum varð kaupgjaldsvísitalan 115 fyrir ágústmán- uð, en verður reiknuð 114% fyrir 4 síð- ustu mánuði ársins (til upbótar á júlí- kaup). IV. Verðgæzla. Samkv. lögum frá síðasta Alþingi, skyldi B.S.R.B. eiga fulltrúa í nefnd, er falið var að kjósa verðgæzlustjóra og hafa eftirlit með verðgæzlu. í nefnd þessa var kosinn af hálfu bandalags- stjórnar Þorvaldur Árnason, skattstjóri, féhirðir bandalagsins. V. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Kjörtímabil sjóðstjórnar var útrunn- ið á árinu og tilnefndi stjórn banda- lagsins K. Guðmund Guðmundsson, tryggingafræðing til þess að taka sæti í stjórninni af hálfu sjóðsfélaga, en hann hefir verið fulltrúi þeirra frá byrjun. Ástæða er til að minna félögin á það enn einu sinni, að gæta ber þess, að ákvæðum laganna um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé framfylgt. VI. Iimri mál. A. Vegna endurskoðunar launalaga voru félögunum send eyðublöð með bréfi dags. 7. des. 1949, og beðið um upplýs- ingar og tillögur fyrir lok janúarmán- aðar þ. á. Félögin voru að sjálfsögðu sjálfráð um, hvort þau notuðu eyðiblöð þessi. Þessi félög gáfu svör sem hér segir: Tollvaiðafélag Islands skilaði skýrslu og greinargerð ásamt tillögum. S.I.B. gaf yfirlit frá fræðslumála- stjóra um tölu skólastjóra og kennara eftir launaflokkum og starfstíma skól- anna skólaárið 1949—1950. Lögreglufélag Reykjavíkm• lét fylgja skýrslunum glögga greinargerð um störf lögreglunnar og starfsskiptingu, ásamt afriti af bréfi, er félagið sendi launa- laganefnd. Félag forstjóia pósts og síma sendi skýrslu um launaflokkun ásamt grein- argerð og tillögum. Stmfél. ríkisútvarpsins skilaði skýrsl- um og tillögum.

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.