Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 11
STÁRFSMANNABLAÐIÐ 11 starf þetta héldist áfram og yrði fast- ara í sniðum í framtíðinni, þar sem telja má víst, að það yrði til gagns fyrir þessar stærstu samtakaheildir íslenzkra launþega bæði í innra starfi og eins í afstöðunni gegn löggjafar og fram- kvæmdavaldi ríkisins. Bandalagið tók og þátt í útifundi í Rvík 1. maí s.l., eins og að undanförnu og átti þar ræðumann. Þátttaka opin- berra starfsmanna var þar minni en æskilegt hefði verið, og veldur þar nokkru um að sámtökin vantar fána til að safnast undir. P. Uppbót á lauii stundakeunara og barnakeunara. Þegar síðasta þing var háö, var það mál óleyst ,en róöherra háfði ekki.fall- izt á áð greiða bæri uppbót á laun stundakennara við framhaldsskóla. Gekk þetta í þófi miklu og fékkst loks eftir áramótin lausn í málinu á þá leið, að uppbót skyldi greidd á laun þessi. Formaður bandalagsins vann að lausn þessari ásamt stjórn L.S.F.K. Með bráðabirgðalögum var leyst úr því í síðastl. júnímánuði, að barnakenn- arar fengju launauppbót á þann hluta fastra launa, sem greiddur er af bæjar- eða sveitafélögum, en ósamræmi hafði verið mikið um greiðslur þessar og þóf á hinum hærri stöðum. G. Ýmislegt. Mjög skortir enn á það, að félögin sendi skrifstofunni skýrslur um það, er gerist innan vébanda þeirra í þeim mál- um, sem þýðingu hafa hvað snertir kjör starfsmanna og félagslega uppbygg- ingu, en vissulega er nauðsynlegt að unnt sé að veita upplýsingar og leiðbein- ingar samkvæmt fenginni reynslu félag- anna, þeirra er fá einhverju áorkað, og hinna er standa í baráttu fyrir umbót- um á einhverju sviði. Félög bæjarstarfsmanna hafa um það óskilið mál, að þau hafa á þessu kjör- tímabili jafnan haft samband við skrif- stofuna. Fundargerðir aðalfunda hafa borizt frá Fél. símstjóra á 1. fl. B stöðvum og S.Í.B. Innlend málgögn hafa borizt þessi: Læknablaðið, útgefið af Læknafélagi Is- lands og Bankablaðið, gefið út af Sam- bandi ísl. bankamanna, og er þessum aðilum hér með vottað þakklæti. Málgögn ýmissa samtaka á Norður- löndum og sömuleiðis umburðarbréf hafa borist og er þeim þakkað bréflega. Til þess að not yrði að þeim góðu send- ingum svo sem vera ætti þyrfti blaða- útgáfa bandalagsins að vera reglu- bundnari og auk þess þyrftu að vera starfandi lesflokkar eða fræðsluhópar í þessum efnum. Hvorttveggja krefst fjár, og að auki áhuga félagsmanna og skilning á því að treysta ber félags- lega þekkingu og kynningu innbyrðis. Vekja má athygli á því að ýmiss stétt- arfélög hafa fengið styrki á fjárlögum til lesstofu og styrktarsjóða. Æskilegt væri að menningarmála og fjárhagsnefndir þingsins athuguðu þessi atriði. Á kjörtímabilinu hefur framkvæmda- stjóri aðeins mætt á fundi hjá einu bandalagsfélagi þ. e. Starfsmannafél. ríkisútvarpsins. Formaður og varafor- maður sátu trúnaðarmannafund hjá Stmfél. ríkisstofnana og formaður mætti á fundi þess félags, er þessa getið hér til þess að vekja athygli á þeirri við- leitni til kynningar og fróðleiksauka sem er fólginn í því að forustumönnum

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.