Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 18
18 STARFSMANNABLAÐIÐ bænda og launþega um sanngjarnt hlut- fall milli kaupgjalds og afurðaverðs, sem síðan sé haldið föstu. 6. Að fjárfestingu þjóðarinnar sé fyrSt og fremst beint í þau fyrirtæki, sem öruggt má telja að skapi útflutn- ingsverðmæti eða spari gjaldeyri til stórra muna. Verði gerðar þjóðhags- áætlanir um þessi efni með líku sniði og í nágrannalöndum vorum. 7. Fjárfesting til bygginga í bæjum sé fyrst og fremst miðuð við þarfir bygg- ingasamvinnufélaga og verði þeim veitt tæknileg aðstoð til þess að byggt verði sem ódýrast og hagkvæmast. 8. Skattheimtu verði breytt þannig að tekið verði upp hliðstætt staðgreiðslu kerfi og tíðkast í ýmsum löndum t. d. Svíþjóð. 9. Við endurskoðun skattalaga verði persónufrádráttur stórhækkaður frá því sem nú er. 13. þing B.S.R.B., ítrekar mjög ákveð- ið samþykktir fyrri Bandalagsþinga um það, að ekki séu gerðar mikilvægar ráðstafanir í efnahagsmálum, er hag launþega snertir, án þess að haft sé sam- ráð við samtök þeirra. 13. þing B.S.R.B., væntir þess, að ríkisstjórn og Alþingi geri nauðsynlegar ráðstafanir til heftingar verðbólgunni eftir öllum hugsanlegum leiðum. Séu slíkar ráðstafanir ekki gerðar lýsir 13. þing B.S.R.B. yfir því, að það krefst mánaðarlegra launahækkana til handa opinberum starfsmönnum til samræmis við hækkun á vísitölu framfærslukostn- aðar. Ýmsar tillögur varðandi k jara- og Iaunamál. 13. þing B.S.R.B. felur stjórn banda- lagsins að afla gagna nú þegar frá ein- stökum félögum innan vébanda B.S.R.B. hvernig greiðslu til starfsmanna ríkis og bæja ér háttað í einstökum stofnunum þeirra, til starfsmanna, er vegna atvinnu sinnar þurfa að vinna um lengri eða skemmri tíma utan síns fasta vinnu- staðar. Meðal annars með því að fá upplýst um: 1. Hve mikinn þátt stofn- anirnar taka í kostnaði þeim, er af þessum ferðalögum leiðir fyrir hvern einstakan á hverjum stað. 2. í hverju þær greiðslur eru fólgnar. Að fengnum þessum upplýsingum leggi stjórn B.S.R.B. tillögur til sam- ræmingar á kjörum þessara starfsmanna fyrir næsta reglulegt bandalagsþing. B. 13. þing B.S.R.B. felur bandalags- félögum að kjósa nú þegar einn fulltrúa hvert í milliþinganefnd, er verði stjórn bandalagsins, starfskjara og launamála- nefndum til aðstoðar til næsta banda- lagsþings. Jafnhliða felur þingið stjórn og laga- nefnd að gera tillögu til lagabreytinga fyrir næsta reglulegt þing um fasta skipun slíks félagsráðs og hlutverk þess. Um endurskoðim framfærsluvísitölu. 13. þing B.S.R.B. skorar á alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir því að hafist verði nú þegar handa um endur- skoðun vísitölu framfærslukostnaðar, þannig að hún sýni framvegis sem rétt- asta mynd af þeim breytingum, sem á raunverulegum framfærslukostnaði verða. Ýmsar tillögur (frá menningarmálanefnd). 1. 13. þing B.S.R.B. beinir því til stjórnar Bandalagsins að athugaðir verði möguleikar á árlegri berkla-

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.