Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 13
STARFSMANNABLAÐIÐ ____________I_________ 13 menn, sem gegnt hafa starfi í 15 ár, og allan þann tíma verið í sama launaflokki. Samskonar heimild geti náð til þeirra starfsmanna, er sérstaklega skara fram úr í starfi sínu og verði heimild sú ekki bundin við starfsaldur. Framkvæmd þessara heimilda sé háð úrskurði nefnd- ar þeirrar, er um getur í næsta tölu- lið. 6. Gildandi 37. gr. launalaganna verði breytt þannig, að ákveðið verði um þriggja manna starfsmannanefnd, er sé skiþuð á sama hátt og nú og ákveðið að sá, er Hæstiréttur tilnefnir, verði nefnd- arformaður. Nefnd þessi ákvarði um flokkun allra nýrra starfsmanna og um aldurshækk- anir þeirra. Hún úrskurði ennfremur um ágreining, er rísa kann við framkvæmd laganna og reglugerða þeirra, er settar kunna að verða samkvæmt þeim og úr- skurði um notkun heimilda þeirra, er um ræðir í næsta tölulið að ofan. 7. Fundurinn telur mjög óeðlilegt, að ríkisstarfsmenn verði látnir endur- greiða af launauppbót þeirri, sem greidd hefir verið á þessu ári samkvæmt heim- ild Alþingis. Felur fundurinn fulltrúum bandalags- ins í endurskoðunarnefnd launalaga, að fylgja fast fram í nefndinni þeim sjón- armiðum, sem fram koma í ályktun þess- ari og leyfir sér að vænta þess, að hátt- virt nefnd í heild treysti sér til að taka fullt tillit til þessarar réttmætu óska samtakanna. Tillaga þessi var send launalaganefnd. Ennfremur hafa bandalaginu borist tillögur frá Starfsmannafélagi ríkis- stofnana, sem samþykktar voru á fundi þess þ. 16. þ. m. og fjallar önnur þeirra um launa og kjaramál sérstaklega, en þær eru báðar teknar hér upp. I. „Fundur í Starfsmannafélagi rík- isstofnana haldin í Iðnó mánudaginn 16. október 1950 skorar eindregið á þing og stjórn B.S.R.B., áð standa vel á verði um réttinda- og hagsmunamál félaga sinna, og fylgja fast fram margendur- teknum kröfum um lagasetningu varð- andi laun, réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna, og afnám laga um verk- fall opinberra starfsmanna. Fundurinn vill sérstaklega vekja at- hygli á því, að í f járlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir því að stað- festa enn á ný lengdan vinnutíma ým- issa ríkisstarfsmanna, og varar alvar- lega og eindregið við þeirri hættu, sem fólgin er í því, að fjárveitingavaldið breyti kjörum starfsfólksins eftir geð- þótta sínum, án þess að samtökunum sé beitt gegn slíkum aðgerðum. Varðandi frumvarp til launalaga tel- ur fundurinn að halda beri á eftirtöldum kröfum sem aðalatriðum: a. að enginn lækki á launum frá því sem nú er; b. að lægstu laun séu sambærileg við það, er tíðkast í frjálsum atvinnu- reksti, og þó eigi lægri en svo að teljast megi lifvænleg; c. að laun ríkisstarfsmanna hækki til samræmis við laun hjá stéttarfc- lögum, er almenn hækkun hefur numið 5% eða meiru. d. að afnumin sé upptalning eftir stofnunum í hvern launaflokk, en launanefnd verði falið það hlutverk að flokka eftir launastiga laganna, sbr. fyrri samþykktir félagsins og þinga B.S.B.R." II. , ,Fundur haldinn í Starfsmanna- félagi ríkisstofnana mánudaginn 16. október 1950 vill að gefnu tilefni lýsa yfir eftirfarandi:

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.