Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 2

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 2
2 STARFSMANNABLAÐIÐ meiri hækkun vísitölu en kaupgjalds, er talið að kaupmáttur launanna hafi rýrnað, en aukizt, ef kaupið hefur hækk- að meira en vísitalan. Þennan mæli- kvarða hafa báðar samstarfsnefndirn- ar, er starfað hafa á vegum A.S.Í. og B.S.R.B. notað við athuganir sínar á breytingum kaupmáttar launanna. Eins og gefið hefur þó verið í skyn í álits- gerðum beggja nefndanna, er þessi mælikvarði þó ófullnægjandi, sérstak- lega ef miðað er við núverandi aðstæð- ur í efnahagsmálum íslendinga. Til þess að þessi mælikvarði sé réttur, þarf því skilyrði nefnilega að vera fullnægt, að vísitalan sé rétt, en um það mun ekki ágreiningur, að því fer víðsvegar fjarri, að því skilyrði sé fullnægt. Skekkjan í vísitölunni stafar þó ekki fyrst og fremst af því, eins og margir halda, að vísitölugrundvöllurinn sé rangur, þótt að út af fyrir sig megi leiða að því gild rök, að svo sé, heldur af því fyrirbrigði sem við þekkjum alltof vel, að mikið vantar á það, að vörurnar séu fáanlegar með því verði, sem reiknað er með í vísitölunni. En til þess að vísitalan sé nothæfur mæli- kvarði á breytingar framfærslukostn- aðar, þarf bæði grundvöllur hennar að vera réttur, en auk þess verða vörurn- ar að vera fáanlegar eftir vild á því v^rði sem reiknað er með í henni. Það er t. d. lítil kjarabót fyrir launa- manninn, þótt sett séu lög eða reglur um það, að verð á hinum og þessum ''"uðsynjum megi ekki vera hærri en " ' og svo, ef aðeins lítill hópur manna cða jafnvel enginn getur fengið nauð- synjar á þessu lögákveðna verði. Ár- angur þessarra ákvæða verður þá sá einn, að það er vísitalan og kaupgjaldið sem haldið er í skefjum, þó raunveru- legt verðlag haldi áfram að hækka og vöruþurrð vaxi. Augljósasta dæmið um þetta efni eru ákvæðin um hámark húsaleigu sem sett voru á síðasta al- þingi, en átök þau sem urðu út af því máli, munu öllum launþegum í fersku minni. Eru með þessu ekki bornar brigð- ur á það, að tilgangur þeirra, er lög þessi settu hafi í sjálfu sér ekki verið góður. Annað dæmi er hinn alkunni vöru- skortur. Það gefur t. d. ekki rétta mynd af raunverulegum framfærslukostnaði þótt skór séu reiknaði á hinu eða öðru verði í vísitölunni, ef það kostar dags fyrirhöfn eða meira að útvega þá, eða þeir fást jafnvel alls ekki. Ég býst við því að flestir myndu því sammála, að al- menningur yrði betur settur, þótt borga þyrfti 10—20 kr. meira fyrir skóparið, ef þeir yrðu ávallt fáanlegir, heldur en þátt skórnir væru þessum mun ódýrari á pappíinum, ef það kostar 6—8 tíma í biðröð að ná í þá, ef slíkt er þá á ann- að borð nokkur kostur. Af þessum dæmum mætti það verða Ijóst hve villandi það getur verið, að líta á hlutfallið milli kaupgjalds og vísi- tölu framfærslukostnaðar, sem mæli- kvarða á kaupmátt launanna. Þótt þetta hlutfall verði hagstæðara, t. d. vegna þess að kaupgjald hefur hækkað án kauphækkunar vísitölu, þarf slíkt ekki að þýða bætt kjör, heldur jafnvel hið gagnstæða, ef erfiðleikar á vöruútveg- un og vöruskortur hefur aukist. Á hinn bóginn þarf óhagstæðara hlutfall, t. d. framkomið á þann hátt að vísitalan hef- ur hækkað án tilsvarandi kauphækkana, ekki að hafa í för með sér kjararýmun, ef fyrirhöfn við útvegun vörunnar hef- ur minnkað. Ef vísitalan væri reiknuð rétt, ætti

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.