Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Blaðsíða 10
10 STARFSMANNABLAÐIÐ Stmíél. S.R. sendi skýrslur. F.Í.S. sendi tillögur um launaflokkun. Fél. ísl. símstj. á I. fl. B-stöðvum ósk- aði eftir að símastjórarnir yrðu teknir inn á launalög. L.S.F.K. óskaði hækkunar á byrjun- arlaunum framhaldsskólakennara og launahækkunar eftir 12 ára starf, enn- fremur gerði það tillögu um að laun skólastjóra yrðu a. m. k. :,/,2 hlutum hærri en kennara og að 31. gr. breyt- ist þannig, að árslaun kennara skv. 16. og 29. gr. miðist við 8—9 mánaða kennslutíma og hækki um ,/,2 hluta heildarlauna fyrir hvern mánuð, sem kennslutíminn er skemmri. F.Í.H. gerði tillögu um að skólastjóri og kennsluhjúkrunarkonur við Hjúkr- unarkvennaskóla íslands verði teknar inn á launalög, aðstoðarhjúkrunarkonur hækki, og að aldurshækkanir verði á 3 árum í stað 6. Stmfél. ríkisstofnana safnaði skýrsl- um og sendi erindi um þessa starfs- hópa. Veðurfræðinga og aðstoðarfólk í Veðudstofunni, starfsfólk rannsóknar- stofu Háskólans og Atvinnudeildar Há- skólans, starfsfólk við Landsspítalann, starfsmenn löggildingarstofu, bifreiða- eftirlitsmenn, aðalgjaldkera og aðalbók- ara, sölumenn o. fl. auk nokkurra fleiri atriða. B. Frá félögum bæjarstarfsmanna,. Stmfél. V estmannaey jabæjar gerði nýjan samning við bæjarstjórnina og hækkuðu launin úm 5—15%, en sérstök launauppbót er þar ekki greidd. I Hafnarfirði og Reykjavík er greidd sama launauppbót og hjá ríkinu. Á ísafirði var samþykkt að greiða 15 til 17 % uppbót, en hún hefur ekki verið greidd síðan í marz á þessu ári. Hjá því bæjarfélagi hefur gengið mjög erf- iðlega að fá greidd laun og eiga starfs- menn bæjarins inni 4 mánaða laun nú um næstu mánaðamót. C. Útbreiðslustarf. Varaformaður bandalagsins sat fund með stjórn Stmfél. Akureyrarbæjar í sumar, er hann var þar á ferð, og enn- fremur átti hann tal við menn á Sauð- árkróki um stofnun félags þar. Skrif- stofan hefur átt bréfaskipti við mann á Norðfirði vegna ráðagerða þar í bæn- um um félagsstofnun. Annað hefur ekki verið unnið beint að útbreiðslustarfi af hálfu bandalagsins. D. Norrænt samstarf. Stjórninni barst bréf frá Nordiska sekretariatet för kommunale tjánste- mannaorganisationer, þar sem vakið var máls á því, hvort bandalagið myndi vilja gerast aðili, og jafnframt boðið að senda allt að 5 fulltrúa á fund, sem haldinn var í Oslo dagana 15.—17. maí síðastl. Stjórninni heppnaðist að fá Hjálmar Blöndal form. Stmfél. Reykjavíkurbæj- ar til þess að mæta á fundi þessum, og mun hann skýra frá honum og starfi þessarar samvinnunefndar. Tillaga frá stjórninni um þátttöku í samstarfi þessu liggur fyrir þinginu. E. Samstarf við önnur launþegasamtök. Bandalagsstjórnin átti frumkvæðið að því, að skipuð var samstarfsnefnd A.S.Í. og B.S.R.B. til þess að athuga um áhrif gengislækkunarlaganna á kjör launþega og fleira. Skilaði hún áliti, sem var prent- að og liggur fyrir þingfulltrúum. Auk þess starfaði önnur samstarfs- nefnd þessara aðila að lausn vísitöiu- málsins í sumar. Væri óskandi, að sam-

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.