Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Síða 9

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Síða 9
2. Að vinna kappsamlega að frágangi á frum- varpi því til launalaga, sem lá fyrir síðasta þingi B. S. R. B. ásamt frumvarpi til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, og fá þau sem allra fyrst tekin til afgreiðslu á alþingi. Núverandi dýrtíð mæðir mjög á öllum laun- þegum, en sérstaklega þeim sem fá greidd laun eftir gömlum launasamningum hjá ríki og bæjar- félögum, og hafa ekki nema að nokkru leyti fengið þau samræmd við núgildandi verðlag á neyzluvörum. Ný launalög myndu bæta mjög úr því misræmi, sem orðið er í þessu efni. 3. Að fylgja fast eftir samþykktum síðasta þings B. S. R. B. í dýrtiðar- og skattamálum. 4. Að auka fræðslustarfsemi innan bandalags- félaganna, með útbreiðslu sérprentaðra erinda um hagfræðileg og fagfræðileg efni, eða fá ráð- inn erindreka til að ferðast á milh félaganna, og flytja erindi á félagsfundum. Öll slík fræðsla er nauðsynleg til að glæða þann félagsanda, sem er ómissandi í hverju félagi, ef það á að þróast eðlilega og skilja til fulls tilgang samtakanna. Svar Hólfdans Helgasonar: 1. Þýðingarmesti árangurinn af 10 ára starfi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er, að mín- um dómi, þau öflugu samtök, sem komist hafa á milli þeirra launaflokka, sem bandalagið get- ur náð til. B. S. R. B. er nú orðið það vald með þjóðinni, sem taka verður tillit til og getur því, með vaxandi djörfung, beitt sér til fjárhagslegra og menningarlegra hagsbóta fyrir meðlimi sína. 2. Þýðingarmesta hlutverk bandalagsins verð- ur lengst af það, að tryggja launþegum sínum þau starfs- og launakjör, sem réttlát megi telj- ast á hverjum tíma. Það liggur í augum uppi, að því betur sem ríki og bæir búa að starfs- mönnum sínum í menningarlegu og efnalegu til- liti, því meiri árangurs er að vænta af störfum þeirra landi og lýð til heilla. Með beztu kveðjum og óskum um áratuga far- sælt starf bandalagsins. Svar Sigríðar Eiríksdóttur: 1. Ég tel þýðingarmesta árangurinn vera þann, að launastéttirnar hafa smám saman lært að vinna saman að kjarabótum sínum með fullum skilningi á högum annara stétta og hjálpfýsi við þær stéttir, sem verr eru settar, hvað laun og kjaramál snertir. — Sú samheldni, sem setur svipmót á bandalagið, þegar á reynir, eykur áhrif þess gagnvart valdhöfunum og verður vonandi til þess, að ekki verður unnt að sniðganga sam- tökin, þegar fram líða stundir. 2. Auk tilrauna til þess að samræma laun og kjör allra stétta innan bandalagsins, tel ég þýð- ingarmest, að gengið verði um leið ríkt eftir því, að hið bráðasta verði gengið frá lögum um réttindi og skyldur félagsmanna í starfi, þareð fyrra atriðið getur aldrei komið að fullum not- um, nema ákveðnar reglur gildi um hið síðara. STARFSMANNABLAÐIÐ 9

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.