Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Side 25

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Side 25
Hins vegar telur þingið, að nauðsynlegt sé að beina lánastarfsemi til þeirra fyrirtækja, sem ör- uggt mó telja að skapi útflutningsverðmæti eða spari gjaldeyri til stórra muna, en gerðar verði um þessi efni þjóðhagsáætlanir með líku sniði og í nágrannalöndum vorum. Þá verði og vel séð fyrir hagkvæmum lánum til smá-íbúða og til byggingarsamvinnufélaga. Endurskoðun framfærsluvísitölu. 14. þing B. S. R. B. telur, að vísitala fram- færslukostnaSar, útreiknuð eins og nú er, sýni ekki rétta mynd af þeim breytingum, sem verða' á framfærslukostnaðinum, og rýri það mjög þá tryggingu, sem hækkun kaupgjalds til samræmis við hæfckun vísitölu veitir launiþegum gegn sí- minnkandi kaupmætti launanna. Fyrir því telur þingið knýjandi nauðsyn til þess bera, að hafist sé þegar faanda um endur- skoðun á vísitölugrundvellinum og aðferðum við útreikning vísitölunnar. Telur þingið rétt að skipuð verði nefnd í því skyni og eigi sæti í henni fulltrúar launþegasam- takanna, ríkisvaldsins og atvinnurekenda. Fram- ikvæmi nefndin endurskoðunina og leitist við að finna grundvöll fyrir það fyrirkomulag launa- greiðslna, er sé launþegum í senn meiri trygg- ing fyrir óbreyttum kaupmætti launa en nú- verandi fyrirkomulag veitir og stofni þó verð- gildi peninga eigi í hættu. Felur þingið stjórn bandalagsins að leita sam- vinnu um þetta við önnur launþegasamtök og aðra þá aðila, er kynnu að vilja ljá málinu lið, og hrinda þessu mikilvæga hagsmunamáli laun- þega í framkvæmd hið fyrsta. Skattamál. I. 14. þing B. S. R. B. bendir á þær staðreyndir, að skatt- og útsvarsstiginn er orðinn úreltur, út- reiknimgur persónuskatta flókinn og margþætt- ur og eftirlit með framtölum annarra en launa- manna algjörlega ófullnægj andi, og skorar því eindregið á Alþingi og ríkisstjórn að hefja nú þegar endurskoðun á skatta- og útsvarslögum. Við endurskoðunina verði m. a. eftirfarandi tekið til greina: 1. Persónufrádráttur verði ákveðinn í fyrsta sinn eftir útreikningi Hagstofu íslands með hliðsjón af þurftarlaunum, en breytist síð- an í samræmi við vísitölu framfærslukostn- aðar. 2. Allir persónuskattar, svo sem útsvar, kirkjugarðsigjald, eignarskattur, eignar- skattsviðauki, tekjuskattur, tekjuskattsvið- auki og stríðsgróðaskattur verði lagðir á í einu lagi og greiddir á sama stað. Tekið verði upp staðgreiðslukerfi hliðstætt því, sem er í ýmsum öðrum löndum. 3. Að hvort hjóna fyrir sig sé sjálfstæður skattþegn með tilhögun um framkvæmd skattaákvæða í samræmi við framkomið frumvarp á Alþingi um hjónaskatt á þskj. nr. 15 og nr. 72. 4. Að mat á fasteignum og öðrum eignum til skattsálagningar verði fært til samræmis við annað verðlag í landinu. II. Vegna misræmis, sem nú er um innheimtu og gjalddaga útsvara og skatta a. m. k. víðast hvar í bæjum og meðan efcki er komið á staðgreiðslu- kerfi, beinir 14. þing B. S. R. B. þeim eindregnu tilmælum til skattayfirvaldanna og annarra fram- kvæmdaraðila, að greiðslu gjalda verði dreift sem jafnast ó alla mánuði gjaldársins og að sett verði nú þegar faámarksákvæði um frádrátt af kaupi ilaunþega hjá atvinnurekendum þannig, að samanlagðar skatta- og útsvarsgreiðslur nemi aldrei meir en helmingi af útborgunarupphæð hjó einhleypum og einum þriðja af útborg- unarupphæð hjó fjölskyldumönnum. II. Um starfskjör. I. 14. þing B. S. R. B. skorar á ríkisstjórnina að leggja fram á Alþingi því, er nú situr, frumvarp það til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem ríkisstj órnin hefur látið semja, með þeim breytingum, sem B. S. R. B. heíur gert á því. Jafnframt felur þingið stjórn bandalagsins að fylgja þessu máli fast eftir, og skorar á banda- lagsfélögin að veita bandalagsstjórn allan þann stuðninig, sem þau mega. II. 14. þing B. S. R. B. lítur svo á ,að stefna beri að því eðlilega marki að takmarka óhóflega aukavinnu, en fjöldi starfsmanna miðaður við það, að störfum í hverri starfsgrein verði að öllum j afnaði lokið á reglulegum vinnutíma, enda séu laun opinberra starfsmanna ákveðin þannig, að þeim sé ekki nauðsynlegt að afla sér auka- vinnu til iþess að tryggja lífsframfæri sitt. Telur þingið rétt, að þetta sjónarmið sé haft til hlið- sjónar við setningu laganna um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. III. 14. þinig B. S. R. B. skorar á ríkisstjórnina að endurskoða nú þegar, í samráði við B. S. R. B., STARFSMANNABLAÐIÐ 25

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.