Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Side 27

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Side 27
Stjórn B. S. R. B. Sitjandi, talið frá vinstri: Þorvaldnr Árnason, Arngrímur Kristjánsson, Ölafur Björnsson, Sigurður lngimundarson. Standandi: Magnús Eggertsson, Eyjólfur Jónsson, Steingrímur Pálsson, Guðjón B. Baldvinsson, Karl O. Bjarnason. reglur þær, sem nú gilda um greiðslu ferða- kostnaðar og bifreiðaleigu til opinberra starfs- manna, og samræma þær núverandi verðlagi. Þingið telur einnig nauðsynlegt að settar verði hið fyrsta reglur um vinnutíma opinberra starfs- manna á ferðalögum og felur stjórn B. S. R. B. að beita sér fyrir því og samræma dagpeninga- greiðslur, þar sem þingið telur óeðlilegt að dag- peningagreiðslur allra opinberra starfsmanna skuli ekki vera jafn háar. Samninganefnd ríkisvaldsins og B. S. R. B. „14. þing B. S. R. B. beinir þeirri áskorun til ríkisstj órnarinnar, að hún fallist á það af sinni hálfu að skipuð verði samninganefnd til þess að fjalla um deilumál, er upp krmna að koma milli ríkisvaldsins og B. S. R. B., og leitist við að finna samkomulagsgrundvöll, er þau mætti leysa“. Skipulagsmál bandalagsins. Lögum bandalagsins var breytt á þinginu og taka þær breytingar gildi 14. febr. 1952. Helzta breytingin er að regluleg fulltrúaþing verða hér eftir annaðhvort ár. Félögunum ber því að kjósa fulltrúa til tveggja ára eftir ,15. febrúar n. k. miðað við félagatölu 31. des. n. k. Fjölgað var í stjórn bandalagsins um tvo menn þannig að hún er nú skipuð 9 mönnum. 14. þing B. S. R. B. kaus 5 manna milliþinga- nefnd „til þess að vinna ásamt stjórn banda- lagsins að gagngerðri endurskoðun á skipulags- málum þess. Skal hún leggja fram tillögur sínar fyrir næsta reglulegt bandalagsþing". Þessir voru kosnir í skipulagsnefndina: Lárus Sigurbjörnsson, Andrés G. Þormar, Þórballur Pálsson, Arni Þórðarson og Sigurður Ingason. Lagabreytingarnar verða fjölritaðar og sendar félögunum, þykir rétt að láta prentun bíða fram yfir næsta fulltrúaþing vegna starfa skipulags- nefndar. Félagsheimili. „14. þing B. S. R. B. telur rétt að hefja undir- búning að stofnun félagsheimilis í Reykjavík og felur stjórn B. S. R. B. framkvæmdir. Heimilar þingið bandalagsstjórn að leggja í félagsheimilis- sjóð kr. 30.000 (þrjátíu þúsund krónur)“. Næsta þing. „Með því að stjórn. B. S. R. B. hefir ekki orðið við tilmælum síðasita þings um að láta flytja er- STARFSMANNABLAÐIÐ 27

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.