Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 29

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1951, Qupperneq 29
indi um manneldi hér á þinginu, beinir 14. þing B. S. R. B. þeim tilmælum til stjórnarinnar, að úr þessu verði bætt á næsta þingi“. Erindi. Á þinginu voru flutt tvö erindi. Þorvarður J. Júlínusson hagfræðingur flutti greinagott erindi um efnahagsmál, og urðu út af því nokkrar um- ræður. Ármann Halldórsson námsstjóri framhaldsskóla í Reykjavík flutti erindi um þróun og sögu ís- lenzkrar kennarastéttar, og var það fróðlegt og sögulegt. t Stjómarkjör. í stjórn bandalagsins næsta starfsár voru kosnir: Formaður: Ólafur Björnsson prófessor. Varaformaður: Arngrímur Kristjánsson, skóla- stjóri. Meðstjórnendur: Steingrímur Pálsson, símritari, Þorvaldur Árnason skattstjóri, Guð- jón B. Baldvinsson deildarstj óri, Magnús Egg- ertsson lögregluþjónn, Eyjólfur Jónsson fulltrúi, Karl Ó. Bjarnason varaslökkviliðsstjóri og Sig- urður Ingimundarson gagnfræðaskólakennari. I varastjórn voru kjörnir: Séra Jakob Jónsson, Baldur Möller fulltrúi, Karl Halldórsson toll- vörður og Þorsteinn Egilson fulltrúi. Endurskoðendur voru kjörnir: Björn L. Jóns- son veðurfræðingur, Andrés G. Þormar aðal- igjaldkeri, og til vara: Lárus Sigurbjörnsson full- trúi. Á þingfundi 13. nóvember fóru fram þingslit með venjulegum hætti og var síðan tekin mynd af viðstöddum þingfulltrúum, og er hún birt hér í blaðinu. í tilefni 10 ára afmælis bandalagsins snæddu fulltrúar sameiginlega kvöldverð í Verzlunar- mannaheimilinu mánudagskvöldið þ. 12. nóvem- ber í boði bandalagsstjórnar. Af sama tilefni þágu fulltrúar ásamt mökum sínum veitingar í boði ríkisstjórnarinnar í ráð- herrabústaðnum í Tjarnargötu, síðdegis laugar- daginn 10. nóv. Forsætis- og félagsmálaráðherra tók á móti gestum ásamt frú sinni, en auk hans voru viðstaddir þrír aðrir ráðherrar, þ. e. dóms- málaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnumála- ráðhera. Var veitt af rausn og skemmtu menn sér hið bezta. Boðið var þakkað af þingforseta Helga Hallgrímssyni og formanni bandalagsins Ólafi Bjömssyni. Þingið var haldið í sama fundasal og fyr.-.ti undirbúningsfundurinn að stofnun samtakanna var haldinn, þ. e. í samkomusal Útvegsbankans. Sunnudagskvöldið 11. nóvember þágu fulltrú- ar smurt brauð og öl í boði bankans, og í fáum orðum sagt var allt gert af hálfu starfsmanna- félags bankans og stjórn hans til þess að sem bezt tækist um dvölina í þessum sögulegu húsa- kynnum. Sendi þingið og verðugt þakklæti fyrir gest- risnina. Síðustu fréttir: Á 150. fundi bandalagsstjórnarinnar var Starf- mannafélag stjórnarráðsins tekið inn í banda- lagið. Ríkisstjórnin hefir fallist á að mæta ósk bandalagsins um skipun samninganefndar til að fjalla um ágreiningsmál milli þessara aðila. Þjéðlegasta tóbaksnotkunin er að ta\a í ncfið. Höfum ávallt fyrirliggjandi neftóbak í 250 gr. glerkrukkuni og neftóbak í 50 gr. smádósum. TÓBÁKSEINKASALA RÍKISINS ■Jf| ii ii mi ............................ -V" --„„------„„-„„-------„4. STARFSMANNABLAÐIÐ 29

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.