BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Page 1
Selfoss: bæjarstjórnin dregur í land
Stjóm og trúnaðarmenn Starfsmannafélags
Selfoss hittust á fundi mánudaginn 12. mars og
fjölluðu um tílboð bæjarstjómar þess efnis að
hluti gjaldskrárhækkunar rafmagns frá 1. febrúar
gengi til baka. I ljósi tilboðsins hefur ný
atkvæðagreiðsla í félaginu um kjarasamningana
nú verið ákveðin - 15. og 16. þ.m. - en eins og
kunnugt er var Starfsmannafélag Selfoss eina
BSRB- félagið sem felldi samningana, og það
með miklum mun.
í tilboði bæjarstjómarinnar er gert ráð fyrir
2.75% hækkunrafmagnsístað7% hækkunarinnar
frá 1. febrúar, og lækkar núverandi verð um 4%
samkvæmt þessu. Gert er ráð fyrir því að
núverandi hitaveituverð haldist óbreytt.
Með fylgir yfirlýsing þess efnis að rafmagns-
verð hækki ekki um meira en 70% til 85% af
verðhækkunum RARIK ef af þeim verður, og
hitaveitan ekki umfram 30% til 40%. Olíklegt er
talið að nokkrar breytíngar á gjaldskrám RARIK
séu á döfinni.
Að Starfsmannafélagi Selfoss slepptu hafa
samningarnir nú verið samþykktir í öllum
aðildarfélögumBSRB nema Starfsmannafélagi
SiglufjarðarogHjúkxunarfélagi Islands.Þáhefur
ekki verið gengið til atkvæða um samningana á
Sauðárkróki.
Meðal efnis:
Kjarasamningarnir - og
hvað svo?
Ferðanefnd: ítarlegar upp-
lýsingar um orlofsferðirnar
Verðlagseftirlit verkalýðs-
félaganna;rífandi undir-
tektir
Nýjar tillögur í húsnæðis-
málunum
KOSIÐ I SFR
Stjórnarkosning verður háð á og í tengslum
við aðalfund Starfsmannafélags ríkisstofnana
✓
29. mars n.k. I framboði til formanns eru
Einar Ólafsson, núverandi formaður, og
SigríðurKristinsdóttir,sjúkraIiði.Einarhefur
gegnt formannsembættinu frá árinu 1969.