BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 3

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 3
Hækkun lyfja mótmælt Heilbrigðishópur BSRB sendi nýlega frá sér ályktun þar sem mótmælt er verðhækkunum þeim sem orðið hafa á lyfja- og sérfræðikostnaði í heilbrigðisþjónustunni. ,d*jóðarsáttin í nýgerð- um kjarasamningi gerir ekki ráð fyrir hækkunum á þjónustu sem þessari,” segir í ályktuninni. Heilbrigðishópurinn er einn þeirra vinnuhópa sem settir voru á stofn á vegum BSRB síðastliðið sumar, og hafa þeir það verkefni með höndum að fara ofan í saumana á ýmsum þáttum velferðar- kerfisins. Að sögn formanns vinnuhópsins, Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Sjúkraliðafélagi íslands, hafa þegar verið haldnir tveir fundir það sem af er þessu ári, og í bígerð er að fj alla náið um niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu. ✓ I ályktuninni lýsir heilbrigðishópurinn sig fylgjandi grundvallarhugmyndum þeim sem búi að baki svokölluðum „bestukaupalista,” þar sem ótvírætt sé verið að hvetja lækna til að ávísa á ódýrustu lyfin, og lækkaþarmeð heildarkostnað Ný stjórn hjá útvarpsmönnum Baldur Jónasson hefur verið kosinn formaður stjómar starfsmannafélags Ríkisútvarpsins. Hann leysir Magnús Einarsson af hólmi, en Magnús hefur gegnt þessum starfa síðasta árið. Á aðalfundi starfsmannafélagsins semhaldinn var 28. febrúar síðastliðinn var ný stjóm kjörin. Hana skipa auk B aldurs formanns þau Ragnheiður ✓ AstaPétursdóttir, varaformaður; Guðrún Eyberg, ritari; Kristín Þórarinsdóttir, gj aldkeri og Magnús Einarsson, meðstjómandi. lyfja. Þó vanti ýmis lyf á listann, og því sé nauð- synlegt að endurskoða hann með jöfnu millibili. Hópurinn er fylgjandi lækkun sérfræði- kostnaðar í heilbrigðisþjónustunni með því að gera heilsugæslustöðvamar virkari. Jafnframt átelur hann það harðlega að þeir sjúklingar sem sjúkdóms síns vegna þurfa á sérffæðiþjónustu að halda séu skattlagðir svo sem sýnt er. „Augljós- lega þarf að koma til móts við þessa sjúklinga meðeinhverskonarþaki,” segiríályktun hópsins, en hann skipa auk Kristínar þau Sigrún Björg Ingþórsdóttir, fóstra; Ingibjörg Halldórsdóttir, meinatæknir; Hulda S. Ólafsdóttir, sjúkraliði; Ásgerður Helgadóttir, ljósmóðir; Hanna Dóra Stefánsdóttir, þroskaþjálfi; Kristjana Sigurðar- dóttir, þroskaþjálfi; Áslaug Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur; Hólmfríður Geirdal, hjúkmnarfræðingur og Guðrún Björg Sigur- bjömsdóttir, Ijósmóðir. F élagsmálaskólinn Námskeið í Munaðarnesi Næsta námskeið Félagsmálaskóla alþýðu verður haldið í Munaðamesi núna um mánaða- mótin, og því meira en tfmabært fyrir áhugasama BSRB- félaga að fara að hugsa sér til hreyfings. Rekstur skólans annast Menningar- og fræðslusamband alþýðu -MFA- en með laga- setningu ffá í vor leið á BSRB aðild að honum. Það fer því vel á því að námskeiðinu núna skuli vera fundinn staður í Munaðamesi, á heimavelli BSRB, en þetta er í annað sinn sem félagar BSRB og ASÍ sækja námskeið Félags- málaskólans í sameiningu. Nánar til tekið stendur námskeiðið yfir dagana 25. mars til 7. apríl n.k. og er svonefnd fyrsta önn skólans. Markmiðið er að auka þekkingu og þjálfun launafólks í greinum sem tengjast hags- munamálum þess og hugðarefnum, og ræðst val námsgreina og viðfangsefna af þessu markmiði. Meðal margs annars er fjallað um kjaramál, 3

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.