BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 11

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 11
sem hafa litla þekkingu á vaxtamálum, og hafa ekki hirt um að færa sparifé sitt yfir á bestu reikningana. Verðtrygging á vísitölubundnum lánum er viðbót við höfuðstól láns vegna verðhækkana. Dæmi: Ef innstæða er 100.000 krónur á verðtryggðum reikningi og vísitala mælir 10% verðbólgu verða verðbætur á árinu 10.000krónur. Þótt mönnum líði vafalaust betur við það að sjá fé hlaðast upp á reikningnum eykur verð- tryggingin ekki raunvirði innstæðunnar, hlutverk hennar er að halda því óbreyttu. Forvextir eru teknir af víxlum strax í upphafi lánstíma. Menn slá 100.000 króna víxil, en fá ekki nema 95.000. Því hefur verið haldið mjög á lofti eftir nýgerða kjarasamninga að lækkun vaxta og verðbólgu væri sérstaklega hagstæð skuldurum. Hér eru stundum notuð slæm rök til þess að styðja góðan málstað. I raun breyta samningamir litlu fyrir þá sem skulda verðtryggð lán. Um þetta gegnir svipuðu máli og launin sem samið var um, tölur lækka frá því sem líklega hefði orðið, en verð- gildið breytist lítið. Tveir hópar hagnast að öllum líkindum öðmm fremur á samningunum. I fyrsta lagi sparifjáreigendur. Eins og komið hefur fram voru vextir á sparisjóðsbókum nálægt 10% lægri en verðbólga árið 1989 (mínus 9-10% raunvextir). Ef verðbólga fer að nálgast núll verður erfiðara fyrir bankana að halda raunvöxtum svo lágum, því að mínusnafnvextir yrðu vafalaust óvinsælir. Aðrir sem hafa sérstakan hag af lækkun verðbólgu eru þeir sem skulda óverðtryggð lán. Þetta em öll lán sem em til skemmri tíma en tveggja ára. í 30% verðbólgu þarf að borga afborgun af láninu og um 40% vexti. Eftirstöðvamar brenna hins vegar hratt upp í verðbólgunni. Ef verðbólga er engin em greiddir um 10% vextir auk afborgunar. Verðbólga rýrir hins vegar ekki eftirstöðvarnar. Því fá þeir sem skulda óverðtryggð lán nú lengri tíma til að borga þau upp. í samnin gu num var gerð spá um þróun verðlags og er þar gert ráð fyrir 6-7% verðbólgu á árinu. Sett em 2 rauð strik á framfærsluvísitöluna, ímaí og í september. Launanefnd BSRB og launagreið- enda er heimilt að bæta verðhækkanir umfram rauðu strikin að fullu. Ef ekki næst samkomulag í launanefnd hafa fulltrúar launþega úrskurðar- vald, en atvinnurekendur geta sagt samningnum upp. Því er sjálfur samningurinn í hættu ef ekki tekst að halda aftur af verðlagi. Framfærsluvísitalan fylgdi spá samningsaðila nokkum veginn í febrúar og mars. En hún má aðeins hækka um 1,2% fram til 1. maí. Lítið má út af bera svo að hún fari ekki yfir mörkin, því að í maí em bifreiðatryggingar teknar inn í vísitöluna ogþaðveldur0,4% vísitöluhækkun. Þvíeríraun ekki nema 0,8% hækkun upp á að hlaupa næstu 2 mánuði. Það yrði heilmikill áfangi (móralskur sigur) í baráttunni við verðbólguna ef tækist að haldaverðlagiundirstrikinu l.maí. Samterekki rétt að hafa allan hugann við þann dag. Meiru varðar að haldið verði aftur af þenslu og launa- skriði svo að ekki fari fyrir þessum samningum eins og tímamótasamningunum í febrúar 1986. Þá var verðbólga fyrstu mánuðina örlitlu undir spá samningsaðila, en fór aðeins yfir rauð strik í maí og ágúst. En um haustið fór allt úr böndum vegna þenslu og launaskriðs. Verðbólgan 1986 varð 13% en stefnt var að 7-8%. Árið eftir hækkaði verðlag um 26%. Sigurður Jóhannesson Skera hvað? Útgáfu- og fræðslunefnd BSRB heldur fræðslufund um hagræðingu í opinbemm rekstri þriðjudaginn 3. apríl n.k. í Félagamiðstöðinni, Grettisgötu 89, og hefst hann kl. 20.00. Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni gerir grein fyrir því starfi sem þar hefur verið unnið í þessa vem, og hvemig það horfir við starfsfólkinu. Þá mun annar hvor hagfræðinga BSRB, Björn eða Sigurður, ræða um viðfangsefnið á almennari nótum. Fleiri fræðslufundir em íbígerð. Meiningin er að taka til umfjöllunar nærtæk efni á borð við vexti, lífeyrismál, Evrópubandalagið og málefni landbúnaðarins svo eitthvað sé nefnt. 11

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.