BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 2

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 2
Nýjar tillögur í húsnæðismálunum Þann 3. júlí 1989 skipaði Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, nefnd til að fjalla um félagslega hluta húsnæðiskerfisins. Undirrituð var fulltrúi BSRB í nefndinni, en í febrúar 1990 skilaði hún áliti í fjórum meginþáttum. 1. Drög að ffumvarpi til laga um Húsnæðis- stofnun rikisins, þar sem kaflinn um félagslega húsnæðiskerfið er endur- skoðaður. 2. Tillögur um breytt skipulag Húsnæðis- stofnunar og stjómun húsnæðismála í landinu. 3. Tillögur um húsaleigubætur, leigu- miðlanir og aukið framboð á leigu- húsnæði. 4. Tillaga um endurskoðun laga um húsaleigusamninga. Hér á eftir er drepið á helstu tillögur nefndar- innar: Skipulag: Til að dreifa valdi Húsnæðis- stofnunar rikisins og færa þjónustuna nær þeim sem hennar njóta, leggur nefndin til að landinu verði skipt í 5—8 húsnæðisumdæmi. I hvexju umdæmi starfi stjóm semreki skrifstofu og annist áætlanagerð, tillögur um lánveitingar til félagslegra íbúða og þjónustu við almenning á sínu svæði. Lánamál: Einfaldaberlánakerfið, fækkalána- flokkum og flytja þá lánaflokka sem lána til félagslegs húsnæðis og era nú í Byggingarsjóði ríkisins yfir í Byggingasjóð verkamanna. Láns- tími og lánshlutfall verði samræmt, en vextir verði mismunandi eftir því hvort um er að ræða almennar eða félagslegar íbúðir. S amræmdir verði vextir á framkvæmdalánum og hækkun vaxta á lánum ffá Byggingasjóði verkamanna, en þess jafnframt gætt að vaxta- hækkunin hækki ekki greiðslubyrði þeirra lægst launuðu, að teknu tilliti til vaxtabóta og húsaleigu- bóta til leigjenda sem nefndin gerir tillögur um. Leigumál: Greiddar verði húsaleigubætur til allra þeirra leigjenda sem eru undir þeim tekjumörkum sem miðað er við í félagslega húsnæðiskerfinu og búa í íbúð undir 130 fm. Húsaleigubætumar verði greiddar í gegnum skattakerfið og fjármagnaðar af ríkissjóði, líkt og vaxtabætur til íbúðareigenda. í öllum stærri sveitarfélögum starfi leigu- miðlanir sem veiti leigjendum þjónustu, staðfesti löglega húsaleigusamninga og annist önnur þau verkefni sem snerta leigjendur. Eins og sjá má er hér aðeins tæpt á málum. Lítið rými er fyrir hendi í blaði sem þessu, og því ekki mögulegt að gera starfi nefndarinnar fyllri skil á þessum vettvangi. Framvarpið með athuga- semdum og skýrsla nefndar um félagslega húsnæðiskerfiðliggur frammi á skrifstofu BSRB öllum til aflestrar ef fólk vill glöggva sig á mál- unum. Ama A. Antonsdóttir Smáskammtalækningar á móti bragði? í kjölfar kjarasamninganna á dögunum bárust BSRB fjölmargar kvartanir vegna verðhækkana í mötuneytum, og sendu samtökin mótmæli til stjórnvalda vegna þessa. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent mötuneytum sem undir það heyra erindi þar sem þess er óskað að orðið verði við kröfu stjómar BSRB um að verðhækkanir sem ekki samrýmast markmiðum og forsendum nýgerðra kjarasamning verði teknar til baka. Ráðuneytið hefur einnig farið þess á leit að mötuneytin upplýsi um gang mála. Þegar hafa borist nokkur svör þar sem mötu- neyti sverja af sér allar hækkanir. í einhveijum tilvikumhafaverið haldnir fundir með starfsfólki þar sem reynt hefur verið að ná samkomulagi um verð og skammtastærð.

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.