BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Qupperneq 4

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Qupperneq 4
samningsgerð, félags- og fundastörf, hagffæði og greinaskrif. Mikið er lagt upp úr hópstarfi og áhersla lögð á að þátttakendur kynnist sem best sín í milli. Réttur BSRB- félaga til þátttöku í skólastarfinu án tekjuskerðingar er enn ekki kominn inn í kjarasamninga, enda bandalagið nýmætt til þessa Stjórn BSRB: Höldum þeim við efnið „BSRB hvetur alla landsmenn til þátttöku í aðhaldi og verðgæslu og minnir ríkisvald, sveitarstjórnir og atvinnurekendur á þær skuldbindingar sem þeir hafa tekist á hendur með kjarasamningunum,” segir í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar BSRB hinn 22. febrúar síðastliðinn. Stjórnin segir niðurstöðuna í atkvæðagreiðslu Starfsmannafélags Selfoss um kjarasamningana sýna það ótvírætt hver alvara búi að baki, en þar voru samningarnir kolfelldir vegna hækkana á gjöldum veitustofnana. „BSRB fagnar þeirri víðtæku samstöðu sem myndast hefur í þjóðfélaginu um þau megin- markmið nýgerðra kjarasamninga að tryggja kaupmátt launa, draga úr fjármagnskostnaði og lækka verðbólgu. Þegar hefur sá árangur komið í ljós að fyrirhugaðar hækkanir hafa víða verið felldar niður eða úr þeim dregið, enda er það skilyrði fyrir því að markmiðum samninganna verði náð, að allir leggist á eitt að forsendur þeirra haldi,” segir í ályktun stjórnarinnar. leiks. Þátttökugjaldið er 18 - 20.000 krónur, og mælist útgáfu- og fræðslunefnd B SRB til þess að aðildarfélögin leggi út fyrir kostnaði, og óski síðan endurgreiðslu hjá starfsmenntunarsjóði. Samflotið fordæmir verðhækkanir Er jafnvel „frysting óréttlætis” okkur of góð?! Viðræðunefnd Samflots (bæjarstarfsmanna- félaganna) kom saman tilfundar íbyijun mánaðar og samþykkti harðorða ályktun um verðhækkanir á ýmsum vörum og þjónustugjaldskrám sem átt hafa sér stað síðan gengið var frá kj arasamnin gum. Lýsir viðræðunefndin yfir fullum stuðningi við afstöðu Starfsmannafélags Selfoss, en þar voru samningamirkolfelldir vegna hækkana á gjöldum veitustofnana. „Viðræðunefnd Samflots fordæmir þær hækkanir á vöru og þjónustu- gjaldskrám ýmissa opinberra stofnana og fyrirtækja, þ.m.t. sameignarfyrirtækja rikis og sveitarfélaga, sem átt hafa sér stað þvert ofan í umsamin markmið og algjörar forsendur þjóðar- sáttar,” segir orðagrannt í ályktuninni. Þá segir að forsvarsmenn aðildarfélaga að þessari þjóðarsátt hafi lagt sig fram um að sann- færa félaga sína um nauðsyn þess að taka ábyrgan þátt í þessari tilraun, í trausti þess að allir taki á sig þá „frystingu óréttlætis” sem í henni felist, þrátt fyrir það að launafólk geti fært gild rök fyrir réttmæti leiðréttingar launa. ,d>ví er það skýlaus krafa að þessar hækkanir verði þegar í stað dregnar til baka og aðilar sýni þann drengskap að standa við gefin fyrirheit. Verði það ekki gert er ljóst að forsendur samkomu- lagsins eru brostnar og hlýtur að verða tekið mið af því við fyrsta rauða strikið í maí n.k.” 4

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.