BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 5

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 5
Jafnréttisnefndin og 8. mars Á fundi Jafnréttisnefndar BSRB þann 28. febrúar síðastliðinn var samþykkt eftirfarandi ályktun: „I tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, vill Jafnréttísnefnd BSRB hvetja íslenskar konur til að herða baráttuna fyrir jöfnum kjörum kvenna og karla. Nefndin minnir á að enn er langt í land að þessu takmarki sé náð. Að jafnaði ná íslenskar konur aðeins 70% til 80% af tekjum karla. Nefndin vill ennfremur benda á að enn gætir fordóma í garð kvenna, innan verkalýðshreyf- ingarinnar ekki síður en utan. Þess vegna er aukin þátttaka kvenna í starfi samtaka launafólks nauðsynleg svo að markmiðunum um kjaralegt og félagslegt jafnrétti kynjanna verði náð. Nefndin fagnar því að samtök kvenna hafa nú opnað miðstöð gegn kynferðislegu ofbeldi. Auknar upplýsingar í þessum efnum gætu leitt til upprætingar hvers kyns ofbeldis og beitingu aflsmunar í þjóðfélaginu. Virðing fyrir einstakl- ingnum, kjaralegt og félagslegt jafnrétti kynjanna, er forsenda þess að hægt sé að lifa fijáls í frjálsu landi.” Björn í Genf Bjöm Amórsson, hagfræðingur BSRB, er nýkominn heim frá Genf, en þar sat hann fund Ráðgjafanefndar EFTA dagana 6. og 7. mars. Ráðgjafanefndina skipa ýmsir aðilar sem hags- muna eiga að gæta í viðræðunum milli EFTA og EB. Ari Skúlason er fulltrúi ASI í nefndinni, en að auki eigafulltrúar atvinnurekenda sæti í henni. Formaður nefndarinnar er Ólafur Davíðsson, formaður íslenskra iðnrekenda. FyrirfundinníGenfhittustfulltrúarverkalýðs- hreyfingarinnar. Voru fyrri viðhorf ítrekuð; áhersla skyldi lögð á félagsmálaþáttinn, samtímis því sem viðræðum EFTA og EB þyrfti að hraða. Stærsti málaflokkurinn á nýafstöðnum fundi Ráðgjafanefndarinnar var tvímælalaust þróunin í Austur- Evrópu, og hvaða áhrif hún hefði á viðræður EFTA og EB. Að vonum verður ekki sagt að endanleg niðurstaða hafi náðst um þau mál. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn í Svíþjóð í júní, en hún hittist tvisvar til þrisvar á ári. Fyrirbyggjandi samskipti Nokkur brögð hafa verið að því að ríki og sveitarfélög hafa ekki virt rétt einstaklinga til biðlauna, og hefur BSRB staðið í málaferlum fyrir hönd ýmissa aðildarfélaga vegna slíkra mála. Eitt mál af þessu tagi er öðrum undarlegra fyrir þá sök að bæjarstjómin sem í hlut á hefur neitað að láta nauðsynleg gögn af hendi, og reyndar haft í hótunum vegna málsins. Hér er um að ræða Njarðvíkurbæ, en í niðurlagi bréfs sem bæjarstjórinn þar skrifaði vegna þessa máls segir á þá leið að verði málið ekki látið niður falla „er mér nauðugur sá kostur að leggj a til að ráðstafanir verði gerðar til að slíkar kröfur rísi ekki í framtíðinni.” Útgáfumálin Fréttabréf B SRB- tíðinda kemur nú út í fyrsta skipti. Ætlunin er að það verði á ferðinni mánaðar- lega eða þar um bil, og fj alli eins og nafnið bendir til um það sem efst er á baugi innan bandalagsins hverju sinni, greini frá samþykktum, ályktunum, málalokum margs konar erinda sem berast til BSRB, námskeiðum og félagsstarfi, svo tæpt sé á því helsta. Fréttabréfinu verður fyrst um sinn dreift til stjóma aðildarfélaga og annarra þeirra sem félögin sj álf tiltaka, trúnaðarmanna og, síðast en ekki síst, á vinnustaði. BSRB- tíðindi voru endurvakin fyrir því sem næst réttu ári, og höfðu útgáfumál bandalagsins þá legið nokkuð í láginni árin á undan. Eftir þreifingamar fyrsta árið um form og efni hefur nú verið ákveðið að stinga út kúrsinn í útgáfu- málunum með svofelldum hætti: fféttabréfið kemur út mánaðarlega eins og áður sagði, eða einstíttogtilefni gefast. EnnfremurkomaBSRB- tíðindin út tvisvar á ári, og þá aftur á formi tímarits en ekki lengur sem dagblað. BSRB-tíðindi: umsjónar- og ábyrgðar- maður: Hjörleifur Sveinbjörnsson 5

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.