BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Blaðsíða 9
Tímabil Vikuverð í
íslenskum krónum
8.6.- 6.7. 27.200
6.7. - 13.7. 31.600
13.7. - 20.7. 37.200
20.7. - 10.8. 39.700
10.8. - 17.8. 37.100
17.8. - 24.8. 30.500
24.8.-31.8. 28.100
31.8.- 7.9. 25.600
Bílaleigubílar í Luxemburg
Boðið er upp á bíla frá tveimur bílaleigum,
alþjóðafyrirtækinu Hertz og hinni íslenskættuðu
Lux Viking. Hér á eftir fer verðlisti hinnar síðar-
nefndu, en verðið hjá Lux Viking er heldur hærra
en hjáHertz. Helgast mismunurinn af því að Lux
Viking býður að jafnaði upp á heldur kraftmeiri
bfla, að sögn talsmanna fyrirtækisins.
Ótakmarkaður akstur er innifalinn, kaskó-
trygging og skattur. Farþegatrygging (P.A.I.)
kostar 200 krónur á dag aukalega.
1 vika 2 vikur 3 vikur
Fiesta 1.0 C 3d. 11.803 21.481 31.160
Fiesta 1.4 CLX 5d. 13.497 24.565 35.632
Fiesta 1.8 DCL 5d. 13.531 24.627 35.723
Escort 1.4 Bravo 14.071 25.609 37.149
Sierra 2.0 CLX 17.393 32.350 46.959
Sierra 2.0 GLX Stw. 18.435 34.288 49.775
Scorpio 2.0 CLi 25.573 49.612 72.116
Transit minibus 24.378 46.318 65.819
Mitsubishi minibus 26.098 49.586 70.463
Fyrstu brottfarardagar ef ferðast er til annarra
staða en Kaupmannahafnar og Luxemborgar:
Oslo 1.6.
Stokkhólmur 5.6.
Gautaborg 14.6.
New York 12.6.
London 5.6.
Salzburg 24.6.
Gert er ráð fyrir að hægt sé að velja sér flug til
ofangreindra staða í miðri viku.
London og New York eru nýir áfangastaðir í
ár. í Salzburg er boðið upp á íbúðarhótel, og
Samvinnuferðir-Landsýn verða ferðalöngum
innan handar um útvegun hótelherbergja sé þess
óskað.
Selt verður í ferðirnar 31. mars n.k. kl.
10.00 í húsi BSRB, Grettisgötu 89. Félagsmenn
sem búa á höfuðborgarsvæðinu komi þangað og
gangi frá sínum málum, en félagsmenn af
landsbyggðinni hringi í síma 91-26688 og 91-
29644. Sxðamefndi hópurinn gerir þóenn betur í
því að koma pöntunum sínum á framfæri deginum
áður, föstudaginn 30. mars, og þá áformi telefax.
Telefaxnúmer BSRB er 29106.
Félagsmenn sem búa utan höfuðborgar-
svæðisins eru hvattir til að nýta sér þessa
pöntunaraðferð, og láti eftirfarandi upplýsingar
koma fram:
Nafn
kennitala (fyrst og fremst BSRB-
félagans sem pantar)
fjöldi ferðalanga, og aldur bama
sími, heima og í vinnunni
hvert ferðinni er heitið
hvenær
hvenær heim
sumarhús, ef um slflct er að ræða
bflaleigubíll
Daginn eftir,31. mars, yrði síðan haft samband
við telefaxfólkið og gengið frá kaupunum.
Ferðanefnd BSRB fer þess á leit við þá sem
búa utan höfuðborgarsvæðisins og panta þar
með sína miða símleiðis að þeir greiði með
greiðslukorti.
Bókunargjald er 300 krónur fyrir hvert sæti,
og greiðist um leið og fargjöldin.
Ferðanefnd BSRB
Sigrún Aspelund, SFR, formaður
Bryndís Þorsteinsdóttir, PFI
Hallgrímur Hallgrímsson, FFS
Helgi Andrésson, St. Akraness
Jón Amar Guðmundsson, LL
Sigríður Axelsdóttir, St. Rv.
Sigrún Sigurbjartsdóttir, St. Hf.
9