BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Qupperneq 10

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Qupperneq 10
Kjarasamningar-og hvað svo? í nýgerðum kjarasamningum er um margt verið að feta nýjar brautir. Samningarnir snúast ekki síður um verðlag en kaup. Petta leggur mönnum meiri skyldur á herðar að samningum loknum en oft áður. Verð- hækkanir, sem áður hefðu verið taldar smávægilegar, valda mönnum nú talsverðum áhyggjum. Þess vegna var til dæmis sett á stofn verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna, sem rætt er um annars staðar í blaðinu. Nokkur blaðaskrif urðu vegna hækkunar byggingarvísitölu í febrúar. Byggingarvísitala mælir hvað það er orðið dýrara að byggja hús, en meðal annarra hlutverka hennar má nefna að mörg lán eru tengd henni og hún er reiknuð inn í framfærsluvísitölu. Áhrifin á framfærsluvísi- töluna eru sérstaklega mikilvæg núna, því að rauða strikið ímaíer nokkuð tæpt. Byggingarvísi- tala hækkaði um 2% í febrúar. Þar af ollu launa- hækkanir í kjölfar kjarasamninganna frá febrúarbyrjun um 0,5%. I kjarasamningunum var rætt um að launahækkunin í febrúar kæmi ekki fram í verðlagi. Því greip Verðlagsráð til þess að banna taxtahækkanir í greininni frá áramótum. Verðhækkunin var þó ekki eina ágreiningsefnið, því að harkalega var deilt á það hvemig vísitalan sjálf væri reiknuð út. Af hækkuninni í febrúar stöfuðu 0,8% af því að talið var að mælieiningum í vinnu við húsbyggingar hefði fjölgað um nokkurra mánaða skeið. Af þessu tilefni sagði framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins að verið væri að breyta tommustokknum. Fráársbyrjun 1986tíljanúar 1990 hækkaði ffamfærsluvístala mjög svipað byggingarvísitölu. Á þessum tíma hafa laun iðnaðarmanna hækkað um nálægt 30% meira en almennt verðlag. Launaliður byggingarvísitölu er reistur á reiknistuðli ákvæðisvinnu í kauptöxt- um og fjölda mælieininga. Á árunum 1986-1987 fór allt launakerfi í byggingariðnaði úr skorðum og þessi reiknistuðull hætti að hækka jafnmikið og raunveruleg laun. Einingum íuppmælingunni hefur fjölgað á móti. Þótt það hafi vakið deilur, eins kom fram hér á undan, bendir margt til þess að síst megi saka þá sem reikna út byggingar- vísitöluna um það að gera of mikið úr launa- hækkunum. Spumingin er hvort menn vilja vinna það til, vegna pólitísks hlutverks vísi- tölunnar, að hún hætti að gefa rétta mynd af byggingarkostnaði. Vextir komu mjög við sögu í kjarasamn- ingunum. Haft var samband við banka til þess að tryggja að nafnvextir lækkuðu jafnskjótt og * verðbólgan. Aðurvoru nafnvextiroftast ákveðnir með hliðsjón afverðbólgu undanfarinna mánaða, en nú er einnig horft fram í tímann. En margir eru orðnir ringlaðir af umræðunum um vextina sem fylgt hafa í kjölfar samninganna. I útvarpi og blöðum dynja yfir alls kyns vaxtahugtök sem fæstir skilja. í könnun sem gerð var fyrir nokkru kom ffam að fæstir vissu muninn á nafnvöxtum og raunvöxtum. Því er ástæða til þess að gera hér nokkra grein fyrir þessum hugtökum. Nafnvextir eru þeir vextir sem eru skráðir á lán eða inneign. Algengir nafnvextir á sparisjóðs- bókum eru nú 3-5%. Á almennum skuldabréfum eru algengir nafnvextir 18-19%. Ef bera á vexti af verðtryggðum reikningum saman við vexti af óverðtryggðu fé þarf að bæta verðbólgunni við. Algengir vextir á verðtryggðum innláns- reikningum eru nú um 3% umfram lánskjaravísi- tölu. Innlán eru aðeins verðtryggð ef fé er inni á reikningum í ákveðinn tíma. Algengir vextir á verðtryggðum skuldabréfum eru um 8% umfram lánskjaravísitölu. Raunvextir em vextir umfram verðbólgu. Á verðtry ggðu fé eru nafnvextir sama og raun vextir. Hér að framan voru nefnd dæmi um algengustu vexti af verðtryggðum lánum. Erfitt er að segja til um hveijir eru raunvextir af óverðtryggðum reikningum fyrr en eftir á, því að þeir eru háðir verðbólgunni. Árið 1989voruvextirafalmennum sparisjóðsbókum 9-10% lægri en hækkun láns- kjaravísitölu, þ.e. innistæðan rýmaði um tæpan tíunda hluta á árinu. Munur á vöxtum af almenn- um skuldabréfum og sparisjóðsbókum hefur margfaldast á undanfömum ámm, en bankarnir hafa á móti boðið sparifjáreigendum hagstæða skiptikjarareikninga. Hér hafa þeir því tapað 10

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.