BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Qupperneq 12

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.03.1990, Qupperneq 12
Verðlagseftirlitverkalýðsfélaganna: Vextina undir smásjá Starfsemi bankanna, vextir og lánamál, * tryggingar, verðlagið hjá Bifreiðaskoðun Islands, aðrar söluvörur olíufélaganna en þær sem eru undir verðlagseftirliti: þetta eru meðal þeirra pósta sem Verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna - þeirra á meðal BSRB - mun taka til sérstakrar athugunar á næstunni. Starfseminni hefur nú verið haldið úti í rúmlega hálfan mánuð við góðar undirtektir almennings. Verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna hefur nú látið útbúa tvö verðgæslublöð í samvinnu við Alþýðusambandið, Verðlagsstofnun og Neyt- endasamtökin í Reykjavík. Á öðru blaðinu eru tilteknar nokkrar algengar nauðsynjavörur sem eiga að fást um allt land. V erðlagsstofnun athu gaði verðið á þessum vörum í 30 til 40 verslunum á höfuðborgarsvæðinu dagana 5. og 6. mars, og hefur síðan tekið saman það sem kallað er „Dæmi um verð á höfuðborgarsvæðinu í mars.” Þessi verð getur fólk haft til hliðsjónar við eigin verðathuganir. Á hitt verðgæslublaðið eru hvorki skráðar vörutegundir né verð, en það hentar vel til að skrá niður innkaup frá einum tíma til annars. Hvetur verðlagseftirlitið verkalýðsfélögin til að hafa gott samstarf sín á milli um þessi mál, og jafnframt við neytendafélög þar sem þau eru til staðar. Þegar verðlagseftirliti verkalýðsfélaganna var komið á fót í kjölfar kjarasamninganna var mein- ingin að láta duga að hafa símatíma á morgnana, en það reyndist allsendis ófullnægjandi að sögn starfsmanns eftirlitsins, Leifs Guðjónssonar, og hefur mikill fjöldi fólks hringt og komið á fram- færi ábendingum um verðhækkanir. Leifur segir tvennt einkenna viðbrögðin; annars vegar láti fólk í ljós ánægju með að verkalýðshreyfingin skuli hafa sett verðlagseftirlitið í gang, en hins vegar séu menn argir yfír hækkunum þeim sem orðið hafa. Verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna verður starfrækt í þrjá mánuði. Markmiðið er að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum, enda var það rauði þráðurinn í kjarasamningunum að verðlagi skyldi haldið í skefjum. Félagsmenn BSRB eru hér með hvattir til að hafa samband við verðlagseftirlitið ef þeir verða varir við hækkanir á vöru og þjónustu sem þeim finnst óeðlilegar. Síminn hjá verðlagseftirlitinu er: 624230. Útseld vinna: óheimilt að hækka taxta Eftirfarandi samþykkt um taxtakaup vegna útseldrar vinnu var gerð á fundi Verðlagsráðs hinn 22. febrúar síðastliðinn: „Oheimilt er að hækka taxta vegna hvers kyns útseldrar vinnu eða þjónustu tengdri henni frá því sem var 31. desember 1989 hjá eftirfarandi starfs- og atvinnugreinum: endurskoðunar- þjónustu, tölvuþjónustu og þjónustu kerfisfræð- inga, tæknifræðinga, arkítekta, rekstrarráðgjafa, múrara, trésmiða, veggfóðrara, pípulagninga- manna,málaraogverkamannaíbyggingariðnaði. Gilda taxtar vegna útseldrar vinnu og þjónustu ofangreindra aðilaeins og þeir voru 31. desember 1989 ífá og með deginum í dag að telja sem hámarkstaxtar.” Fulltrúi BSRB í Verðlagsráði er Einar Ólafs- son, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana. 12

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.