Verktækni - 2012, Blaðsíða 1

Verktækni - 2012, Blaðsíða 1
Tabula Gratulatoria 3 Nýr valkostur 7 VerkTækni golfmótið 8 Útskrift frá Keili/HÍ 6 Sofandaháttur í samgöngumálum 10 4 . t b l . 1 8 . á r g . 2 01 2 Í öruggum höndum? 4 Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hófust í nóvember 2010. Ráðgert er að virkjunin verði komin í rekstur fyrir árs- lok 2013 en áætlað afl hennar er um 95 MW og orkugeta allt að 585 GWst á ári. Framkvæmdir eru í fullum gangi og í sumar störfuðu rúmlega 300 manns á svæðinu. Á vef Landsvirkjunar er greint frá því að framkvæmdir gangi vel og verkið í heild á áætlun. Gert er ráð fyrir að að um 200-250 manns muni starfa á svæðinu í vetur. Inntakslón Búðarhálsvirkjunar, Sporðöldulón, verður myndað með um 2,1 km langri stíflu yfir Köldukvísl, skammt ofan við ármót Köldukvíslar og Tungnaár rétt neðan við Hrauneyjafossstöð. Mesta hæð stíflunnar verður um 24 metrar. Áætlað flatarmál lónsins er sjö ferkílómetr- ar. Frá Sporðöldulóni verður aðrennslis- skurðurinn inn að Búðarhálsi þaðan sem vatnið fer um fjögurra kílómetra löng aðrennslisgöng að stöðvarhúsinu. Stöðvarhús Búðarhálsvirkjunar verður ofanjarðar og grafið inn í hlíð Búðarháls við Sultartangalón. Frá stöðvarhúsinu verður Búðarhálsvirkjun um 330 metra frárennslisskurður út í Sultartangalón. Lögð verður um 7 km löng 220 kV háspennulína frá Búðarhálsstöð að tengivirki við Sultarstangastöð til þess að tengjast landskerfinu. Samið var við þýska fyrirtækið Voith Hydro um vél- og rafbúnað stöðvarinnar. Vélarnar verða tvær og sem fyrr segir verður samanlegt afl þeirra 95 MW. Með Búðarhálsvirkjun verður búið að fullnýta fall frá Þórisvatni niður fyrir Sultartanga. Búðarhálsvirkjun verður rekin samhliða öðrum virkjunum Landsvirkjunar á Þjórsár- Tungnaár svæðinu. Orkan frá Búðarhálsi verður flutt frá stöðinni að tengivirki Landsnets framan við stöðina og þaðan með háspennulínu þvert yfir Búðarháls að Hrauneyjalínu. (Heimild: www.landsvirkjun.is) Í byrjun júnímánaðar stóð Byggingarverkfræðideild VFÍ fyrir skoðunarferð í Búðarháls virkjun. (Ljósm. Árni B. Björnsson).

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/417761

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (2012)

Aðgerðir: