Verktækni - 2012, Blaðsíða 7
VERKTÆKNI / 7
Tæknifræðinám Keilis hefur nú verið starf-
rækt í þrjú ár. Háskóli Íslands kom að
stofnun Keilis til að bregðast við kalli
atvinnu lífsins um aukið samstarf atvinnu-
lífs og háskóla. Tæknifræðinámið er kjörinn
vettvangur fyrir slíkt samstarf þar sem eðli
námsins og áhersla er á hagnýtar tækni-
lausnir. Eðli málsins samkvæmt byggir
tæknifræðin á hagnýtingu þekkingar sem
þegar er til staðar. Þ.e.a.s. að hanna og búa
til aðferðir, nýjar vörur og lausnir sem
byggja fyrst og fremst á stöðu þekkingar
hverju sinni. Þetta endurspeglast vel í þeirri
staðreynd að ABET vottar nám í tæknifræði
með sérstakri vottunarnefnd Technology
Accredidation Committee (TAC).
Fyrsti árgangurinn í tæknifræðinámi
Keilis útskrifaðist við hátíðlega athöfn þann
22. júní. Meðal þess sem einkenndi þennan
fyrsta hóp var lífsreynsla, hugrekki og
þrautseigja. Hópurinn var ekki stór, aðeins
15 nemendur, en mjór er mikils vísir. Miðað
við að aðsókn hefur meira en tvöfaldast nú
í haust er greinilega mikil þörf og aukinn
áhugi á vönduðu tæknifræðinámi á Íslandi.
Frá iðnbyltingunni hafa aukin lífsgæði
fólks haldist í hendur við tækniframfarir í
heiminum. Það er því athyglisvert að velta
fyrir sér hvernig skólakerfið nýtist samfél-
aginu í heild. Á Íslandi höfum við því
miður mjög ósveigjanlegt kerfi sem skipar
fólki í hópa sem oft veldur aðskilnaði milli
greina. Skilin á milli framhaldsskóla og
háskóla er gott dæmi um kerfi sem gerir
fólki erfitt fyrir. Kerfið beinlínis stýrir ungu
fólki frá iðnnámi og í menntaskólanám þar
sem stúdentspróf er almennt aðgöngu-
miðinn í háskólanám. Iðnnám á Íslandi er
botnlanganám sem gerir fólki erfitt um vik
að halda áfram námi á háskólastigi seinna
á lífsleiðinni. Kerfið hefur mótað viðhorf
fólks til ólíkra stétta og margir foreldrar
hvetja börn sín frekar til að sækja stúdents-
próf en iðnmenntun. Samfélagið þarf á
afburðafólki að halda í öllum stéttum og
fólk þarf að eiga möguleika á áfram hald-
andi námi eftir reynslu á vinnumarkaðnum.
Eitt af markmiðum Keilis er að gera
tæknimiðað iðnnám meira aðlaðandi í
augum ungs fólks hérlendis. Kjörnemendur
í tæknifræðinám búa yfir verkþekkingu
sem þeir hafa fengið í tæknimiðuðu iðn-
námi og í störfum sínum á vinnumark aðn-
um. Þetta þarf þó að gerast án þess að slá
af kröfum um innihald tæknifræðinámsins.
Við gerum þetta með því að byggja brú
fyrir iðnmenntað fólk og þá sem lokið hafa
stúdentsprófi sem ekki byggir á raun grein-
um, upp á háskólastigið með viðbótar
kúrsum sem teknir eru meðfram tækni-
fræðináminu í upphafi þess.Með því móti
getur fullorðið fólk hafið háskólanám í stað
þess að setjast á skólabekk í framhalds-
skóla til að ljúka forkröfum.
Þegar kemur að námi á Bs háskólastigi
þarf Ísland að vera sjálfbært um nám og
bjóða upp á nám sem þjónar hagsmunum
atvinnulífs og þjóðar hverju sinni. Við þurf-
um metnaðarfullt fræðilegt verkfræði nám á
öllum þremur háskólastigum. Fræði lega
verkfræðin skipar okkur sess með afburða
skólum í tækniframförum til fram tíðar.
Verkfræðin kemur ekki í stað tækni-
fræðinnar og tæknifræðin kemur ekki í
stað verkfræðinnar. Þarfir og markmið
atvinnulífs og nemenda skilja greinarnar að
þó margt sé sameiginlegt með þeim.
Markmið náms í verkfræði í bestu verk-
fræði skólum heims er að byggja upp rann-
sakendur framtíðarinnar. Í verkfræði eru
þess vegna stundaðar rannsóknir sem að
miklu leyti byggja á grunnvísindum. Rann-
sóknarverkfræðin hagnýtir því afrakstur
grunnvísinda við þróun á nýrri tækni.
Grunnnám í verkfræði er 180ECTS einingar
og leggur frum áherslu á fræðilega þekk-
ingu þ.e. undirbúning undir meistaranám
sem er 120ECTS einingar.
Markmið tæknifræðináms í bestu tækni-
fræði skólum heims er að byggja upp
þekkingu og reynslu sem nýtist atvinnulífi
og iðnaði. Þess vegna hagnýtir tækni fræði n
afrakstur rannsóknarverkfræðinnar við
þróun nýrra tæknilausna fyrir iðnað og
atvinnulíf. Tæknifræðinámið hjá Keili er
þriggja ára nám, 210-214ECTS einingar.
Þar er mikil áhersla lögð á hagnýta verk-
þekkingu og verkefni sem endurspegla
þarfir atvinnulífsins.
Háskóli Íslands er einn af aðaleigendum
Keilis. Tæknifræðinám Keilis er samstarfs-
verkefni Háskóla Íslands og Keilis. Námið
er námslína á Verkfræði- og náttúru-
vísinda sviði Háskóla Íslands og nemendur
eru brautskráðir þaðan. Framkvæmd náms-
ins fer fram hjá Keili á Ásbrú. Námið er
fjöl faglegt og hagnýtt tæknifræðinám á
háskólastigi sem tekur mið af þörfum
atvinnulífsins.
Tæknifræðinám Keilis býður upp á tvær
námslínur: Orku- og umhverfistæknifræði
annars vegar og Mekatróník tæknifræði
hinsvegar.
Orku- og umhverfistæknifræði
Orku- og umhverfis tæknifræði er háskóla-
nám í beislun, orkuumbreytingu, flutningi,
geymslu og nýtingu vistvænnar orku,
m.ö.o. heildarlífsferill orkunnar og áhrif
hennar á umhverfið. Áhersla er lögð á að
hagnýta tækni á mörgum sviðum sam tímis.
Námið byggir á sterkum áherslum í vél-,
Tæknifræðinám Keilis:
Nýr valkostur í hagnýtu námi á háskólastigi
efna- og rafmagnsfræðum þar sem stærð-
fræði- og eðlisfræðilegum aðferðum er
beitt á hag nýtan hátt við lausn verkefna í
hátækni iðnaði.
Mekatróník tæknifræði
Mekatróník nám er háskólanám í véla- og
tölvutæknifræði þar sem áhersla er lögð á
að hagnýta tækni á mörgum sviðum sam-
tímis. Námið byggir á sterkum áherslum í
tölvu-, vél-, og rafmagnsfræðum þar sem
stærðfræði- og eðlisfræðilegum aðferðum
er beitt á hagnýtan hátt við lausn verkefna í
hátækni iðnaði.
Einstaklingsmiðað umhverfi
Námið fléttar saman bóklegt nám og verk-
efnavinnu. Markmiðið er að útskrifa nem-
endur með framúrskarandi þekkingu og
færni á sínu kjörsviði ásamt því að virkja og
efla sköpunargleðina. Við menntum og
útskrifum nemendur með óhefðbundin
bakgrunn fyrir háskólanám með því að
skapa einstaklingsmiðað umhverfi og tæki-
færi til áframhaldandi náms.
Markmið háskólanáms í tæknifræði er að
mennta og undirbúa háskólamenntað
tæknifólk fyrir tækniiðnað. Þeir sem hafa
huga á framhaldsháskólanámi í tækni- og
verkfræðigreinum geta valið um tvær leiðir
að loknu tæknifræðinámi. Meistaranám í
tæknifræði (applied engineering), sem er í
boði víða í Evrópu og Bandaríkjunum, eða
meistaranám í rannsóknamiðaðri verk-
fræði.
Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður
tæknifræðináms Keilis.