Verktækni - 2012, Blaðsíða 6

Verktækni - 2012, Blaðsíða 6
6 / VERKTÆKNI Laugardaginn 23. júní útskrifaðist fyrsti árgangurinn í tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands. Fimmtán nemendur brautskráðust með BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník há- ww tæknifræði. Önundur Jónasson formað- ur TFÍ veitti þremur nemendum viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur. Tvær viðurkenn- ing ar voru veittar fyrir vel unnin lokaverk- efni og einnig var veitt viðurkenning fyrir dugnað, drifkraft og þrautseigju í náminu. Fyrsta útskriftin frá Keili Burkni Pálsson hlaut viðurkenningu fyrir lokaverkefni í Orku- og umhverfis tækni- fræði: Hreinsun á felldum kísli með raf drætti. Kristinn Esmar Kristmundsson hlaut viður- kenningu fyrir lokaverkefni í Mekatróník Hátæknifræði: Maður fyrir borð. Björg Árnadóttir hlaut viðurkenningu fyrir dugnað, drifkraft og þrautseigju í náminu. Í frétt á vef Ásbrúar kemur fram að met- aðsókn er í tæknifræðinám Keilis en ríflega 40% aukning var á umsóknum í námið milli ára. Aldrei fleiri umsóknir hafa borist í tæknifræðinámið en fyrir komandi haust- önn og er þessi aukni áhugi nemenda í samræmi við áherslur atvinnulífsins um stóreflingu tæknimenntunar á Íslandi. Verkfræðingafélag Íslands hefur umsjón með Námssjóði J.C. Möllers frá 6. október 1938. Úthlutað er styrkjum til efnilegra íslenskra stúdenta, sem stunda nám, eða ætla sér að stunda nám í tækniháskóla á Norðurlöndum. Umsóknarfrestur er til 30. Þar sem ásókn í orlofshús og íbúð Orlofs- sjóðs VFÍ fer vaxandi hafa verið teknar upp nýjar vinnureglur. Hver sjóðfélagi getur einungis fest sér eina viku að hausti og aðra að vori með löngum fyrirvara. Hægt verður að bóka orlofshúsin og íbúðina á Námssjóður J.C. Möllers – umsóknir Vetrarúthlutun OVFÍ – Nýjar reglur september. Styrkurinn er þó sérstaklega ætlaður þeim sem stunda, eða ætla sér að stunda nám í rafmagnsverkfræði og þá einkum við Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn. Akureyri fyrir 2013 um miðjan desember 2012. Ef orlofshús eða íbúð er laust með skömmum fyrirvara þá er sjálfsagt að leigja sjóðfélaga þó að hann hafi fest sér aðra viku. Ekki er um sérstök umsóknar eyðu- blöð að ræða á haustin og veturna en Skriflegar umsóknir ásamt staðfestingu skóla um upphaf náms, áætluð námslok og útskrift úr prófbók, þurfa að hafa borist skrifstofu Verkfræðingafélags Íslands fyrir 30. september n.k. áhugasamir eru beðnir að snúa sér beint til skrifstofu með tölvupósti. Athugið að vegna mikillar aðsóknar gilda sérstakar úthlut- unarreglur um orlofsvikur í vetrarfríum grunnskólanna. Nemendurnir 15 sem luku prófi í tæknifræði frá Keili og Háskóla Íslands.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.