Verktækni - 2012, Blaðsíða 11

Verktækni - 2012, Blaðsíða 11
VERKTÆKNI / 11 farið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðal innanlands- flugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4. Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suður flugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opn- aður tippur fyrir burðarhæft efni. Má jafn- vel spyrja hvort ekki væri kostur að hafa aðgang að tippnum þegar fram kvæmd ir við Landspítalann hefjast. Fyllingin undir flug- brautirnar er brot af þeirri stækkun á hafn- arsvæðum Reykja víkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár, og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tím- anlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið. Hér eru það svo spurningarnar til þeirra sem ráða ferðinni : 1. Er Reykjavíkurborg á móti þessu af því að hún fær ekki alla Vatnsmýrina til ráð- stöfunar? 2. Hvað sjá flugrekstraraðilar og flugmála- yfirvöld á móti þessu? 3. Er ríkið á móti þessu vegna um 4,3 M.kr kostnaðar við 1. áfanga árin 2015-2017 og um 3,5 M.kr kostnaðar einhvern tím- ann eftir 2022? Undirritaður er ekki í nokkrum vafa um að allflestir flugfarþegar hér á landi og mikill meirihluti landsmanna vilji sjá lausn á flug- vallarmálum Reykjavíkur í anda tillögu A4 þar sem 1. áfanginn kostar um 40% af Vaðlaheiðargöngum. Það er talað um nauð- syn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um það að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Hvernig væri að spyrja þjóðina að þessu? Læt þetta gott heita um Reykjavíkur- flugvöll. Hitt málið sem ég ætla að fjalla um er Sundabrautin. Hún var langt komin í ferlinu fyrir Hrun, mat á umhverfisáhrifum var komið og Símapeningar lágu fyrir til að hefja fram- kvæmdir. Það vantaði bara samkomu lag um legu brautarinnar um Kleppsvíkina og þess vegna varð ekki úr framkvæmdum. Nú eru engir peningar til í svona fram- kvæmd og allir virðast vera sáttir við að gleyma Sundabrautinni í bili. Rétt fyrir Hrun var umferðin í Ártúns brekkunni orðin mjög þung og var það þrýstingur á að Sundabrautin kæmi. Ég tel að umferðin í Ártúnsbrekkunni verði aftur orðin mjög þung eftir 2-3 ár og hvað gera menn þá ? „Um það mun ég fjalla í næstu grein“. (Endar ekki ónafngreindur stjórn mála- maður greinar sínar svona þessa dagana?) Bjarni Gunnarsson, verkfræðingur. A-4. A-3.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/417761

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (2012)

Aðgerðir: