Verktækni - 2012, Blaðsíða 4

Verktækni - 2012, Blaðsíða 4
4 / VERKTÆKNI Mikilvæg réttindi fást með aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum VFÍ og KTFÍ. Þau skapast við lögbundið framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð eða styrktarsjóð. Félagsmenn eru hvattir til að ganga úr skugga um að þessi iðgjöld séu greidd, annars geta mikilvæg réttindi glatast, til dæmis í erfiðum veikind- um. Athugið að full aðild er ekki tryggð nema greiðslur berist samfellt í sex mánuði. Sjóðirnir tryggja fjárhagslegt öryggi félags- manna og þeirra nánustu þegar þörf er á aðstoð vegna sjúkdóma, slysa og andláts. Markmið þessara öflugu tryggingasjóða er að styrkja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra ef þeir verða fyrir fjárhagslegum áföllum. Auk þess styrkja sjóðirnir félaga sína meðal annars með viðbótarframlagi í fæðingaror- lofi auk annara greiðslna, til dæmis vegna heilsuverndar og líkams ræktar. Fæðingarorlof Við töku fæðingarorlofs styrkja sjúkrasjóðir KTFÍ og VFÍ sjóðfélaga sína um 10% af meðal launum í hlutfalli við töku fæðingar- Ert þú í öruggum höndum? Af kjaramálum VFÍ og KTFÍ orlofs. Styrktarsjóður KTFÍ og VFÍ styrkir félaga sína með fæðingarstyrk að upphæð kr. 200 þúsund. Styrkir og heilsuvernd vegna: Meðferða hjá: • Sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, sjúkranuddara og hnykkjara. • Sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, félags­ ráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sam- bærilegum faglega viðurkenndum með- ferðaraðila. Rannsókna: • Krabbameinsskoðun, faraldsfræðilegar rannsóknir/ hjarta-, lungna og æða- skoðun. Kaupa á hjálpartækjum: • Gleraugu, linsur, heyrnartæki og önnur hjálpartæki. • Íþróttaiðkunar. Lækninga, þar með talið: Almennar lækningar, tannlækningar, lýta lækningar, augnaðgerðir og aðrar lækningar sem styrkþegi ber kostnað af. (Sjúkrasjóður VFÍ er eini sjóðurinn sem veitir styrki vegna almennra lækninga, lýtalækninga og annarra lækninga sem sjóðfélagar bera kostnað af.) Sérstakir styrkir Hægt er að sækja um eftirfarandi styrki einu sinni: • Augnaðgerð. • Tæknifrjóvgun. • Ættleiðing. Ert þú félagi í þessum sjóðum? Sjúkrasjóður KTFÍ, Fjölskyldu- og styrktarsjóður KTFÍ, Sjúkrasjóður VFÍ og Styrktarsjóður VFÍ. Til að tryggja aðild þína að sjóðunum, er rétt að ganga úr skugga um greiðslu iðgjalds hjá atvinnurekanda eða TFÍ /VFÍ. Athugið að full aðild er ekki tryggð nema greiðslur berist í sjóðinn samfellt í sex mánuði. Úthlutunarreglur sjóðanna og rafræn umsóknareyðublöð eru á vefsíðum félaganna. Upplýsingar fást einnig á skrifstofunni í síma: 535 9300, senda má tölvupóst: inga@verktaekni.is Kvennanefnd VFÍ hélt fund um jafn launa - úttekt þann 29. maí síðastliðinn. Gestir fund arins voru Þorkell Guðmunds son hjá PwC á Íslandi og Elín Greta Stefáns dóttir, mann auðsstjóri hjá Verkís. Þorkell hóf fundinn á að kynna hvað felst í úttektinni, en samkvæmt meginreglu jafn- réttislaga ber atvinnugreiðendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verð- mæt störf. PwC hefur undanfarin ár gert launa kann- anir og hafa mörg fyrirtæki tekið þátt í þeirri könnun. Fengnar eru upplýsingar úr launa- kerfum þeirra samkvæmt viður kenndri aðferðafræði. Launin eru síðan flokkuð eftir ýmsum leið um og tekið tillit til þátta eins og til dæmis menntunar, starfsaldurs, starfa- flokks og vinnustunda. Þó nokkur fjöldi fyrir tækja hefur tekið þátt í þessari launa- könnun. Að auki býður PwC uppá jafn- launa úttekt þar sem fengnar eru upplýs ingar um raun veru legan launamun kynj anna. Til að hljóta Gullmerkið þurfa fyrir tæki að hafa 3,5% eða minni launamun á milli kynja. Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun. Jafnlaunaúttekt veitir stjórnendum upp- lýsingar um raunverulegan launamun kynj- anna og leiðbeinir þeim um mögulegar leið- Jafnlaunaúttekt ir til að bæta stöðu jafnréttismála hjá fyrir- tæk inu. Jafnframt getur hún veitt við- skiptavinum, starfsfólki og öðrum hags- muna aðilum upp lýsingar um stöðu þessara mála hjá fyrir tækinu og getur því veitt samkeppnis forskot í að laða að hæfasta starfsfólkið og stuðlað að jákvæðri ímynd fyrirtækisins. Þegar Þorkell hafði lokið máli sínu sagði Elín Greta frá því hvernig það kom til að Verkís tók þátt í þessari úttekt. Hjá Verkís starfa 310 starfsmenn og eru karlar 71% og konur 29%. Verkís hefur undanfarin ár tekið þátt í launakönnun PwC. Verkís er einnig með jafnréttisstefnu sem segir m.a. „Við ákvörðun launa og kjara skal kynjum ekki mismunað“... „þau skulu fá greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf.“ Það var því viljayfir lýsing að fara í jafnlaunaúttekt. Verkís vildi einnig fá úttekt á þeirri launastefnu sem þeir eru með í dag og gerðu því engar breytingar á launum fyrir úttektina. Verkís afhenti gögn sem þurfti, auk þess héldu full trúar fyrirtækisins þó nokkra fundi með Þorkeli þar sem gögnin voru greind, störfin skilgreind o.fl. Gerð var úttekt á heildar launum, grunnlaunum og föstum launum. Til að hljóta gullmerki PwC þarf launa- munur á milli karla og kvenna að vera undir 3,5%. Niðurstaðan var sú að föst laun kvenna hjá Verkís eru um 2% lægri en föst laun karla og er það sá munur sem ekki er skýrður með þeim þáttum sem hafa helst áhrif á laun. Þetta var langlægsta hlutfall sem PwC hafði séð hér á landi. Í niður- stöðum skýrslunnar er hlutfallið hjá Verkís talið óverulegt og ekki hægt að greina að Verkís sé að greiða kynjunum meðvitað mismunandi laun fyrir sam bæri leg störf. Í lokin voru þó nokkrar umræður um launakjör karla og kvenna og einnig barst í tal hinn nýi staðall um launajafnrétti sem Staðlaráð er að kynna. Kolbrún Reinholdsdóttir. Sveinn I. Ólafsson, framkv.stj. Verkís, Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís og Þorkell Guðmundsson hjá PwC á Íslandi. Vinnuveitendum er skylt að greiða framlög í sjúkra- eða styrktarsjóð fyrir félagsmenn. Það tryggir þér fjárhagslegt öryggi.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/417761

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (2012)

Aðgerðir: