Verktækni - 2012, Blaðsíða 10
10 / VERKTÆKNI
Sofandaháttur í samgöngumálum
Reykjavíkur – fyrri grein
..... og svo kom Hrunið. Þá var öllum stærri
samgöngufram kvæmd um frestað. Er ekki
rétt að ræða þessi mál áfram til að finna
bestu lausn irnar? – Er ekki líklegt að aðrar
lausnir komi til greina núna eftir Hrunið
þegar við erum ekki eins rík og við héld-
um? Ég vil hér velta upp tveimur stærstu
samgöngu málum Reykja víkur borgar og eru
þau um leið afdrifarík fyrir allt landið. Hér
er ég að tala um Reykjavík ur flugvöll og
Sundabraut. Þetta verða tvær greinar í
Verktækni og er fyrri greinin hér á ferð og
fjallar hún um Reykjavíkurflugvöll.
Framtíð flugvallarins hefur verið í um -
ræðunni síðan ég man eftir mér, í rúm lega
hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að
leggja af norður-suður flug braut ina árið
2016. Flugmálayfirvöld og flugrekstraraðilar
virðast ekki trúa þessu og ekki er að sjá að
þessir aðilar séu að undir búa hvað taki þá
við. Líklegt er þó að þeir og Ríkið láti reyna
á það fyrir dómstólum hvort Borgaryfirvöld/
skipulagsaðilinn ráði ferðinni eða hvort sá
sem á megnið af landinu/Ríkið geti haldið
starfseminni áfram í trássi við gildandi
aðalskipulag og bann Reykjavíkurborgar
við notkun norður-suður brautarinnar. Ég
ætla hér að fullyrða hvað tekur við, mögu-
lega að undangengn um málaferlum, eftir
að umræddri flug braut verður lokað, nefni-
lega það að flugvöllurinn verður rekinn
áfram með einni braut, norðvestur-suð-
austur braut inni. Vissulega mun nýting
flugvallarins minnka, en staðreyndin er sú
að flug farþegar munu örugglega frekar
velja flug til Reykjavíkur með 80-85% nýt-
ingu frekar en til Keflavíkur með u.þ.b.
98% nýtingu þar, burtséð frá því hvað flug-
rekstraraðilar vilja gera í stöðunni. Svo
halda aðilar áfram að þrátta um hvað eigi
að gera og á meðan er innanlandsflugið
erfitt og Reykjavíkur flugvöllur sem vara-
flugvöllur fyrir milli landaflug í uppnámi.
Til að koma í veg fyrir ofangreinda lík-
lega atburðarrás legg ég til eftirfarandi um
breytingu á Reykjavíkurflugvelli sem geng-
ur út á að þar verði tvær flugbrautir til
frambúðar og engu að síður flytjist flug-
völlurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til
grundvallar tillögu minni er skýrslan
„Reykja víkurflugvöllur – Úttekt á fram-
tíðar staðsetningu, apríl 2007“ unnin af
Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og
Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um val-
kosti A1, A2 og A3 sbr. meðfylgjandi
myndir úr skýrslunni. Ég legg til valkost A4
sem er blanda af valkosti A1 (þar er nú
-verandi norðvestur-suðaustur braut fram-
lengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og
valkosti A3 (þar er byggð ný norður suður
braut) og er sá valkostur sýndur á mynd
A4.
Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar
tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan
kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði
úr áðurnefndri skýrslu .
1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðal
innanlandsflugvöllur landsmanna.
2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið
varaflugvöllur fyrir millilandaflug.
3. Stór hluti Vatnsmýrar verður bygg ingar-
hæft land (hér áætlað um 40-45 ha
miðað við rúmlega 60 ha í val kostum A2
og A3).
4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best
verður á kosið og samgöngumiðstöð fær
góðan stað.
5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur
aðal áföngum án þess að trufla að ráði
innanlandsflugið.
6. Lítið mál verður að gera hjólaleið yfir
Fossvoginn á Kársnestá.
Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er
kostnaður þeirra áætlaður út frá áður-
nefndri skýrslu :
1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suður
flugbrautar. Áætlaður kostnaður er 3,5
M.kr við landgerð og fyllingar og 0,8
M.kr við flugbrautir og flughlöð, samtals
4,3 M.kr. Framkvæmdatíminn gæti verið
árin 2015 til 2017 til að mæta ósk
Reykjavíkurborgar um að loka norður-
suður flugbrautinni eftir 2016.
2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-
suðaustur brautar um rúman hálfan km
til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er
2,5 M.kr við landgerð, 0,5 M.kr við flug-
brautir og 0,5 M.kr við vegstokk
Suðurgötu undir flugbrautina, samtals
3,5 M.kr. Framkvæmdatíminn gæti verið
á árunum 2022 til 2026 til að mæta ósk
Reykjavíkurborgar um að fá sem mest
landrými í Vatnsmýrinni við lok gildis-
tíma aðalskipulags Reykjavíkur 2001-
2024.
Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur
allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð,
nýja aðstöðu Flugfélags Íslands (sem beðið
er eftir að fá að byrja á), endurnýjun á bún-
aði sem hefur verið illa viðhaldið undan-
A-1. A-2.