Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Pétur Haukur Helgason, formaður
Félags maraþonhlaupara, segir ár-
legt vormaraþon félagsins verða
haldið laugardaginn 24. apríl.
Það hafi orðið ljóst eftir að slakað
var á samkomu-
takmörkunum
vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Maraþonið hefst í
Elliðaárdalnum
rétt hjá gömlu
rafstöðinni klukk-
an átta árdegis og
hálfmaraþonið kl.
tíu. „Hlaupið er
vestur Fossvogs-
dalinn og snúið við á horni Hofs-
vallagötu og Ægisíðu og farin sama
leið til baka. Hlaupið á sér langa
sögu og fór fyrst fram 1998 og er
haldið á vorin og haustin. Báðum
hlaupunum var frestað í fyrra vegna
faraldursins en nú stendur til að
halda hlaupið og skipuleggja það í
samræmi við gildandi sóttvarna-
reglur,“ segir Pétur Haukur um
hlaupaleiðina.
„Til að koma í veg fyrir hópa-
myndun verður markið haft opið í til-
tekinn tíma og verður flögutíminn
látinn gilda. Þetta á þó ekki við um
vinningstímann en þá ræður skot-
tíminn og fljótustu hlaupararnir
verða að mæta í upphafi rástíma.
Hlaupið hefur notið mikilla vin-
sælda gegnum árin enda er það
mátulega fjölmennt og reynt er að
hafa alla umgjörð þess afslappaða og
skemmtilega. Til dæmis er hefð fyrir
því að bjóða hlaupurum upp á nýbak-
aðar vöfflur þegar þeir koma í mark
ásamt öðru góðgæti. Því miður verð-
ur að sleppa því í þetta sinn vegna
óvenjulegra aðstæðna,“ segir Pétur.
Flagan límd á keppnisnúmerið
Skráning í vormaraþonið fer fram
á vefsíðunni netskraning.is.
Að þessu sinni verður notast við
flögu sem límd er aftan á einnota
númer sem keppendur bera á treyju
sinni. Að sögn Péturs Hauks hefur
þetta kerfi reynst vel í Powerade-
vetrarhlaupunum í ár.
Vormaraþon verður haldið
- Hlaupið frá rafstöðinni í Elliðaárdal næsta laugardag
- Féll niður í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins
Pétur Haukur
Helgason
Morgunblaðið/G.Rúnar
Fiðringur Hlaupið verður hálft maraþon og heilt maraþon 24. apríl.
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
TRAUST
Í 80 ÁR
Vorið er komið
í Laxdal
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Ný buxna-
sending frá
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ljóst að stofustarfsemi lækna
er í mótbyr og að nýliðun hefur ekki
verið næg. Yfirvöld hafa ekki brugð-
ist við því með því að bæta í þessa
starfsemi eða auglýsa eftir læknum,
og virðast þvert á móti ætla að
þrengja að henni og koma sem mestu
inn í ríkisrekstur-
inn þar sem hlut-
irnir kosta
meira,“ segir Þór-
arinn Guðnason,
formaður Lækna-
félags Reykjavík-
ur.
Málefni sér-
greinalækna hafa
verið í eldlínunni í
vikunni. Morgun-
blaðið hefur sagt frá áformum Svan-
dísar Svavarsdóttur heilbrigðisráð-
herra um að breyta reglugerð um
endurgreiðslu kostnaðar vegna þjón-
ustu sjálfstætt starfandi sérgreina-
lækna sem starfa án samnings við
SÍ. Felur breytingin meðal annars í
sér að sjúklingar þeirra lækna sem
rukka aukakostnað samkvæmt
gjaldskrá muni ekki njóta kostnað-
arþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
Samningar hafa verið lausir frá 2018.
Þórarinn hefur bent á að sá hópur
lækna sem starfa sem sérfræðilækn-
ar á stofu sé að eldast hratt og stór
hluti þeirra muni hætta störfum inn-
an fárra ára. Hann telur að það stefni
í alvarlegan skort í þeirra hópi.
Í nýlegri grein í Læknablaðinu
rakti hann að meðalaldur sérfræði-
lækna á stofu er um 60 ár.
„Það þýðir að 42% þeirra eiga að-
eins eftir sex ár eða minna til að ná
eftirlaunaaldri. Eftir sex ár verður
því tæpur helmingur stofulækna
hættur eða við það að hætta vegna
aldurs, eða 135 af 320 læknum. Ný-
liðunarþörfin er því 20-25 læknar á
ári, sem er stór hluti þeirra sem hafa
útskrifast á ári úr læknadeild HÍ.
Þörfin verður enn meiri ef reiknað er
með aukinni þjónustuþörf vegna
öldrunar þjóðarinnar, fólksfjölgunar
og vaxandi kröfu um meiri þjónustu.
Þá tekur 12-16 ár að mennta sér-
fræðilækni að afloknu stúdents-
prófi,“ sagði í greininni.
„Ég hef verulegar áhyggjur af
stöðunni og þessar tölur um aldur-
hnigna lækna staðfesta að það er
ekki að ástæðulausu. Starfsemi
stofulækna hefur minnkað um 2-4%
undanfarin misseri. Þjóðsögur um að
starfsemin sé að aukast mikið, sem
oft er haldið fram, eru þannig rang-
ar,“ segir Þórarinn í samtali við
Morgunblaðið.
„Ég hef verulegar áhyggjur af því
hvar sjúklingar eiga að fá þjónustu
ef læknastöðvar neyðast til að
slökkva ljósin og loka hurðinni í síð-
asta sinn hvort heldur sem er vegna
aldurs og skorts á nýliðun eða út af
rekstrarerfiðleikum. Það gæti gerst
fyrr en nokkurn grunar. Orrahríðin
sem við höfum starfað í síðustu ár
hvetur ekki ungt fólk til að flytja
heim úr sérnámi og hefja störf á
stofu, í því óöryggi, samningsleysi og
rekstrarumhverfi sem nú er,“ segir
Þórarinn.
Hann segir aðspurður að heil-
brigðisyfirvöld hafi ekki brugðist við
ábendingum þessa efnis en vanda-
málið sé þekkt. „Landlæknir hefur
staðfest mikinn skort á bæði gigtar-
læknum og taugalæknum á stofu
með skýrslum nýverið. Nýrnalækn-
ar á stofu eru aðeins þrír, blóðlækn-
ar þrír, öldrunarlæknar tveir og
krabbameinslæknirinn er bara einn
eftir á stofu. Þetta eru sérgreinar
sem eru nánast í útrýmingarhættu.
Geðlæknum á stofu hefur fækkað
talsvert síðustu tvö ár og þar er mjög
erfitt að komast að. Það er líka skort-
ur á og erfitt að fá tíma hjá hjarta-
læknum, lungnalæknum, innkirtla-
læknum og bæklunarlæknum á stofu
til að nefna nokkur dæmi.“
Þórarinn kveðst telja að heilbrigð-
iskerfið muni ekki ráða við ástandið
á næstu árum ef ekki verði viðsnún-
ingur varðandi nýliðun meðal stofu-
lækna enda sinni sá þriðjungur
stofulækna sem brátt hætta störfum
um 230 þúsund komum sjúklinga ár
hvert. Það sé svipað og allar komur á
göngudeild Landspítala á ári. Hann
segir að búa verði betri umgjörð um
starf þessara lækna til að laða fleiri
lækna heim til starfa í sérfræði-
læknaþjónustunni.
„Ég reikna með að almenningur
hafi orðið var við þetta á eigin skinni
eða hjá ættingjum, að erfitt er að fá
tíma hjá mörgum sérfræðilæknum á
stofu. Af hverju eru yfirvöld ekki að
kanna leiðir til þess að halda að
minnsta kosti í horfinu með þessa
starfsemi í stað þess að horfa á hana
minnka ár frá ári meðan biðlistar
lengjast?“
Óttast skort á sérfræðilæknum
- Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hópur lækna sem starfa sem sérfræðilæknar á stofu sé
að eldast hratt - Mikil nýliðunarþörf vegna öldrunar þjóðarinnar - Bæta þarf starfsumhverfi lækna
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Mikil þörf er á nýliðun hjá sérfræðilæknum á stofum.
Þórarinn
Guðnason
Vantar þig
pípara?
FINNA.is