Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 18
ÚR BÆJARLÍFINU
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Það hefur ekki farið framhjá neinum á Suðurnesjum að
eldgos er hafið. Við sem búum á Ameríkuflekanum erum
talin vera örugg, hvað sem á dynur. Við sjáum oft fal-
legan rauðan bjarma á himni en það veit enginn hvað
þetta stendur lengi yfir. Sennilega á þetta eftir að auka
komu ferðamanna um Reykjanesskagann í sumar.
Aðalskipulag Suðurnesjabæjar er nú í vinnslu
fyrir hið sameinaða bæjarfélag. Nýlega var haldinn
kynningarfundur um væntanlegt skipulag en Covid-19
sá til þess að fundinum var streymt. Fyrirspurnir voru á
rafrænu formi en þetta var fyrsti kynningarfundur um
aðalskipulagið.
Skerjahverfi, 1. áfangi að nýju íbúðahverfi, mun rísa
á næstunni. Hverfið er ofan við íþróttasvæði við Stafnes-
veg en áætlaður kostnaður er um 130 milljónir króna.
Búið er að leggja vatns- og skolplagnir að svæðinu en
áætlað er að byggðar verði um 400 íbúðir í hinu nýja
hverfi þegar það verður fullbyggt.
Kraftur er í húsbyggingum þessa dagana í Suður-
nesjabæ. Alls eru 60 íbúðir í byggingu og nú er svo kom-
ið að fáar lóðir eru lausar í Sandgerði. Hins vegar eru þó-
nokkrar lóðir lausar í Garði. Þá má nefna að húsum hefur
fjölgað í Nátthaga, sem er við Golfvöllinn að Kirkjubóli,
mitt á milli Sandgerðis og Garðs.
Sandgerðisviti, sem er mjög sjáanlegt kennileiti í
Sandgerði, er í dag ekki mikið augnayndi, enda er búið
að hengja allskonar búnað frá ýmsum sjónvarps- og út-
varpsstöðvum utan á vitann. Alls eru nú um 10 endur-
varpar og loftnet á öllum hliðum hans. Mörgum bæjar-
búum finnst þetta ekki fallegt og svo er kominn tími á að
mála vitann.
Hólmfríður Árnadóttir, sem hefur verið skólastjóri
Sandgerðisskóla í um tvö ár, tók þátt í prófkjöri Vinstri
grænna í Suðurkjördæmi nýverið. Hún stefndi á 1. sætið
og vann það glæsilega, enda er hún skelegg kona. Vænt-
anlega er hún fyrsti þingmaður í langan tíma sem kemur
frá Sandgerði. Ástæða er til að óska Hólmfríði til ham-
ingju með sigurinn.
Göngu- og hjólastígur, sem lagður var á milli
Sandgerðis og Garðs, hefur slegið í gegn. Stígurinn er
mikið notaður, enda malbikaður og vel upplýstur. Nú
þarf bara að vinna að því að leggja samsvarandi stíg til
Keflavíkur. Svo eru sumir sem vilja samskonar stíg frá
Keflavík og út í Garð.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sandgerði Rauður bjarminn frá eldgosinu í Geldingadölum sést oft frá Sandgerði og Hvalsneskirkju.
Rauður bjarmi frá gosinu
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Tæplega 200 milljóna króna tap varð
af rekstri samstæðu Hörpu tónlist-
ar- og ráðstefnuhúss ohf. á árinu
2020.
Í tilkynningu segir að tapið sé
rakið til víðtækra áhrifa sem kór-
ónuveirufaraldurinn hafði á rekst-
urinn, m.a. með langvarandi lok-
unum og tekjufalli.
Tekjur Hörpu lækkuðu um 56%
milli ára og námu 537 milljónum
króna samanborið við tæpar 1.210
milljónir árið 2019. Rekstrarframlag
frá eigendum; íslenska ríkinu og
Reykjavíkurborg, nam í upphafi árs
450 milljónum króna auk viðbótar-
framlags vegna áðurnefndra áhrifa
sem var 278 milljónir, samkvæmt til-
kynningunni. Alls námu því tekjur
samstæðunnar 1.245 milljónum
króna sem er 414,6 milljóna króna
lækkun frá fyrra ári. „Gripið var til
afgerandi aðgerða til að mæta þess-
ari stöðu og mikill árangur hefur
náðst varðandi lækkun á rekstrar-
kostnaði sem lækkaði um tæp 30%
eða um 473 milljónir króna. Eigið fé
nam 10.975,9 milljónum í árslok
2020,“ segir í tilkynningunni.
Stóðu sig vel
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, for-
maður stjórnar Hörpu, segir í til-
kynningunni að niðurstaðan beri
þess glöggt merki að stjórnendur og
starfsmenn Hörpu hafi staðið sig vel
í krefjandi aðstæðum síðustu miss-
eri þegar algjör forsendubrestur
varð í rekstrinum. „Beita þurfti öll-
um leiðum til að lækka kostnað sam-
hliða því sem ný tækni og nýjar
áherslur voru innleiddar í viðburða-
haldi. Það hefur sömuleiðis verið
ánægjulegt að finna fyrir miklum
stuðningi og skilningi eigenda húss-
ins á þessum erfiðu tímum,“ segir
Ingibjörg.
Harpa tapaði 200
milljónum í fyrra
- Rakið til áhrifa veirufaraldursins
Morgunblaðið/Hari
Starf Haldnir voru 512 viðburðir í
Hörpu 2020 en 1.303 árið 2019.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar lýsir vonbrigðum sínum með
seinagang Umhverfisstofnunar
vegna bensínleka úr birgðageymi N1
á Hofsósi sem uppgötvaðist fyrir
nærri tveimur árum og skort á skýr-
um svörum og upplýsingum um
framgang málsins innan stofnunar-
innar. Kemur þetta fram í bókun
byggðarráðs eftir umfjöllun um mál-
ið en sveitarfélagið hefur verið að
þrýsta á um aðgerðir opinberra aðila
undanfarna mánuði.
Sveitarfélagið fékk Eflu verk-
fræðistofu til að rannsaka útbreiðslu
mengunarinnar. Grafnar voru
nokkrar holur og sýni tekin af jarð-
vegi og grunnvatni, bæði í janúar og
mars.
Barst undir íbúðarhús
Rannsakendur telja að gera megi
ráð fyrir því að bensínið hafi lekið
niður í malarlagið og borist þaðan
með grunnvatni í átt til sjávar. Hluti
af því hefur runnið undir húsið
Suðurbraut 9 og þaðan yfir Suður-
braut og í átt að húsi við Suðurbraut
6. Það hafi runnið í átt að sjónum og
jafnvel fram af barðinu. Bent er á að
stór lagnaskurður sé í Skólagötu og
út í sjó og gæti hann hafa virkað sem
leiðari fyrir grunnvatnið og bensínið
og beint því í átt að sjónum.
Annar hluti af bensíninu hefur
runnið beint yfir Suðurbraut í átt að
Suðurbraut 8 og 10.
Íbúar í nágrenni bensínstöðvar-
innar urðu varir við bensínlykt í
íbúðarhúsum sínum. Lyktin var svo
megn í einu húsanna að heilbrigðis-
eftirlitið taldi það óíbúðarhæft um
tíma og voru íbúarnir ekki fluttir til
baka í síðasta mánuði. Veitingastað
og verslun KS var lokað tímabundið
af sömu ástæðum.
Á vegum N1 var unnið að hreinsun
á svæðinu síðastliðið sumar og þá
voru fjarlægðir 200 rúmmetrar af
jarðvegi. helgi@mbl.is
Gagnrýna seina-
gang Umhverf-
isstofnunar
- Skagfirðingar þrýsta á um aðgerðir
vegna bensínlekans á Hofsósi
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Hofsós Jarðvegur var fjarlægður þar sem bensíntankurinn stóð á bensín-
stöð N1, við hlið veitingastaðar og verslunar KS.
TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ
Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi
fyrir ferðalagið í sumar
Startaðu ferðasumarið
með
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is