Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 24
S
umum þykir „pólitísk rétthugsun“ aðgangshörð við daglegt tungu-
tak; að nú sé bannað að tala eins og formæðrum okkar og -feðrum
hafi verið tamt frá því að karlarnir héldu til veiða og konurnar sáu
um börnin heima; að við (þ.e. miðaldra hvítir gagnkynhneigðir
karlar á Vesturlöndum) megum ekki
lengur nefna villutrúarmenn,
vitlausraspítala, kellingatussur,
múlatta, negra og kynvillinga;
að ekki megi lengur nota niðr-
andi orð eða tala af óvirðingu
um konur og fólk af ólíkum
uppruna sem hefur aðrar
hugmyndir um trúmál, kyn-
ferði og tilkall til frelsis og
réttlætis en „við“. Að ekki
sé minnst á þá frekju að
heimta að talað sé um öll í
staðinn fyrir alla (karla) – og
að fólk megi ráða kynvitund
sinni sjálft.
Þessa uppsetningu á um-
ræðunni má rekja til manna
sem reyndu að klekkja á
frjálslyndisöflum á Vestur-
löndum með því að líkja
þeim við réttlínuhugsun í
anda Hitlers, Stalíns og
Maós. Þannig var viðleitni
til að láta vestrænt frjáls-
lyndi, lýðræði og umburð-
arlyndi koma fram í orðfæri
okkar ómaklega tengd við
kröfu stjórnvalda í alræðisríkjum um að láta alla þegna sína ganga í takt –
að viðlagðri dauðarefsingu!
Að sjálfsögðu ganga alltaf einhver fram af offorsi með hugmyndir sínar,
jafnvel með hugmyndir um frjálslyndi, víðsýni og umburðarlyndi, og gera
kröfu um algjöra undirgefni við þær. Slík einsýni má ekki draga athygli frá
nauðsyn þess að halda áfram að hlúa að frelsi og lýðræði á Vesturlöndum
með orðfærinu og því hvernig við tölum um fólk í fortíð og samtíð. Slík um-
breyting tungutaksins ætti að vera fagnaðarefni, hvort sem við höllumst til
vinstri eða hægri í pólitík – nema kannski fyrir þau sem eru alveg á hlið-
inni öðruhvorumegin. Hörmulegar undantekningar eins og hatursorðræða
nýfráfarins Bandaríkjaforseta ættu að vera ævarandi áminning um að láta
tungutak í hans anda aldrei komast aftur upp á yfirborð samfélagsumræð-
unnar.
Algengt er að finna fyrir óþoli þegar framfarirnar láta bíða eftir sér. Þá
getur hjálpað að horfa um öxl og glugga í vinsæla bók frá síðustu öld: Til
Heklu eftir Svíann Albert Engström sem kom hingað til lands sumarið
1911 og skrifaði blöndu af ferða- og ævisögu um ævintýrið. Nútímafólki
verður starsýnt á hvernig hann talar um konur og hæðist að því að sænsk
„ritkvendi“ skuli hafa steypt sér yfir Ibsen í veislu sem Sænska rithöfunda-
félagið hélt honum til heiðurs, og viljað tala við hann! Og þegar Engström
reynir að skilja Íslendinga vísar hann til uppruna þeirra; að forfeðurnir
hafi haft með sér „búpening, þræla, konur og önnur búsáhöld“ og síðan
hafi orðið nokkur blóðblöndun vegna þess að „konur höfðingja vildu gjarn-
an hafa samneyti við þræla manna sinna – eða við þræla yfirleitt.“ Þegar á
móti blæs er hughreystandi að lesa svona texta og finna að okkur hefur
þrátt fyrir allt munað nokkuð á leið í því hvernig við tölum hvert um annað.
Okkur hefur munað
nokkuð á leið
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Bjarkardalur 33, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mjög rúmgóð og glæsileg 4ra herbergja íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr
í nýlegu fjölbýli í Dalshverfi í Reykjanesbæ.
Staðsett í göngufæri við nýjan grunn- leikskóla.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 43.000.000 142,7 m2
S
tjórnmálaflokkarnir sem urðu til snemma á
síðustu öld endurspegluðu það samfélag sem
þá var. Samfélagið hefur tekið breytingum
og flokkarnir líka en það þýðir ekki að þeir
endurspegli samfélagið jafn vel nú og þá. Þvert á
móti. Þetta á ekki sízt við um hina hefðbundnu
vinstriflokka, VG og Samfylkingu.
Þess sjást engin merki að þeir reyni að undirstrika
fyrri tengsl við verkalýðshreyfinguna. Samfylkingin
sérstaklega virðist sjá um hagsmunagæzlu fyrir há-
skólaborgara og hefur í leit að frambjóðendum engan
áhuga á verkalýðshreyfingunni.
Það eru einna helzt Flokkur fólksins og Sósíalista-
flokkurinn sem leggja áherzlu á málefni fyrrverandi
skjólstæðinga Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
Sjálfstæðisflokkurinn var reyndar orðinn annar öfl-
ugasti launþegaflokkur landsins fyrir 60 árum en hef-
ur misst áhugann á þeim kjósendahópi án þess að
nokkrar skýringar hafi fengizt á því.
Á sama tíma hafa umsvif hagsmunavarða aukizt
mjög og þau ná líka til stjórnmálaflokkanna. Þeir
vinna nú markvisst innan sumra
flokkanna fyrir umbjóðendur sína en
sérstaklega þó innan Sjálfstæð-
isflokksins. Annars vegar gagnvart
ráðamönnum flokksins og hins vegar
að einhverju leyti innan flokksins í
einstökum hópum þar.
Kannski er þessi hagsmunavarzla skýringin á þeim
breyttu áherzlum innan Sjálfstæðisflokksins sem
nefndar voru hér að framan. Það er líklegt til árang-
urs þegar heilt hús við Borgartún puðar á hverjum
degi.
Einn eftirminnilegasti fundur sem greinarhöfundur
sat á Viðreisnarárunum var þegar Bjarni heitinn
Benediktsson, þá forsætisráðherra, skammaði kaup-
menn fyrir kröfur þeirra þegar almenningur var að
taka á sig byrðar.
Síðan hefur slík ræða ekki verið flutt en það skort-
ir ekki tilefni.
Hagsmunaverðir eru kallaðir „lobbíistar“ á ensku.
Það er orðin atvinnugrein sem hefur yfir miklum
fjármunum að ráða beggja vegna Atlantshafs. Það
getur haft þau áhrif innan stjórnmálaflokks að al-
mannahagsmunir gleymist en hagsmunir þröngra
hópa ráði ferð. „Lobbíistarnir“ ráða hins vegar ekki
yfir atkvæðum kjósenda. Getur verið að það hafi
gleymst.
Hagsmunaverðir hafa hvergi heilbrigð áhrif á
stjórnmálin en í lýðræðisþjóðfélagi hafa bæði ein-
staklingar og hópar eða félagasamtök fullan rétt á að
berjast fyrir sínum hagsmunum.
Hins vegar er það umhugsunarefni að síðustu ára-
tugina fyrir faraldurinn hafði dregið mjög úr félags-
starfi innan flokka. Það þýddi að minna fór fyrir
virkum flokksmönnum en ella og þar með aðhaldi
sem þeir veittu kjörnum fulltrúum.
Heildarmyndin er þá sú að í starfi flokkanna hefur
minna gætt almennra flokksmanna en þeim mun
meira hagsmunavarðanna. Sem þýðir að lýðræðið
hefur verið á undanhaldi.
Það er sennileg skýring á mörgu sem hér hefur
gerzt síðustu áratugi þar sem almannahagsmunir
hafa verið vanræktir en hlúð að sérhagsmunum. Á
sama tíma og krafan hefur verið sú að lýðræði væri
aukið og beint lýðræði kæmi til sögunnar.
Sumir halda því fram að í sumum flokkanna sé
nánast ekkert bakland. Þeir séu ekki annað en nöfnin
og þingmennirnir. Sé það rétt er það mikill veikleiki.
Á bak við flokk verður að vera pólitísk hreyfing þar
sem tekizt er á um menn og málefni.
Það er því ekki út í hött að spurt sé á hvaða leið
flokkarnir séu.
Í raun og veru má segja að þessar lýsingar eigi við
þá alla. En – það er þörf á opnum umræðum um
þessi vandamál flokkanna. Ef þetta
er rétt lýsing á þeim þarf að hrista
upp í dauðu flokkskerfi.
Það er athyglisvert, að það er
sáralítið um það að efnt sé til
opinna funda innan flokkanna um
álitamál eða deilumál. Það er að sjálfsögðu ekki átt
við frá upphafi faraldursins, þegar slík fundahöld
hafa verið bönnuð. En reynslan af fjarfundum er góð
og þá aðferð hefði verið hægt að nota mun meir en
gert hefur verið.
Og þá vaknar sú spurning hvort það henti forystu-
mönnum flokkanna vel að geta borið faraldurinn fyrir
sig sem skýringu á því að sjálfsagðar umræður fari
ekki fram.
Í stuttu máli er nokkuð ljóst að stjórnmálaflokk-
arnir eru ekki að sinna því hlutverki sem snýr að
þeim, sem er að standa fyrir umræðum innan sinna
vébanda, sem eru þáttur í því að lýðræðið virki.
Til viðbótar er svo einn þáttur í starfi hagsmuna-
varðanna sem flækir þessa mynd. Það á við þegar
flokkar eða forystumenn þeirra ráða þá til sín, í eigin
þágu.
Hver er þá hvað og hver á hvað?
Áður tók fólk höndum saman sem var sammála um
einhver mál eða einstaklinga. Nú snýst þetta um að
kaupa þjónustu og hver er þá sannfæringin á bak
við?
Í prófkjörum í vor og sumar eiga þessi álitamál
örugglega eftir að koma upp.
Stjórnmálaflokkar skipta miklu máli í lýðræðislegu
samfélagi. Og það er mikilvægt að þeir gæti að sér
þegar kemur að vinnubrögðum. Þar kemur ekkert í
staðinn fyrir hinn virka flokksmann. Það hættuleg-
asta sem kemur fyrir þingmenn eða ráðherra er að
vanrækja tengslin við hina virku flokksmenn.
Stundum eru hinir kjörnu fulltrúar ótrúlega fljótir
að gleyma.
Og þá getur það gerzt að hinir gleymdu minni á sig
með óþyrmilegum hætti.
Á hvaða leið eru flokkarnir?
Slík ræða hefur aldrei
síðan verið flutt.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Einn virtasti fræðimaður Íslend-inga á alþjóðavettvangi, dr.
Þráinn Eggertsson prófessor, er átt-
ræður á þessu ári. Tvær bækur hans
á ensku um stofnanahagfræði eru
lesnar og ræddar í háskólum um all-
an heim. Ekki er síður um það vert,
að Þráinn hefur í nokkrum snjöllum
ritgerðum varpað ljósi hagfræðinnar
á sögu Íslands. Ein þeirra er um ítöl-
una og birtist í International Review
of Law and Economics árið 1992.
Þar minnir Þráinn á samnýtingar-
bölið (tragedy of the commons). Ef
margir nýta saman einhverja auð-
lind, þá er hætt við því, að hún verði
ofnýtt, því að ávinningur af viðbót-
arnýtingu rennur óskiptur til nýt-
andans, en kostnaðurinn dreifist á
alla. Eitt dæmi um þetta er beitar-
land í íslenskum afréttum að fornu.
Hver sveit nýtti saman slíkt beit-
arland, en þá gátu einstakir bændur
freistast til að reka of margt fé frá
sér á fjall. Hrepparnir íslensku
mynduðust ekki síst til að hafa
stjórn á beitinni. Hver jörð fékk
ítölu, eins konar kvóta, tölu þess fjár,
sem reka mátti frá henni á fjall, og
var heildartalan í hverri afrétt miðuð
við, að eftir sumarið sneri féð aftur í
eins góðum holdum og kostur væri
frekast á. Hliðstæðan við núverandi
kvótakerfi í sjávarútvegi leynir sér
ekki, enda er vandinn sama eðlis.
Önnur ritgerð Þráins birtist í
Journal of Economic Behavior and
Organization árið 1996. Hún er um
þá ráðgátu, hvers vegna Íslendingar
sultu öldum saman heilu og hálfu
hungri, þótt hér væri gnótt fiskjar.
Þráinn telur skýringuna vera, að
konungur og fámenn stórbændastétt
hafi í sameiningu þrengt að sjávar-
útvegi, sem var að öðru óbreyttu
arðbærasti atvinnuvegurinn. Kon-
ungur óttaðist, að ella gengi landið
undan honum, eins og lá við að gerð-
ist á „ensku öldinni“ svokölluðu,
fimmtándu öld. Hann kaus frekar
litlar skatttekjur en engar. Stór-
bændurnir vildu hins vegar ekki
missa vinnuaflið að sjávarsíðunni.
Útlendingum var því bönnuð vet-
urseta, og landsmenn urðu að vera
vistaðir á einhverju hinna fimm þús-
und býla landsins og gátu aðeins
stundað fiskveiðar í hjáverkum. Með
konunglegum tilskipunum var verð á
fiski fært langt niður frá markaðs-
verði, en verð á landbúnaðarafurð-
um að sama skapi fært upp. Afleið-
ingin var, að Ísland festist í fátæktar
gildru, sem það losnaði ekki úr, fyrr
en yfirvöld í Kaupmannahöfn höfðu
skilið kenningu hagfræðinnar um
kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar
og viðskipta. Þráinn Eggertsson er
einn fremsti fulltrúi þeirrar rann-
sóknarhefðar á Íslandi.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þráinn Eggertsson
Orðræða „…okkur hefur þrátt fyrir
allt munað nokkuð á leið í því hvernig
við tölum hvert um annað.“