Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Atakan Basdar –
Birkir Hallmundarson
Hvítur er skiptamun og peði yfir
og sannarlega góð ráð dýr hjá unga
manninum. Hann lék nú 37. … Kh5.
Hvítur sá nú leið til að komast í
„gjörunnið“ hróksendatafl og lék:
38. Hxg7?? Bxg7 39. Hxg7, en þá
kom skyndilega 39. … Hxf2+! og
eftir 40. Kxf2 var svartur patt. Jafn-
tefli í höfn.
Afturvirkar skákþrautir
Ég misskildi dæmið sem þú birtir
um daginn. Eitthvað á þessa leið
hófst samtal sem ég átti við kunn-
ingja minn um daginn. Hann hafði
talið það „afturvirka skákþraut“ sem
ég birti í blaðinu. Síðast spunnust
umræður um þrautir þar sem verk-
efnið er að rekja leikina aftur á bak.
Ekki kom kunninginn alveg að tóm-
um kofunum hjá greinarhöfundi sem
endur fyrir löngu eignaðist bókina
„The chess mysteries of Sherlock
Holmes“. Til upphitunar fyrir les-
endur skellti höfundurinn, Raymond
Smullyan rökfræðingur, taó-isti,
heimspekingur og stærðfræðingur,
eftirfarandi dæmi á forsíðu:
Sherlock Holmes kemur á vett-
vang skákviðburðar ásamt félaga
sínum Watson, sér þar stöðu og
tekst að rekja atburðarásina aftur-
virkt:
Hvítur á leik.
Hver var síðasti leikur svarts –
og hver var leikur hvíts þar á und-
an?
Þessi er nú frekar létt og skellum
okkar í annað dæmi aðeins snúnara:
Svartur á leik.
Er löglegt að hrókera?
Gefið er að hvorki hvítur né svart-
ur hefur drepið annan taflmann í síð-
asta leik.
Lausnir í næsta pistli.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/SÍ
Íslandsmeistarar Skáksveit Vatnsendaskóla sigraði á Íslandsmóti 1.-7.
bekkjar grunnskóla. Sigursveitina skipuðu, f.v.: Arnar Logi Kjartansson,
Tómas Möller, Mikhael Bjarki Heiðarsson, Guðmundur Sveinbjörnsson og
Jóhann Helgi Hreinsson. Aftari röð, f.v.: Hjörvar Steinn Grétarsson sem
afhenti verðlaun og Kristófer Gautason liðsstjóri.
Virtist fokið
í flest skjól
K
eppni í landsliðsflokki á
Skákþingi Íslands sem
frestað var í byrjun apríl
er aftur komin á dagskrá
og hefst sumardaginn fyrsta, 22.
apríl nk. Davíð Kjartansson getur
ekki verið með og tekur Sigurbjörn
Björnsson sæti hans. Aðrir kepp-
endur sem fyrr: Alexander Oliver
Mai, Björn Þorfinnsson, Bragi Þor-
finnsson, Guðmundur Kjartansson,
Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi
Áss Grétarsson, Hjörvar Steinn
Grétarsson, Jóhann Hjartarson og
Vignir Vatnar Stefánsson.
Komst fram hjá
tveim hindrunum
Sú breyting sem varð á högum
landsmanna vegna hertra sóttvarna-
ráðstafana leiddi til þess að skák-
iðkun færðist aftur yfir á netið og
síðustu daga hafa farið fram nokkur
athyglisverð skákmót á þeim vett-
vangi. Lenka Ptacnikova stóð fyrir
mótum fyrir börn og unglinga bæði
hér og í Tékklandi. Evrópska skák-
sambandið, ECU, hefur haldið nokk-
ur mót og í gær fór t.d. fram Evrópu-
mót þingamanna – einstaklings- og
sveitakeppni. Brynjar Níelsson, Páll
Magnússon og Karl Gauti Hjaltason
settust við taflið í gær og tefldu eftir
tímamörkunum 10 2.
Um síðustu helgi tefldu nokkur
ungmenni í móti á vegum ECU á
stigabilinu 1000-1400 elo-stig. Kepp-
endur skiptu hundruðum og teflt var
um keppnisrétt í enn stigahærri
flokki. Til þess að komast svo langt
þurftu keppendur að komast í gegn-
um tvö mót. Birkir Hallmundarson
nýorðinn 8 ára og Arnar Logi Kjart-
ansson 11 ára komust báðir í gegn-
um fyrri hindrunina og Birkir náði
svo alla leið seinni keppnisdaginn,
varð í 79. sæti af 250 keppendum.
Birkir sem var skráður með 1050
elo-stig tefldi alls 17 skákir, og tekur
um þessa helgi þátt í stigaflokknum
1400-1700 elo. Í lokaumferðinni
mátti hann alls ekki tapa en fokið
virtist í flest skjól þegar þessi staða
kom upp:
Stigamót ECU á netinu 2021:
Björn Hallgrímsson, forstjóri og
stjórnarformaður H. Benedikts-
sonar, hefði orðið 100 ára í dag, 17.
apríl. Hann lést 20. september árið
2005, 84 ára að aldri.
Björn fæddist í Thorvaldsens-
stræti 2 við Austurvöll. Það hús lét
Páll Melsted sagnfræðingur byggja
árið 1878 undir Kvennaskólann,
sem hann og kona hans, Þóra Mel-
sted, stofnuðu fjórum árum fyrr.
Eftir að Kvennaskólinn flutti suður
á Fríkirkjuveg eignuðust foreldrar
Björns húsið, Hallgrímur Bene-
diktsson, stórkaupmaður, alþingis-
maður og bæjarfulltrúi í Reykjavík,
og kona hans, Áslaug Zoëga hús-
freyja.
Í þessu sögufræga húsi fæddust
einnig systkini Björns; Ingileif
stjórnarformaður, f. 1919, d. 2007,
og Geir, forsætisráðherra, borgar-
stjóri og seðlabankastjóri, f. 1925, d.
1990.
Sjálfstæðisflokkurinn var síðan
með starfsemi sína í húsinu um
skeið. Þar hafa nokkrar kynslóðir
Reykvíkinga dansað og húsið hefur
gengið undir ýmsum heitum, svo
sem Sjálfstæðishúsið, Sigtún og nú
síðast NASA.
Hallgrímur var af fjölmennustu
ráðherraætt landsins, Reykja-
hlíðarætt, en Áslaug, kona hans,
var dóttir Geirs Zoëga rektors og
Bryndísar Sigurðardóttur frá Flat-
ey, af ætt Boga Benediktssonar,
fræðimanns á Staðarfelli.
Lengi stjórnarformaður
Björn lauk prófi frá Verzlunar-
skóla Íslands 1939 og var við fram-
haldsnám og störf í Bandaríkjunum
1942-46. Hann var fulltrúi hjá H.
Benediktssyni hf. 1946-52, forstjóri
Ræsis hf. 1952-54 og forstjóri H.
Benediktssonar hf. lengst af frá
1954. Auk þess var hann stjórnar-
formaður fyrirtækisins um árabil
og sat í stjórn ýmissa annarra fyrir-
tækja sem stórfjölskylda hans hafði
átt hluta í eða komið að, s.s. Nóa-
Síríusar hf., Hreins hf., í stjórn
Steypustöðvarinnar hf., Skeljungs
og Ræsis hf. Þá átti hann sæti í
stjórn Félags íslenskra stórkaup-
manna og Verslunarráðs Íslands.
Í umfjöllun í Morgunblaðinu 29.
nóvember 1991, á 80 ára afmæli H.
Benediktssonar hf., sagði Björn af
því tilefni: „Það hefur verið gæfa
okkar fyrirtækis frá upphafi, að til
að um Björn Hallgrímsson í
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
2. október 2005. Þar var einnig
skrifað:
„Eitt sinn í árdaga hlutabréfa-
væðingar sátu tveir ritstjórar
Morgunblaðsins á fundi með Birni
Hallgrímssyni á skrifstofu hans við
Suðurlandsbraut, þar sem H. Bene-
diktsson hafði byggt stórhýsi á
þeirra tíma mælikvarða ásamt
Skeljungi. Ritstjórarnir höfðu orð á
þessu við Björn, sem leit upp, brosti
og rétti viðmælendum sínum eitt
blað. Þeim varð ljóst, þegar þeir
skoðuðu blaðið að á móti þeim sat
maður, sem hafði haldið svo vel
utan um eignir fjölskyldu sinnar, að
þar var um að ræða stórveldi í ís-
lenzku viðskiptalífi, sem lítið fór
fyrir.“
Eiginkona Björns var Emilía
Sjöfn Kristinsdóttir húsmóðir, f. 12.
ágúst 1927, d. 26. október 2003,
dóttir Kristins, kaupmanns í Geysi.
Björn og Sjöfn eignuðust fjögur
börn. Þau eru Áslaug, gift Gunnari
Sch. Thorsteinssyni og eiga þau
þrjú börn, Kristinn, d. 2015, kvænt-
ur Sólveigu Pétursdóttur og eign-
uðust þau þrjú börn, Emilía Björg,
sem gift var Sigfúsi Haraldssyni, og
eiga þau þrjú börn, og Sjöfn, gift
Sigurði Sigfússyni, og eiga þau
fjögur börn.
Þeir feðgar, Björn og Kristinn,
fv. forstjóri Skeljungs, áttu sama
afmælisdag og hefði Kristinn því
orðið 71 árs í dag.
þess hafa ráðist góðir og hæfir
starfsmenn og gott samstarf og vin-
átta verið á meðal þeirra.“
Björn var mikill öndvegismaður,
samviskusamur, heiðarlegur, glað-
sinna og vingjarnlegur í viðmóti.
Þessa eiginleika áttu þau systkinin
öll sameiginlega; Ingileif, Geir og
Björn.
Björn var einn af bakhjörlum
Morgunblaðsins í áratugi en fjöl-
skylda hans var í hópi aðaleigenda
blaðsins.
„Björn hafði sig ekki mikið í
frammi í því hlutverki, sinnti störf-
um sínum af þeirri hógværð, sem
einkennir þetta fólk en það mátti
finna nærveru hans,“ var m.a. skrif-
Merkir Íslendingar
100 ár í dag frá fæðingu
Björns Hallgrímssonar
Feðgar Kristinn og Björn Hallgrímsson á góðri stund á Þingvöllum, en
þeir áttu sama afmælisdag, 17. apríl. Kristinn hefði orðið 71 árs í dag.
Tímamót Björn Hallgrímsson
hefði orðið 100 ára í dag.
Ljósmyndir/Úr einkasafni
Stórfjölskyldan Í efstu röð: Hallgrímur Gunnarsson, Gunnar Pálsson, Gunnar Snorri Gunnarsson. Páll Gunn-
arsson, Kristinn Björnsson, Björn Hallgrímsson; Hallgrímur Geirsson, Finnur Geirsson, Geir Hallgrímsson og
Kristín Geirsdóttir. Miðröð situr í stólum: Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Áslaug Benediktsson, Áslaug
Björnsdóttir, Sjöfn Kristinsdóttir og Erna Finnsdóttir. Sitjandi á gólfinu frá vinstri : Áslaug Gunnarsdóttir,
Emilía B. Björnsdóttir, Sjöfn Björnsdóttir og Áslaug Geirsdóttir. Myndin er tekin árið 1965.