Morgunblaðið - 17.04.2021, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Með sannfæring-
arkrafti skrifar vinur
minn Guðni Ágústs-
son í Morgunblaðið
15. apríl í tilefni hug-
leiðinga, sem ég setti
fram á dögunum, um
það sem líkt væri með
miðjumoði Evrópu-
sambandsins og sam-
vinnuhugsjóninni.
Guðni telur að sam-
líking þessi beri vott um ESB-trú,
trúarhita og ofsatrú. Þessum nafn-
giftum er ugglaust ætlað að draga
úr gildi hugleiðinga minna. Ég læt
það liggja milli hluta en gengst við
því að skrifa ekki annað en það
sem ég hef trú á að sé gagnlegt
fyrir þjóðina.
Fyrsta röksemd
Fyrsta röksemd Guðna er byggð
á því að samlíkingin standist ekki
skoðun vegna þess að SÍS og kaup-
félögin hafi orðið að öfugsnúnum
risum, sem hafi riðlast og fallið um
sjálfa sig. Ég ætla ekki að andmæla
því og vel má vera að að því komi
að Evrópusambandið leysist upp þó
að það blasi ekki við í dag.
En spurningin, sem Guðni þarf
að svara, er þessi: Féll samvinnu-
hugsjónin með SÍS?
Ég var ekki að segja annað en að
Evrópusambandið væri miðju-
bandalag, sem byggði á málamiðl-
unum milli markaðshyggju og fé-
lagshyggju.
Ég hef þá trú að það sé skyn-
samleg hófsöm pólitík og að sam-
vinna þjóða á þeim grundvelli hafi
reynst farsæl.
Önnur röksemd
Önnur röksemd Guðna gegn al-
þjóðlegu miðjusamstarfi er sú
ákvörðun Breta að ganga úr Evr-
ópusambandinu. Það er kórrétt hjá
Guðna að meginröksemdin fyrir út-
göngu var sú að Bretland ætti að
nýta afl sitt sem fimmta stærsta
efnahagsveldi í heimi til að hafa
betur í tvíhliða samningum við
minni þjóðir.
Við finnum fyrir því. Bretland er
ekki jafn opið fyrir Íslendinga og
áður. Breskir sjómenn og bændur
eiga nú erfiðara um vik að selja
vörur á Evrópumarkað vegna auk-
ins skrifræðis. Þó að Guðni líti á
það sem aukið frelsi sér maður á
ummælum bænda og
sjómanna að þeir upp-
lifa þessa breytingu á
annan veg.
Bretar eiga sameig-
inlega fiskistofna í
Norðursjó með nokkr-
um Evrópusambands-
þjóðum. Samkvæmt
Hafréttarsáttmálanum,
sem Ísland á aðild að,
verða þeir að semja
eftir ákveðnum reglum
um skiptingu þeirra.
Reglur Evrópusambandsins
kveða á um að engin þjóð fær veiði-
rétt í lögsögu annarrar nema á
grundvelli veiðireynslu. Þar af leið-
ir að engin erlend skip kæmu hing-
að til veiða við inngöngu í sam-
bandið.
Þriðja röksemd
Þriðja röksemd Guðna er sú full-
yrðing að Evrópusambandið sé eitt
og EES-samningurinn annað. Innri
markaður Evrópusambandsins er
kjarninn í starfsemi þess. Sú lög-
gjöf, sem ríki með fulla aðild að
Evrópusambandinu setja, án þess
að við eigum sæti við borðið,
spannar nær öll svið í þjóðarbúskap
okkar. Við erum þannig hluti af
Evrópusambandinu þó að við séum
ekki fullir aðilar. Nær öll efnahags-
starfsemi okkar byggist á þeirri
löggjöf.
Frá fyrsta degi hafa verið deilur
um það hvort þessi skipan mála
stæðist stjórnarskrá. Guðni vill
bregðast við því með því að virða
þessar sameiginlegu leikreglur að
vettugi. Ég vil breyta stjórnar-
skránni svo að samstarf af þessu
tagi sé heimilt án nokkurra tví-
mæla.
Fullveldið á ekki bara að tryggja
frelsi þingmanna. Þeir eiga að nota
fullveldið til þess að tryggja ein-
staklingum og fyrirtækjum þeirra
athafnafrelsi á jafnréttisgrundvelli
á einu stærsta markaðssvæði
heimsins. Þarna greinir okkur á.
Fjórða röksemd
Fjórða röksemd Guðna felst í
þeirri fullyrðingu að þjóðin hafi
kosið Icesave af sér, ekki einu sinni
heldur tvisvar. Þessi deila stóð ekki
um skuld Landsbankans heldur
ábyrgð ríkissjóðs.
Veruleikinn er sá að Bretar og
Hollendingar héldu kröfum sínum
um ábyrgð ríkissjóðs til streitu eins
og engar þjóðaratkvæðagreiðslur
hefðu farið fram. Þær kröfur stóðu
þar til EFTA-dómstóllinn hafnaði
þeim á grundvelli aðildar Íslands
að reglum Evrópusambandsins.
Það voru reglur Evrópusam-
bandsins, sem réðu úrslitum í þessu
máli. Ef Bretar hefðu ekki verið
bundnir af þeim hefðu þeir getað
neitt aflsmunar sem fimmta
stærsta efnahagsveldi í heimi.
Hefði það verið betra?
Það er svo annað mál að á end-
anum var öll skuldin greidd með
fullum vöxtum og áföllnum kostn-
aði.
Ég hef stundum velt því fyrir
mér hvort Guðni vinur minn hafi
aldrei fundið til þjóðlegs stolts yfir
því að þrotabúið og nýi ríkisbank-
inn hafi staðið við þær skuldbind-
ingar sem stofnað var til. Einu
sinni var það helsta tákn um full-
veldi þjóða.
Eftir Þorstein
Pálsson
Þorsteinn Pálsson
» Þeir eiga að nota
fullveldið til þess að
tryggja einstaklingum
og fyrirtækjum þeirra
athafnafrelsi á jafnrétt-
isgrundvelli á einu
stærsta markaðssvæði
heimsins.
Höfundur er lögfræðingur.
ESB-trú, trúarhiti og ofsatrú
Í vikunni lagði heil-
brigðisráðherra fram
frumvarp um að lög-
leiða neyslu fíkniefna.
Þar undir eru öll hin
kunnu ólöglegu fíkni-
efni. Samhliða fyrir-
ætlunum um lögleið-
ingu fíkniefnaneyslu
hefur aðgerðin fengið
nýtt heiti sem er af-
glæpavæðing. Al-
vanalegt virðist að beita villandi
orðalagi svo auðveldara verði að
vinna þeim fylgi og er skemmst að
minnast fóstureyðingarlöggjaf-
arinnar.
Alvarlegur vandi
Ef við hugsum til unga fólksins er
enginn vafi á að fíkniefnaneysla er
alvarlegasti vandinn sem steðjar að
þeim hópi. Stjórnlaus fíkn í þessi efni
hefur vægast sagt skaðleg áhrif á
mjög marga, bæði fíklana en ekki
síður þá sem næst þeim standa. Í
störfum mínum til áratuga í lögregl-
unni varð ég áþreifanlega var við
þetta, örvæntinguna, vonleysið og
bjargarleysið. Sú barátta var oft á
tíðum upp á líf og dauða. Allt of
margir falla í þeirri baráttu.
Berstrípað
frumvarp
Frumvarp heilbrigð-
isráðherra gengur efn-
islega út á að heimila
kaup og vörslu fíkniefna,
svo lengi sem um neyslu-
skammta sé að ræða.
Frumvarpið sem slíkt
stendur hins vegar ber-
strípað, þar sem því
fylgja engar hlið-
araðgerðir, eins og títt er
meðal þeirra þjóða sem
hafa farið áþekka leið. Þannig fylgja
ekki neinar aðgerðir á sviði heil-
brigðis-, forvarnar-, meðferðar- eða
löggæslumála. Hér er því á ferð illa
undirbúið og vanhugsað frumvarp.
Fíkniefnaneytendur fá ekki samhliða
bætt meðferðarúrræði, ráðgjöf og
mál þeirra fara ekki í neinn sér-
stakan farveg til að taka á vanda-
málinu sem þessi hópur á við að etja.
Engin tilraun er gerð til að skilgreina
hvað sé neysluskammtur og það er eft-
irlátið ráðherra. Þegar talsmenn
frumvarpsins segja að þetta sé leiðin
sem aðrir séu að fara, þá er það rangt.
Margar aðrar þjóðir, sem hafa farið
þessa leið, taka samhliða upp fjölþætt-
ar aðgerðir til aðstoðar fíklum.
Mikil neysluaukning
En hvernig hefur reynsla annarra
þjóða verið af því að lögleiða neyslu
fíkniefna? Samkvæmt Evrópsku vímu-
efnarannsókninni (ESPAD) jókst
neysla meðal unglinga í Portúgal á
fíkniefnum öðrum en kannabis þrefalt
á tuttugu árum frá 1995. Sömu sögu er
að segja frá Hollandi, hlutfall ung-
menna sem höfðu prófað kannabis
þrefaldaðist á rúmlega tíu árum frá
1984, en á Íslandi er hún einmitt þre-
falt minni en í Hollandi.
Viðamiklir vankantar
Þegar svipað frumvarp var lagt fram
á síðasta þingi bárust umsagnir frá
ýmsum aðilum, þ.á m. Embætti land-
læknis, ríkissaksóknara og Lög-
reglustjórafélagi Íslands þar sem þeir
ýmist lögðust gegn frumvarpinu eða
bentu á að þörf væri á að útfæra málið
miklu betur. Í samráðsgátt stjórnvalda
þegar áform um frumvarpið voru kynnt
fyrr á þessu ári barst umsögn frá lög-
reglustjóranum á höfuðborgarsvæð-
inu þar sem bent er á þá ágalla sem
eru á frumvarpinu. Bendir lög-
reglustjórinn á að ekki hafi verið gerð
verkefnisáætlun og svo virðist sem
takmörkuð vinna hafi farið fram til
undirbúnings þessu viðamikla verk-
efni sem lýtur ekki einungis að breyt-
ingum á lögum. Ekki hafi verið farið í
umfangsmikla stefnumótunarvinnu
eins og gert hefur verið í Noregi og
eru tillögur þar í landi langt í frá eins
róttækar og hér á landi. Í lokin hvetur
lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu til þess að farið verði í heildstæða
stefnumótunarvinnu og bendir á
norska fordæmið í því sambandi.
Sölumenn innan um neytendur
Löggæslumenn mega búast við að
neytendur veifi efnunum framan í þá
og sölumenn munu fela sig innan um
neytendur. Þegar svo verður komið
hefur lögreglan fá úrræði við að berj-
ast gegn dreifingu efnanna. Fjöl-
mörg dæmi eru um að haldlagning
lögreglu á smærri skömmtun hafi
leitt til uppljóstrunar stórra dreif-
ingarmála, fjölþættrar brota-
starfsemi og peningaþvættis.
Varnaðaráhrif
Varnaðaráhrif refsinga eru ekki
síst að fæla fólk frá því að fremja af-
brot. Afleiðing af lögleiðingu neyslu-
skammta verður líkast til sú að ekk-
ert tiltökumál verður fyrir hinn
almenna ungling að sækja fíkniefna-
partíin og þegar kæruleysið tekur
völdin að prófa efni af léttara tagi.
Það er alkunn staðreynd að þeir sem
ánetjast fíkniefnum byrja í vægari
vímuefnum, en færa sig síðan fljótt
yfir í harðari neyslu. Staðreyndin er
sú að enginn fagnar þessu frumvarpi
meira en sölumenn dauðans.
Eflum meðferðarúrræði
og forvarnir
Að leggja slíkt frumvarp fram nú
rétt fyrir kosningar, algjörlega
vanbúið að þessu leyti, er einungis
auglýsingamennska. Miðað við orð
ýmissa þingmanna virðist frum-
varpið njóta nokkurs stuðnings í
þinginu, sem er í raun ótrúlegt miðað
við hversu ófullburða það er.
Miðflokkurinn mun bregða skildi
fyrir ungmennin í landinu og berjast
gegn vanhugsaðri lögleiðingu fíkni-
efna. Efla þarf meðferðarúrræði fyr-
ir þá sem nú þegar berjast við fíkn,
styrkja lögregluna í baráttunni við
sölu og dreifingu efnanna og auka
forvarnir.
Eftir Karl Gauta
Hjaltason
Karl Gauta Hjaltason
» Frumvarpið sem
slíkt stendur hins
vegar berstrípað, þar
sem því fylgja engar
hliðaraðgerðir, t.d. ekki
bætt meðferðarúrræði
eða ráðgjöf.
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi.
kgauti@althingi.is
Lögleiðing fíkniefnaneyslu
Gleðilegt var að sjá
tilkynningu Vegagerð-
arinnar í vikunni sem
bar yfirskriftina
„Loftbrú mikil búbót
fyrir landsbyggðina“.
Þar segir að fjöldi fólks
hafi nýtt sér afslátt-
arkjör Loftbrúar frá því
í september enda sé það
mikil búbót fyrir lands-
byggðarfólk. Mark-
miðið er að bæta að-
gengi landsbyggðar að miðlægri
þjónustu í höfuðborginni með lægri
flugfargjöldum. Loftbrú veitir 40 pró-
senta afslátt af heildarfargjaldi fyrir
áætlunarleiðir innanlands til og frá
höfuðborgarsvæðinu. Hver ein-
staklingur nýtur lægri fargjalda fyrir
allt að þrjár ferðir árlega fram og til
baka eða sex flugleggi.
Í áraraðir hef ég talað fyrir að jafna
aðgengi landsbyggðar að þjónustu
sem byggð hefur verið upp miðlægt í
Reykjavík. Fyrst fór ég að tala fyrir
þessu opinberlega fyrri hluta árs 2016,
þá sem bæjarfulltrúi á Akureyri og í
stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar. Eftir fjöldann allan af ræðum,
viðtölum og greinaskrifum veitti ég
forstöðu starfshópi skipuðum af Jóni
Gunnarssyni samgönguráðherra vorið
2017 um framtíð innanlandsflugs, sem
lagði til að fargjöld landsbyggðar nytu
allt að 50 prósenta niðurgreiðslu. Þar
var byggt á hinni „skosku leið“ um að
niðurgreiða flugferðir íbúa dreifðra
svæða. Hin áralanga barátta fyrir
hinni „skosku leið“ hefur
skilað sér svo um munar.
Loftbrúin nýtist að-
eins einstaklingi með lög-
heimili í skilgreindri fjar-
lægð frá höfuðborginni.
Hún nær ekki til fyr-
irtækja, stofnana eða
ferðamanna á lands-
byggðinni. Gagnvart at-
vinnulífi er skýr að-
stöðumunur gagnvart
höfuðborgarsvæði. Þann
aðstöðumun þarf að
jafna, en með öðrum að-
ferðum en loftbrú. Ég hef margítrekað
að það séu skýrustu rökin fyrir betra
samgöngukerfi, ekki síst uppbyggingu
flugvalla á landsbyggðinni.
Stundum er farið niðrandi orðum
um störf þingmanna. Við umræður um
„skosku leiðina“ fann maður mótvind-
inn. Tillögurnar ekki sagðar raunhæf-
ar og vart hugsaðar til framtíðar. Það
hefur reynst alrangt.
Í frétt Vegagerðar segir að ungt
fólk 20-24 ára á landsbyggðinni sé hóp-
urinn sem nýti þetta tækifæri öðrum
fremur. – Til mikils var barist. Einmitt
unga fólkið þarf hvað mesta hvatningu
til að festa rætur í heimabyggð. Hjá
þeim liggur blómleg framtíð lands-
byggðar.
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson
Njáll Trausti
Friðbertsson
»Ungt landsbyggð-
arfólk nýtir Loft-
brúna öðrum fremur.
Höfundur er alþingismaður Norð-
austurkjördæmis.
Loftbrúin er
unga fólksins
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-
1100 frá kl. 8-18. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?