Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 ✝ Hallveig Fróðadóttir fæddist í Reykja- vík 1. júlí 1963. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 13. apríl 2021. Foreldrar hennar eru Hólm- fríður Kofoed- Hansen og Fróði Björnsson (d. 27. febrúar 1995). Systkini hennar eru Ragna Fróðadóttir, f. 30. sept. 1964, Björn Fróðason, f. 13. maí 1966 Íslands en þar starfaði hún í meira en 25 ár og gegndi m.a. lykilhlutverki í skýrsluhaldi hrossaræktar. WorldFengur, upprunaættbók íslenska hests- ins, átti hug hennar allan og átti hún stóran þátt í uppbygg- ingu gagna og þróun kerfisins. Í upphafi árs 2020 færðist tölvudeild Bændasamtaka Ís- lands yfir til Ráðgjafar- miðstöðvar landbúnaðarins. Þrátt fyrir veikindi sín síðustu tvö árin var Hallveig alltaf til staðar á hliðarlínunni eins mik- ið og hún mögulega gat. Hestamennska heillaði hana frá unga aldri og stundaði hún hana af kappi. Útför Hallveigar fer fram í Kópavogskirkju í dag, 17. apríl 2021, kl. 15. Útförinni verður streymt. og Hólmfríður Fróðadóttir, f. 26. febrúar 1975. Hallveig ólst upp í Mosfellsbæ fram á unglings- aldur og bjó síðar í Reykjavík. Eftir stúdents- próf hóf hún störf á Rannsóknar- stofnun landbún- aðarins í Keldna- holti og vann þar við margvísleg störf. Næsti við- komustaður var Bændasamtök Það var mikil tilhlökkun á Dyngjuvegi 2 þegar von var á Hallveigu systurdóttur minni sumarið 1963. Hún var fyrsta barnabarn foreldra okkar. Fríða og Fróði bjuggu í næsta nágrenni við okkur og þær mæðg- ur voru tíðir gestir á Dyngjuveg- inum. Þar var fylgst af aðdáun með hverju skrefi í þroska hennar. Við vorum eðlilega á því að hún væri sérstaklega vel heppnað ein- tak. Ég var á góðum aldri og nýttist vel sem barnapía og hafði gaman af því. Hallveig var snemma sjálfstæð og dugleg og fékk undanþágu til að koma á gæsluvöllinn í hverfinu þegar hún var 18 mánaða. Annars þurftu börn að vera tveggja ára til að komast þangað. Þegar kom að skólagöngu átti hún auðvelt með nám og við fylgd- umst áfram stolt með. Hún kynntist ung hesta- mennsku og heillaðist af þeim lífs- stíl. Þegar hún fór út á vinnu- markaðinn varð hún svo heppin að fá starf tengt áhugamáli sínu. Hestarnir og starfið í kringum þá voru hennar líf og yndi og hún eignaðist marga góða vini í hesta- mennskunni. Í starfi sínu átti hún stóran þátt í þróun hugbúnaðar, WorldFeng- ur, sem geymir margvíslegar upp- lýsingar um íslenska hesta. Hún var tengiliður við þá aðila sem skrá upplýsingar um íslenska hesta hvar sem er í heiminum. Á seinni árum hafa barnabörn- in af Dyngjuveginum hist reglu- lega og þar var Hallveig hrókur alls fagnaðar. Þau voru svo ánægð með hvað þau náðu vel saman þótt 28 ár væru á milli Hallveigar og Elíasar sem er yngstur. Þegar þau hittust síðastliðið sumar lét Hallveig sig ekki vanta þótt hún hefði ekki úthald til að vera lengi. Undanfarin ár hafa reynt mikið á Hallveigu og þá kom í ljós hve sterkur einstaklingur hún var. Hún tók hlutskipti sínu af æðru- leysi, var bjartsýn og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hallveig fékk góða umönnun hjá mömmu sinni og systkinum en þegar hún gat ekki verið heima hjá sér þá flutti hún til mömmu sinnar í lengri eða skemmri tíma. Síðustu mánuðina var hún alfarið hjá mömmu sinni sem sinnti henni af alúð. Að leiðarlokum langar mig að kveðja Hallveigu með lokaerindi ljóðs sem Sveinn Bjarman orti í minningu Hólmfríðar Jónsdóttur, langömmu Hallveigar. Vertu nú sæl! Vinir og frændur klökkir kveðja. Nei! Kom þú sæl! Því góð minning geymast skal vori vígð í vitund þeirra. Björg Kofoed-Hansen. „Vinir eru blóm í garði lífsins“ stendur einhvers staðar. Við erum jú öll hluti af náttúrunni. Hallveig, eða Veiga, var blóm í mínum garði, eða öllu heldur tré. Það var sumarið 1980, við vorum vinkon- urnar í moldvörpuvinnu í Laugar- dalnum þegar ró okkar var skyndilega rofin. Einhver upp- skrúfuð stelpa úr Árbænum kom- in af flugstjórum og uppfinninga- mönnum dirfðist að fullyrða að þetta væri leiðinleg vinna, gat bara sjálf verið leiðinleg. En hún hætti ekki að banka á vinkon- udyrnar, hafði pata af því að ég væri sami hrosshausinn og hún og hringdi á hverju kvöldi. „Einhver Hallveig hringdi,“ sagði mamma. En ef ég var heima var talað um hesta í marga klukkutíma, hún var nebblega ekkert uppskrúfuð og þaðan af síður leiðinleg heldur eld- klár og húmorísk og vel inni í öllu sem viðkom hrossum. Það var því oft kominn svipur á foreldrana þegar síminn losnaði eftir marga klukkutíma, ekki til farsímar þá. Fyrr en varði var ég orðin heima- gangur í Árbænum, styttra í hest- húsið en af Smáragötunni, hreiðr- aði um mig á gólfinu hjá Veigu, hlustaði á þungarokk og malið í henni þegar ég var að sofna. Það var ristað brauð og kakó þegar við komum heim skítkaldar úr hest- húsinu seint og síðar meir og spa- gettí úr Mikka Mús-bókinni um helgar. Við leigðum saman hest- hús nokkrar vinkonur og Veiga fór að rækta, átti orðið leirljósan graðhest, Dag, enginn af tegund- inni homo sapiens nægjanlega spennandi til undaneldis þó marg- ir væru þeir til í tuskið. Svo Veiga ræktaði bara hross, hafði kjarkinn til að standa ein og óháð, eitthvað sem margar konur þrá en treysta sér ekki til. Hún átti líka Heklu og alveg óvart var allt í einu komið folald. Við vissum aldrei hvort það var „alveg óvart“, fáum víst aldrei að vita það. Svo fæddist Lynja í hesthúsinu okkar Hilmars í Kópa- voginum, líka „alveg óvart“ og ræktunin hennar hélt áfram hjá okkur eftir að við fluttum í sveit- ina. Upp úr stóð, að öllum öðrum ólöstuðum, eðalgæðingurinn Par- dus, einstakur hestur þar sem saman fór flugrúmur gæðingur og pollrólegur traustur barnahestur. Börnin mín elskuðu hann og mörg börn fengu að njóta hans hér í sveitinni. Hann læknaði kjarkleysi fólks og gaf mörgum ljúfar stund- ir því Veiga var ónísk á að lána hann. Hún vann til verðlauna á honum á mótum og Fanney dóttir mín keppti á honum einnig, hafði hann til umráða á sumrin, ekki há í loftinu. Árin liðu og reiðgyðju- félagið Skessessurnar varð til. Þar varð Veiga fljótlega fullgildur fé- lagi með sína einstöku skipulags- gáfu sem okkur hinum er ekki öll- um gefin, nauðsynlegur eignleiki þegar heill hópur kvenna á öllum aldri flandrar á hestum upp um fjöll og firnindi. Haustið 2018 fór Veiga að kenna sér meins í mjöðminni sem síðar kom í ljós að var beinkrabbi. Hún barðist eins og ljón við þennan vágest og var ótrúlega hress þrátt fyrir erfiða baráttu. Nú hefur hún fengið frið. Það var stutt á milli þeirra „hjónanna“ Pardusar og hennar. Nú eru þau saman á ný ásamt öðr- um sem njóta sín áhyggjulaus í „blómabrekkunni“. Stefanía Sigríður Geirs- dóttir (Stebba vinkona!). Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar fólk í blóma lífsins er hrifið burt úr þessum heimi. Það á við nú, þegar Hallveig Fróðadóttir hefur kvatt okkur eftir erfitt sjúk- dómsstríð, sem hún tókst á við af óbilandi bjartsýni, allt fram undir það síðasta. Leiðir okkar Hallveigar lágu saman um árabil hjá Bændasam- tökum Íslands. Þar var hún í essinu sínu, sameinaði starfið við sitt helsta áhugamál, hestamennsku og hrossarækt. Hallveig vann við skýrsluhald í hrossarækt og annaðist frágang og útgáfu skjala sem krafist er fyrir útflutning hrossa. Þar reyndi sér- staklega á nákvæmni, samvisku- semi og þjónustulund; erindi út- flytjenda bárust stundum með litlum fyrirvara, og því var við brugðið hvað Hallveig brást vel við og lagði á sig til að afgreiða öll slík erindi í tíma. Á þessum vettvangi eignaðist hún marga vini sem sakna hennar nú sárt. Hún var af- bragðsstarfskraftur. Á þessum tíma var þróað hjá Bændasamtökunum skýrsluhalds- forrit fyrir hross, World-Fengur, sem þjónar hlutverki ættbókar fyr- ir íslenska hestinn um heim allan og er talið einstakt í sinni röð. Hall- veig var mjög áhugasöm um þessa þróun og tók virkan þátt í að kenna á kerfið og kynna það jafnt inn- lendum sem erlendum notendum, bæði á hestamótum og með heim- sóknum til Íslandshestafélaga (FEIF) í nágrannalöndum okkar. Alls staðar fór sama orð af starfi hennar sem einkenndist af brenn- andi áhuga, lipurð og léttri lund. Hún var hvarvetna vel kynnt. Þannig æxluðust mál að allt frá 2007 höfum við Hallveig, ásamt fleira góðu fólki, deilt hesthúsi í Víðidal. Hallveig átti frumkvæðið og gerði okkur hinum þetta létt- ara með því að hún sá að verulegu leyti um alla hirðingu allt þar til heilsan brást. Þarna kynntist ég Hallveigu á nýjan hátt, og ekki voru þau kynni lakari. Hestar voru líf hennar og yndi og öll um- gengni hennar við þá í samræmi við það. Hún var vakin og sofin yf- ir velferð þeirra og taldi ekkert eftir sér í þeim efnum. Svo var Hallveig líka góður fé- lagi, glaðleg og umhyggjusöm, alltaf tilbúin að létta undir með manni ef þurfti. Við ornum okkur nú við margar góðar minningar um samverustundir í hesthúsinu, útreiðartúra og ekki síst árlegan „lokatúr“ sem endaði með grill- veislu, þar sem allir lögðu eitthvað til í fljótandi eða föstu formi. Þá Hallveig Fróðadóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN REINHOLT ALEXANDERSSON, hljómlistarmaður og listmálari, lést á heimili sínu föstudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. apríl klukkan 15. Einnig verður henni streymt frá https://beint.is/streymi/kristinnalexandersson Sigríður Jónsdóttir Heiðar Kristinsson Pálína Ósk Hjaltadóttir Marta Kristinsdóttir Guðrún Jóna Sæmundsd. Grétar Jónsson Kristinn Þór Steingrímsson Hulda Hjartardóttir Jón Ómar, Alexander, Guðjón Ingi, Ágúst Hrafn, Óliver Máni og Sigurbjörn Snær Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR, Ragna frá Holtakotum, Grænumörk 5, lengst af til heimilis á Heiðarvegi 11, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju mánudaginn 19. apríl klukkan 13:30. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Athöfninni verður streymt á selfosskirkja.is Elfa Bryndís Þorleifsdóttir Örn Sigurðarson Þórmar Ragnarsson Jónína María Kristjánsdóttir Heiðveig Ragnarsdóttir Henning Frederiksen Jóhanna Ragnarsdóttir Bjarni Halldórsson Eyrún Ragnarsdóttir Sigurður Már Guðmundsson Einar Jónas Ragnarsson Petra Vijn og fjölskyldur Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ERLA HAUKSDÓTTIR, Kríuhólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 21. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks skilunardeildar og dagdeildar geðsviðs Landspítalans fyrir góða umönnun. Sigurbjörn Orri Úlfarsson Brynhildur Steindórsdóttir Arna Sól Orradóttir Brynja Sól Orradóttir Pétur Hauksson Örn Hauksson Kara Jóhannesdóttir Kevin Hauksson Omar Magnusson og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Miðvangi 4, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Hjúkrunarheimilinu Grund 31. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 20. apríl klukkan 13. Innilegar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir umhyggju og hlýju í hennar garð. Vegna samkomutakmarkana eru aðrir en nánasta fjölskylda beðnir að hafa samband við aðstandendur óski þeir eftir að vera viðstaddir jarðarförina. Anna María Flygenring Tryggvi Steinarsson Súsanna S. Flygenring Sigurður Flygenring barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 13-16 virka daga Móðir okkar, amma og langamma, SESSELJA LAXDAL JÓHANNESDÓTTIR, áður Skálagerði 15, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 6. apríl. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 21. apríl klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkanna fá einungis að mæta nánir ættingjar og vinir. Jóhannes L. Harðarson Haukur S. Harðarson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÞÓRDÍS ELÍSDÓTTIR, Mýrarvegi 113, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 9. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 10. Allir velkomnir og athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Aðstandendur afþakka blóm og kransa en þeim sem vilja minnast hennar er bent á SAK eða Krabbameinsfélag Akureyrar. Kristín Kolbeinsdóttir Grettir Hjörleifsson Jóhanna Valborg Kolbeinsd. Reynir Stefánsson Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir Jón Jakobsson ömmu- og langömmubörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BERNHARÐSSON, Grænukinn 22, Hafnarfirði, lést á Landakoti 24. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Landakots fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Guðmundsdóttir Jón Gunnar Kristjánsson Bernharður Guðmundsson Eygló Ingadóttir Gísli Valgeir Gonzales Auður Björg Jónsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.