Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 50 ára Sigrún er Hafn- firðingur og býr á Holt- inu. Hún er með BA í frönsku og fjölmiðla- fræði og menntaður blaðamaður og kenn- ari. Sigrún kennir sam- félagsgreinar í Víði- staðaskóla í Hafnarfirði. Maki: Jón Bjarni Bjarnason, f. 1975, for- ritari og einn af stofnendum leikja- fyrirtækisins Arctic Theory. Börn: Sara Elísabet, f. 2005, og María Sif, f. 2010. Foreldrar: Jórunn Jörundsdóttir, f. 1944, fv. skrifstofumaður hjá Hrafnistu, og Geir Hauksson, f. 1940, fv. flugvirki hjá Ice- landair, búsett í Hafnarfirði. Sigrún Erna Geirsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum, þá kanntu bet- ur að meta þá. 20. apríl - 20. maí + Naut Stundum virðist allt vera á móti manni og þá er gott að flýja á vit dag- draumanna. Passaðu að hafa nóg svigrúm í dag. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Ný tækifæri standa þér opin og það ríður á miklu að þú flýtir þér hægt og kannir alla málavexti til fulls. Rasaðu ekki um ráð fram á lokasprettinum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Dragðu nú ekki lengur að taka upp hollustu í þína tilveru. Stundaðu hug- leiðslu og komdu ró á hug þinn. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að taka upp nýtt og betra vinnulag og forðast að vera með allt á síð- ustu stundu. Kannaðu rótina að þeim hömlum sem verið er að reyna að setja þér núna. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Ef þú hefur þín takmörk á hreinu mætirðu skilningi annarra á leið þinni. 23. sept. - 22. okt. k Vog Ef þú ætlar að ná takmarkinu, þarftu að gefa smáatriðum gaum, ekki síður en þeim stóru. Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú hugsar oftast um ástina, sem eitthvað sem mun gerast eða hefur gerst. Varaðu þig á því að láta ofurkraftinn í þér eyðileggja fyrir þér sambönd. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Samkeppnin laðar ávallt fram þína bestu eiginleika og það er eins og þú vaknir af dvala. Komdu niður úr bleika skýinu, varlega þó. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er gott að þiggja aðstoð annarra þegar mikið liggur við en gleymdu ekki að þakka hana þegar allt er afstaðið. Fólk leggur eyrun við þegar þú talar. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er engin ástæða til þess að leyna tilfinningunum, því þú átt ekki að láta stjórnast af öðrum. Framkvæmdu hlutina með þínu lagi. hann átt í farsælu samstarfi við fé- laga sinn Stefán Hilmarsson (Stebbi og Eyfi) og saman fóru þeir til Róm- ar 1991 fyrir Íslands hönd og tóku þátt í Eurovisionkeppninni með lag og texta Eyjólfs „Draumur um keppni Sjónvarpsins og Landslagið. Lög eftir hann hafa verið gefin út í Sviss, Austurríki, Þýskalandi, Dan- mörku, Svíþjóð og Suður-Afríku. Eyjólfur hefur komið fram víða einn með gítarinn og einnig hefur E yjólfur Kristjánsson fæddist 17. apríl 1961 Reykjavík og ólst upp í Vogahverfinu. Hann æfði handbolta og fót- bolta með Þrótti upp í 3. flokk. „Ég fór þá að stunda meira skíði, var öll sumur uppi í Kerlingarfjöllum að kenna á skíðum. Ég hætti í hand- boltanum bara út af tónlistinni.“ Eyjólfur lauk barna- og grunn- skólaprófi frá Vogaskóla 1977, stund- aði nám í Menntaskólanum í Reykja- vík í fjóra vetur og gekk einnig í Tónlistarskóla FÍH og stundaði nám í klassískum píanóleik hjá Jakobínu Axelsdóttur 1982-1985 og lauk þar 3. stigs prófum. Eyjólfur var skíðakennari við Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum árin 1978-1991 með hléum þó vegna tón- listarstarfa sinna. Eyjólfur hefur verið atvinnu- tónlistarmaður frá árinu 1984, en ferilinn hóf hann í Vestmannaeyjum ásamt hljómsveit sinni Hálft í hvoru. „Það var svona í kringum 1980 sem ég áttaði mig á því að tónlistin gæti hugsanlega orðið ævistarfið. Ég fór þá að spila meira opinberlega og árið 1984 vorum við í Hálft í hvoru ráðnir á bjórlíkiskrá og spiluðum þar mikið og á fínum launum. Árið eftir flyt ég að heiman, og var þá búinn að búa hjá pabba og mömmu í 24 ár.“ Gegnum tíðina hefur Eyjólfur leik- ið með ýmsum hljómsveitum. Með hljómsveitinni Hálft í hvoru hefur hann sent frá sér tvær plötur og með hljómsveitinni Bítlavinafélaginu sex plötur. Eyjólfur hefur einnig sent frá sér sjö sólóplötur á ferlinum, eina plötu ásamt Bergþóri Pálssyni óp- erusöngvara og tvær plötur ásamt Stefáni Hilmarssyni. Eyjólfur hefur sungið inn á ótal aðrar plötur og geisladiska, átt fjölmörg vinsæl jóla- lög sem enn eru leikin í útvarpi, tekið þátt í vinsælum tónlistarsýningum á Broadway í Mjódd, Hótel Íslandi, Hótel Sögu og í Sjallanum á Akur- eyri. Eyjólfur hefur verið í fremstu röð dægurlagasöngvara og -höfunda um árabil. Hann hefur átt lög í efstu sæt- um vinsældalista og unnið tónlistar- keppnir hér heima svo sem Söngva- Nínu“, sem hefur fest sig í sessi sem eitt allra vinsælasta dægurlag Ís- landssögunnar. Árið 2018 fór Eyjólfur til Luton á Englandi og nam þar tannhvíttunar- fræði og hefur starfað sem slíkur á Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður – 60 ára Fjölskyldan Frá vinstri eru Stefanía Agnes, Eyjólfur, Guðný og Sandra. Mörg eru Eyfalögin orðin Morgunblaðið/Eggert Stebbi og Eyfi Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson hafa átt farsælt samstarf í gegnum tíðina, hér á 17. júní-tónleikum árið 2006. Afmælisbarnið Eyfi. 40 ára Una er Reyk- víkingur og býr í Smá- íbúðahverfinu. Hún er fatahönnuður að mennt, áfengis- og vímuefnaráðgjafi og sálfræðinemi. Una er ráðgjafi í VoR-teymi hjá Reykjavíkurborg. Systkini: Tvíburabróðirinn Hólmsteinn, Erla, Ingveldur, Hugrún, Sigga Sóley og stjúpbróðirinn Guðlaugur. Börn: Sara Kamban, f. 2004, og Hugrún Hlíf, 2011. Foreldrar: Una Árnadóttir, f. 1949, fv. skrifstofustjóri á lögfræðistofu, búsett í Reykjavík, og Kristján Össur Jónasson, f. 1934, d. 2014, viðskiptafræðingur. Una Hlín Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Jökull Kjartansson fæddist 10. desember 2020 kl. 17.28. Hann vó 3.880 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Kjartan Kjartansson og Guðný Hrafnkelsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.