Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 39

Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 „HANN SKILDI EFTIR BRÉF SEM VAR STÍLAÐ Á „ÞANN SEM SÉR UM VIÐHALD HÚSSINS“.“ „JÆJA, ÞAÐ ER KOMIÐ NÓG Í DAG. VIÐ SJÁUMST NÆSTA FIMMTUDAG.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska gæludýrið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KETTIR GETA LESIÐ HUGSANIR OG ÞAÐ ER BÖLVUN ÞAÐ ER INNBROTAHRINA Í HVERFINU HJÁ OKKUR! HVAÐ HEFUR ÞÚ GERT TIL AÐ TRYGGJA ÖRYGGI OKKAR? ÞÚ HEFUR GREINILEGA EKKI SÉÐ NÝJA ÞJÓFAVARNARKERFIÐ MITT! meðferðarstofunni „Heilsu og útliti“, sem eiginkona hans rekur. Eyjólfur stundar ennþá skíða- mennsku. „Ég reyni að fara til Ítalíu eða Austurríkis á hverju ári, en ég stunda golfið ennþá meira. Ég er bú- inn að vera í því frá 2001 og spila ágætlega mikið af golfi á hverju sumri og reyni yfirleitt að fara til Kaliforníu á haustin til að spila golf. Eyjólfur verður með sextugs- afmælistónleika á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ, síðasta vetrar- dag, 21. apríl. „Þetta verða dinner- tónleikar, ég verð með gítarinn og Þórir Úlfarsson verður með mér á píanó. Við ætlum að taka helstu Eyfalögin gegnum tíðina og spjalla á léttu nótunum við tónleika- og matargesti.“ Fjölskylda Eiginkona Eyjólfs er Gunnleif Sandra Lárusdóttir, f. 9.11. 1973, sem rekur og á meðferðarstofuna „Heilsu og útlit“ í Kópavogi. Þau eru búsett í Kópavogi. Foreldrar hennar eru hjónin Lárus Lárusson, f. 7.6. 1944, vinnuvélstjóri og Stefanía Agnes Tryggvadóttir, f. 3.9. 1946, húsmóðir. Þau eru búsett í Garðabæ. Dóttir Eyjólfs og Gunnleifar Söndru er Guðný, förðunarfræð- ingur, f. 12.9. 1999. Dóttir Gunnleifar Söndru og uppeldisdóttir Eyjólfs er Stefanía Agnes Þórisdóttir lögfræð- ingur, f. 1.6. 1995. Systkini Eyjólfs eru Björg, f. 9.8. 1946, búsett í Reykjavík, Hrafnhild- ur, f. 17.4. 1948, búsett í Reykjavík, Helga, f. 1.9. 1952, búsett í Mary- land, Bandaríkjunum; Hans, f. 17.2. 1956, búsettur á Álftanesi og Kristján, f. 17.2. 1956, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Eyjólfs voru Kristján Björn Þorvaldsson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 30.5. 1921, d. 11.8. 2003 og Guðný Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 27.10. 1925, d. 4.8. 1992. Eyjólfur Kristjánsson Sólveig Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík Jóhannes Þórðarson skósmiður í Reykjavík Guðlín Jóhannesdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Eyjólfur Kristjánsson sparisjóðsgjaldkeri í Hafnarfirði Guðný Eyjólfsdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðný Eyjólfsdóttir húsfreyja á Krossi Kristján Eiríksson bóndi á Krossi á Berufjarðarströnd Guðrún Kristín Guðný Márusdóttir húskona víða í Skagafirði Sigvaldi Gunnlaugsson húsmaður í Dæli í Fljótum Björg Sigvaldadóttir húsfreyja í Reykjavík Þorvaldur Ásgeir Kristjánsson málarameistari í Reykjavík Guðríður Þorvaldsdóttir ljósmóðir í Reykjavík Kristján Berndsen verslunarmaður í Reykjavík Úr frændgarði Eyjólfs Kristjánssonar Kristján Björn Þorvaldsson stórkaupmaður í Reykjavík Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Á fjalli þennan finna má. Felling er hann segli á. Daufur sá í dálkinn ver. Við dýrategund kenndur er. Helgi Þorláksson svarar: Um hrygg á fjalli hópur fer, hrygg í segli kenna má, hryggur sá sem hnugginn er, hryggdýr eru sterk og kná. Knútur H. Ólafsson á þessa lausn: Á fjallshrygginn slangra ég slappur í pínu. Slétta hrygginn úr seglinu mínu. Hryggur er sá er í hörmungum lendir. Til hryggdýra orðið svo bendir. „Þá er það lausnin,“ svarar Helgi R. Einarsson: Hrygginn ég á fjalli finn. Finnst á segli hryggurinn. Hryggbrotinn æ hryggur er. Hryggdýrið það víða fer. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Á Hlíðarfjalli hrygg má sjá. Hryggur felling segli á. Hryggur mjög er halur sá. Hryggdýr síðan nefna má. Þá er limran: „Illa nú á mér liggur, yður þjónað hef dyggur,“ kvað Vakri Skjóni, skekinn af Jóni, „minn hryggur er sár og hryggur.“ Og ný gáta eftir Guðmund: Hver dagur er lengi að líða, við leiða þarf margur að stríða, í sóttkví þá gott er að glíma við gátu og svarvísu ríma: Skrautbúið skip fyrir landi. Skýjafloti á randi. Merki við sjáum í sandi. Svo er það fas þitt og andi. Páll skáldi orti: Guði hjá ég mínum má mæðu tjá af högum; neiti hann þá um sína’ ásjá svo er ég frá með lögum. Gömul vísa í lokin: Þófaljóna þýðastur þýtur um frónið harða; er hann Skjóni auðþekktur undir Jóni Skarða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hryggur hlær en glaður grætur S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.